Morgunblaðið - 14.07.2022, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
✝
Anna María
Benedikts-
dóttir fæddist 12.
ágúst 1925 að
Stóramúla, Dala-
sýslu. Hún lést 1.
júlí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Gíslína
Ólöf Ólafsdóttir,
fædd 26. febrúar
1882, dáin 23. apríl
1931, og Benedikt
Sigurður Kristjánsson, fæddur
1. apríl 1895, dáinn 19. janúar
1987. Börn þeirra: Kristján
Hólm Benediktsson, Anna
María Benediktsdóttir, Ellert
Ingiberg Benediktsson og
Benedikt Benediktsson. Synir
Gíslínu Ólafar: Ólafur Gunn-
eru níu. 5) Unnur Petra. Maki
Sigurbjörn Björnsson, afkom-
endur þeirra eru sjö. 6) Anna
Lísa. Maki Hreiðar Már Sig-
urðsson, afkomendur þeirra eru
fjórir.
Anna María ólst upp í föður-
garði við hefðbundin sveitastörf
og gekk í skóla í sveitinni sinni.
Einnig var Anna María einn
vetur á Húsmæðraskólanum að
Staðarfelli. Árið 1943 hófu
hjónin Anna María og Sigurjón
búskap á Sveinsstöðum í Dala-
sýslu og bjuggu þar góðu búi í
fallegri sveit. Hlutverk húsmóð-
urinnar var fyrst og fremst að
hugsa um börnin og önnur þau
heimilisstörf sem því fylgja. Ár-
ið 1966 brugðu hjónin búi og
fluttu til Hafnarfjarðar en þar
hefur heimili hennar verið æ
síðan. Anna María starfaði utan
heimilis við þjónustustörf í skól-
um og hjúkrunarheimilum og
ýmis verkefni sem til féllu.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
arsson og Stefán
Rafn Sveinsson.
Þann 29. maí
1944 giftist Anna
María Sigurjóni
Sveinssyni, f. 18.
janúar 1922, d. 22.
maí 1994.
Börn þeirra eru:
1) Sveinn. Maki
Kristín Hulda
Kristbjörnsdóttir,
afkomendur þeirra
eru 19. 2) Ólöf Sigríður. Maki
Guðmundur Þórður Jónasson,
afkomendur þeirra eru 23. 3)
Bára. Maki Benedikt Ket-
ilbjarnarson, afkomendur
þeirra eru 18. 4) Hólmfríður
Alda. Maki Halldór Sigþór
Harðarson, afkomendur þeirra
Mamma þekkti lífið, ung að ár-
um eða aðeins tæplega sex ára
missir hún móður sína úr berkl-
um, sem voru skæðir á þeim tíma
og tóku margar mæður frá börn-
um sínum. Missir mömmu var
mikill; svo mikill að það markaði
líf hennar alla tíð. Hún lét ekki á
því bera og hélt út í lífið eins og
ekkert væri eðlilegra en hélt sín-
um tilfinningum út af fyrir sig.
Það var ekki áfallahjálpin í þá
daga en sem betur fer eru breytt-
ir tímar hvað það varðar. Hún hóf
sína skólagöngu í farskóla eins og
börn í sveitum gerðu jafnan í þá
daga og oft var um langar leiðir að
fara í misjöfnum veðrum. Hún
sagði mér oft frá þessum árum
sem eru svo ótrúleg og engin von
um að nokkur skilji í dag – bilið er
svo langt á milli þessa tíma og nú.
Vinna var mikil á börnum á þess-
um tímum og fór hún ekki var-
hluta af því.
Þrátt fyrir þetta varð mamma
falleg stúlka, hæglát og prúð með
sína drauma, eins og alltaf er. Ár-
ið 1942-43 fór hún á Húsmæðra-
skólann að Staðarfelli í Dölum, og
var það mikil upplifun að koma í
stóran hóp ungra stúlkna og setj-
ast á skólabekk, sem og að eignast
þar margar og góðar vinkonur og
sést það best í minningabók sem
stúlkurnar skrifuðu svo fallega í
hver til annarrar og er þessi bók
til enn og hefur alltaf verið varð-
veitt vel. Hún var orðin ein eftir á
lífi af þeim fallegu ungu stúlkum
sem lífið brosti við á útskriftar-
daginn þeirra vorið 1943.
Svo kom ástin, ungur og efni-
legur bóndasonur var kominn í
sögu ungu konunnar – sem er svo
pabbi minn. Við urðum sex systk-
inin og er ég næstelst þeirra. Af-
komendur mömmu eru 87 í dag en
verða svo 88 í ágúst nk.
Mamma mín var ekki að trana
sér fram; það var ekki hennar lífs-
máti. Þegar ég hugsa um allar
sögurnar sem hún hefur sagt mér
frá liðinni tíð þá hef ég oft hugsað
að þetta væri saga hvunndags-
hetjunnar – þær eru eflaust marg-
ar til af því tagi.
Takk fyrir, mamma mín, hvað
þú varst alltaf góð við börnin mín
og hvað þú varst góð tengdamóðir
mannsins míns. Einnig er ég
þakklát fyrir hversu vel þú tókst á
móti öllum litlu börnunum sem
komu í heiminn hvert af öðru og
fengu gjöf frá þér. Enginn fermd-
ist nema að fá gjöf, enginn gifti sig
nema að fá gjöf; væntumþykjan
var mikil. Þetta var þinn stíll og
allir voru jafnir. Vettlingar og
sokkar voru alltaf til og gefið
litlum höndum og fótum á meðan
þú gast stytt þér stundir við
prjónaskap. Nú er þetta búið og
annað tekur við hjá þér. Þú varst
orðin þreytt, máttur þinn þvarr
en alltaf var minnið og hugsunin á
sínum stað, hugsun um að allir
hefðu það gott og alltaf spurðir þú
um fjölskylduna, því að hún skipti
öllu hjá þér, og þú vildir fylgjast
vel með öllu. Síðustu dagarnir
voru þér erfiðir og við systkinin
og börnin okkar sem komumst til
þín reyndum að gera þér þá bæri-
lega eins og hægt var. Ég og fjöl-
skyldan mín þökkum þér sam-
veruna með hlýju og góðum
minningum. Guð leiði þig í ljósið
sitt og gefi þér hvíld og frið.
Þín dóttir,
Ólöf Sigríður.
Í fjarlægum, fögrum skógi
ég friðsælt rjóður veit,
þar skjálfa geislar í grasi,
þar ganga hindir á beit.
Á bak við blávötn og akra
rís borgin með þys og ljós,
en skóggyðjan felur í faðmi
friðarins hvítu rót.
Þar líður tíminn og líður –
sem laufelskur, mildur blær.
Og yfir nöfnunum okkar
á eikinni börkur grær.
(Unnur Benediktsdóttir Bjarklind)
Hvíl í friði elsku mamma.
Þín dóttir,
Bára og fjölskylda.
Elsku fallega og yndislega
mamma mín.
Það er sárt að kveðja og sárt að
sakna. Við mamma erum búnar að
kveðjast og fella tár yfir því oftar
en talið verður, en við erum líka
búnar að heilsast, knúsast og
gleðjast jafn oft. Síðast þegar ég
kvaddi þig elsku mamma mín um
miðjan júní, þá fann ég það að lík-
lega yrði það síðasta kveðjan. Lík-
aminn þinn var orðinn þér erfiður
en hugurinn og minnið eins og hjá
unglingi. Mamma lifði tæp 97 ár
og hefur því munað tímana
tvenna.
Mamma og pabbi eignuðust
okkur sex systkinin, ég var ör-
verpið. Ég get seint fullþakkað
einstakt uppeldi, sem einkenndist
af trausti, virðingu og aga. Alltaf
fékk ég að heyra að ég gæti allt og
mér væru allir vegir færir. Ég
fékk alltaf mikið traust frá for-
eldrum mínum sem er ómetanleg
gjöf inn í lífið og fyrir það er ég
endalaust þakklát. Það var mikil
reglusemi á heimilinu, öryggi og
festa. Mamma var líka einstök
amma. Við hjónin vorum svo lán-
söm að eiga mömmu og pabba að
þegar Arnór okkar var lítill. Þau
elskuðu að hafa hann, passa á
meðan við vorum að klára há-
skólanám. Hann fékk að stússa
með afa og ömmu, taka til hend-
inni í bílskúr og garði og hlusta á
sögur. Við bjuggum í tveggja mín-
útna göngufæri frá mömmu þegar
Hildur okkar fæddist og var
mamma tíður gestur þegar hún
var lítil. Þær hlógu saman upp-
hátt og léku sér og hún naut þess
að líta eftir henni þegar svo bar
undir. Tómas fæddist árið sem
mamma var áttræð. Henni fannst
gaman að segja að hún hefði verið
að eignast barnabarn, orðin þetta
fullorðin, en hún átti þá þó nokkur
barnabarnabörn og elsta barna-
barnið 43 ára. Henni þótti undur
vænt um hvern og einn einasta af-
komanda sinn og maka þeirra.
Hún spurði alltaf frétta og reyndi
eftir fremsta megni að fylgjast
með þessum stóra hópi, svo yfir sig
stolt.
Mikið er það sárt í hjartað að
vita af því að nú spjöllum við ekki
daglega saman lengur í síma.
Ég hringdi og mamma svaraði -
ég sagði „hæ mamma“ og þú sagðir
„sæl elskan mín“ Mamma var með
á nótunum allt fram á síðustu
stundu. Hún spurði alltaf um börn-
in og fjölskylduna alla. Í lok okkar
daglega samtals, þá sagði ég iðu-
lega, „jæja mamma mín, ég heyri
svo aftur í þér á morgun“ og hún
svaraði „já við gerum það, takk
fyrir að hringja elskan mín“. Það
var allt í föstum skorðum hjá
mömmu og leið henni best þannig.
Það varð að ganga eins frá öllum
hlutum, búa eins um rúmið, heils-
ast eins og kveðja eins. Það var
engin óreiða á þeim bænum og
hreinlæti alltaf í algjöru fyrirrúmi
og skipulögð var hún með eindæm-
um. Hún var alltaf vel og fallega
klædd og hélt virðingu sinni allt til
loka.
Það er gott að ylja sér við góðar
minningar og þær eru svo sann-
arlega margar.
Ég kveð þig elsku yndislega
mamma mín með miklum söknuði
– þú varst mér einstök og fyrir það
er ég ævinlega þakklát. Það er
skrítið að taka ekki lengur upp
símann og heyra í þér í okkar dag-
legu símtölum. Ég hugga mig við
það að nú eruð þið pabbi sameinuð
á ný eftir 28 ár.
Hvíl í friði elsku mamma og Guð
geymi þig.
Þín
Anna Lísa.
Þann 7.júlí s.l. fylgdum við elsku
Önnu ömmu hinsta spölinn við fal-
lega athöfn.
Minningarnar ylja á degi sem
þessum og er þakklæti fyrir tím-
ann efst í huga. Amma var alltaf
jafn glöð og stolt þegar ég rakst á
hana á Hrafnistu þegar ég vann
þar, og fannst spennandi að ég
væri að læra hjúkrun.
Það eru fáir sem toppa þessa
konu enda hörkudugleg og alltaf
jafn glæsileg til fara. Ég verð
heppin ef ég kemst með tærnar þar
sem amma hafði hælana. Nú höld-
um við áfram að gera þig stolta af
okkur og minnumst þín af ástúð.
Sofðu nú vært elsku amma, þú
hefur loksins fengið hvíldina þína í
sumarlandið.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Arna Karen
Sigurjónsdóttir Waage
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Takk fyrir allt elsku amma
mín.
þangað til næst.
Þín ,
Anna María (Maja)
Benediktsdóttir.
Þann 7. júlí sl. fylgdum við
Önnu Maríu langömmu og langa-
langömmu sín síðustu spor í þess-
um heimi, en hún lést 1. júlí sl.
Það er svo skrýtið að kveðja
fjölskyldumeðlim sem var svo
stór partur af minni tilveru í alla
tíð, en amma hefði orðið 97 ára
12. ágúst nk.
Amma var yndisleg kona sem
lét fjölskylduna skipta sig máli og
vildi alltaf vita hvað við vorum að
bralla og fylgdist vel með.
Ég veit að hún var stolt af okk-
ur öllum – jafn stolt og við fjöl-
skyldan erum af henni.
Hún var alla tíð dugnaðarfork-
ur og hörkutól. Bjó í Dölunum í
gamla daga og hugsaði af alúð um
börnin sín og búið sem þau
langafi áttu, þannig var amma!
Góð bæði við menn og dýr.
Hún hugsaði alla tíð hlýtt til
sveitarinnar sinnar og mér þótti
alltaf gaman að spyrja ömmu út í
gamla tíma og hlusta á hana rifja
upp og segja skemmtilegar sög-
ur, sem voru oft á tíðum æsi-
spennandi – en lýstu líka tíðar-
anda þess tíma sem var og
hversu mikið fólk lagði á sig fyrir
hluti sem okkur þykja helst til
sjálfgefnir í dag.
Ömmu leiddist alls ekki að
stjana við fólkið sitt eins vel og
hún gat. Það sem henni þótti
smáræði þótti manni sjálfum
stórkostlegt. Heimagerðar kræs-
ingar af öllum sortum og gerðum
lagðar á borð, heitt súkkulaði í
fínasta sparistellinu og meira til.
Það dugði ekki neitt minna þegar
hún fékk heimsókn, sem var svo
sannarlega ekki sjaldan en amma
naut þess að baka og sinna
handavinnu. Hún hafði gaman af
því að prjóna og fór maður
ósjaldan heim með vettlinga og
sokka, mikið sem mér þótti vænt
um það „smáræði“ eins og amma
sagði alltaf.
Amma kunni líka að skemmta
sér vel. Hún gat dansað mann og
annan upp úr skónum og undi sér
vel í léttu spori við harmonikku-
leik. Henni þótti gaman að mæta
í fjölskylduboð, að ferðast og taka
þátt.
Amma var alltaf vel til höfð, í
sínu fínasta pússi. Jafnvel þó hún
væri smá slöpp, þá hafði hún allt-
af fyrir því að gera sig til, hún var
jú sætasta konan í Hafnarfirði.
Nú situr eftir hafsjór af falleg-
um minningum og sögum sem lifa
áfram og verða sagðar við hvert
tilefni. Við fjölskyldan erum
heppin að hafa átt ömmu Önnu að
sem fjölskyldu og fyrirmynd.
Hvíldu í friði og ró elsku Anna
amma
Ég vona að þú sért búin að
finna afa Sigurjón í sveitinni sem
ykkur þótti svo vænt um og verð-
ið ung að eilífu saman í Sumar-
landinu.
Silja Rut Sigurjónsdóttir
og börn.
Þegar ég minnist ömmu minn-
ar, Önnu Maríu Benediktsdóttur,
verða fyrir mér ótal svipmyndir
sem eru ekki einungis órjúfandi
hluti af lífi mínu, heldur fela þær í
sér þá dýrmætu reynslu sem
fylgir því að fæðast inn í fjöl-
skyldu, alast upp og umgangast
fólkið sitt, læra af því og mótast af
því. Minningarnar eru margar.
Amma var glæsileg kona sem
lítil stelpa dáðist að. Hún átti
rauðan varalit og fallegt skart
sem mér þótti gaman að skoða.
Eitt sinn þegar ég stalst í varalit-
inn hennar sagði hún mér að það
borgaði sig ekki að gera það því
varaliturinn væri búinn til úr
músablóði. Eftir það stalst ég
heldur aldrei í varalitinn aftur, en
bragðið af honum, sem var ólíkt
öllu því sem ég hafði þangað til
smakkað, sat í mér. Músablóð er
kannski ekki svo vont á bragðið
þegar allt kemur til alls.
Þegar amma flutti í raðhúsið
sitt á Miðvanginum fannst mér
hún vera að flytja í höll. Það var
alltaf fínt í húsinu hennar ömmu
og þegar ég fékk að gista hjá
ömmu og afa fannst mér sem opn-
aðist nýr heimur. Mér fannst
gaman að virða fyrir mér mynd-
irnar á veggjunum, bækurnar,
klukkurnar, blómavasana og
stytturnar – og útsaumaða og
heklaða púðana. Skemmtilegast
þótti mér að glamra á píanóið og
raða saman nótum. Á sama tíma
fannst mér tíminn líða hægar á
Miðvanginum en annars staðar.
Stóra stofuklukkan tók undir það.
Amma bjó til heimsins bestu
flatkökur. Þegar ég var ung kona
og byrjuð að búa kenndi hún mér
þessa list og ég er þakklát fyrir að
hafa þegið í arf þessa kunnáttu
ömmu minnar. Og hvað lagkakan
hennar var góð, randalínin með
sveskjusultunni, svo ekki sé talað
um rúlluterturnar og smákökurn-
ar.
Jólakortin frá ömmu voru svo
innileg og falleg. Hún bað guð um
að blessa mann og sum orðin
skreytti hún með því að setja
punkta eða skrautlínur undir. Ég
á mörg þeirra enn og mun varð-
veita sem fjársjóð.
Amma sagði mér sögur af því
þegar hún var lítil, hvernig hún
lék sér í sveitinni og hvernig hún
skynjaði náttúruna í kringum sig.
Jú, hún vann að vísu mikið, en
hún var líka lítið barn og ég sá
barnið í henni skína betur í gegn
því eldri sem hún varð.
Eftir að amma varð gömul
fannst mér gott að fara til hennar
og halda í höndina á henni. Mér
fannst gott að finna fyrir sterkri
tengingunni og minna mig á að ef
hún væri ekki til, væri ég ekki til.
Þá væru hvorki börnin mín til né
barnabörnin.
Lífið snýst að svo mörgu leyti
um jafnvægi þess að halda í og
sleppa. Á meðan ég kýs að halda í
þessar góðu minningar um ömmu
mína, þessar svipmyndir sem
eiga eftir að fylgja minningu
hennar svo lengi sem ég lifi, kýs
ég að sleppa henni með hlýju í
hjarta og þakklæti fyrir að hafa
átt hana að. Að sleppa henni er
mér jafn ljúft og eðlilegt og þegar
ég sem barn sleppti fiðrildi sem
ég hafði fangað úr lófa mínum.
Bæði voru sköpunarverk guðs
sem kallaði þau til sín þegar tími
var til kominn. Ég trúi því að
elsku amma sé nú innan um allt
gott, bæði fiðrildi og blóm, gang-
andi um á grænu engi með honum
afa. Þau hafa um margt að spjalla.
Aðalheiður
Guðmundsdóttir.
Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur
hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi
spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefur sagt mér til syndanna
minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefur sagt mér að vaka og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.
(Páll Ólafsson)
Þessi fallegi texti minnir mig
svo á þig elsku besta amma mín.
Þér fannst svo vænt um fugla.
Þér fannst líka svo vænt um
alla þína afkomendur sem eru nú
nokkuð margir, börn, barnabörn,
langömmubörn og langalang-
ömmubörn og svo allir þeir sem
eru inngiftir í fjölskylduna þína.
Þú sagðir mér að við værum öll í
bænum þínum á hverju kvöldi.
Það lýsir því hversu fallegur og
góður hugur þinn var, þú varst
full af kærleik og ást til okkar
allra.
Minningarnar eru margar og
fallegar, og á ég heilan fjársjóð af
þeim.
Ég man þegar ég sat hjá þér í
eldhúsinu á Sveinsstöðum og
horfði hugfangin á þig sinna þín-
um störfum
Ég man þegar ég var hjá ykk-
ur afa á Hamarsbrautinni og við
sátum á eldhúsbekknum á kvöld-
in og horfðum á hafnarljósin út
um gluggann.
Ég man þegar ég kom í heim-
sókn á Miðvanginn og eldhús-
borðið fylltist af kræsingum.
Ég man þegar þú varst hjá
okkur í Neskaupstað og hélst upp
á sjötugsafmælið þitt.
Ég man þegar þú heimsóttir
okkur í fyrsta sinn til Noregs og
þú prjónaðir dúkkuföt á dúkkurn-
ar hennar Esterar.
Ég man þegar þú komst til
okkar í annað sinn til Noregs og
við fórum í bíltúr til Geiranger og
þú varst alveg orðlaus yfir nátt-
úrufegurðinni.
Ég man líka eftir þeim stund-
um þegar við grétum af hlátri yfir
einhverju sem okkur fannst fynd-
ið. Þú hafðir svo einstaklega fal-
legan hlátur.
Börnin og barnabörnin okkar
Guðjóns eiga líka margar góðar
minningar um langömmu og
langalangömmu. Þeim yngstu
fannst mjög merkilegt að eiga
langalangömmu og sögðu ósjald-
an frá því.
Amma, elsku amma mín, takk
fyrir allt sem þú hefur verið mér
og minni fjölskyldu.
Allar minningarnar um þig eru
geymdar á góðum stað í hjarta
mínu.
Anna María
Guðmundsdóttir.
Anna María
Benediktsdóttir