Morgunblaðið - 14.07.2022, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.07.2022, Qupperneq 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 ✝ Svava Svein- bjarnardóttir fæddist 19. júlí 1926 á Ysta-Skála í Vestur-Eyja- fjallahreppi. Hún lést á dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu 1. júlí 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- ríður Anna Ein- arsdóttir, hús- freyja, f. 1885, d. 1943, og Sveinbjörn Jónsson, bóndi, kennari og organisti, f. 1882, d. 1971. Systkini Svövu voru Sigríð- ur, f. 1908, d. 1986, Þórný, f. 1909, d. 1995, Eyþór, f. 1911, d. 1929, Guðbjörg, f. 1913, d. 1959, Jón Þorberg, f. 1915, d. 1991, Sveinbjörn, f. 1916, d. 1996, Sigurjón, f. 1918, d. 1965, Þóra Torfheiður, f. 1921, d. 1987, Ásta, f. 1923, d. 2013, Garðar, f. 1925, d. 2018, og Einar, f. 1928, d. 2004. Svava giftist 23. apríl 1953 Sigurði Lofti Tómassyni, f. 16. september 1915, d. 21. október 2002, frá Grafarbakka í Hruna- mannahreppi. Foreldrar hans voru hjónin Þóra Loftsdóttir, húsfreyja og bóndi, og Tómas Júlíus Þórðarson, bóndi og söðlasmiður. c) Hildur Guðrún, í sambúð með Axel Kára Vignissyni. Þau eiga tvo syni. d) Þórný Vaka. Dóttir Þorleifs er Fjóla Rún, gift Vilhjálmi Kára Haralds- syni. Þau eiga samtals þrjú börn. Eftir að Guðbjörg systir Svövu lést tóku Svava og Sig- urður þátt í uppeldi Margrétar, yngstu dóttur hennar, sem dvaldi á Hverabakka á sumrin. Dóttir hennar er Camilla Guð- björg. Svava ólst upp á Ysta-Skála og gekk í skóla í sveitinni. Árið 1943 fór hún í vist til Reykja- víkur. Eftir skyndilegt fráfall móður hennar sama ár sneri Svava aftur að Ysta-Skála til að annast heimilið með föður sín- um. Árið 1952 réði hún sig sem bústýru á Hverabakka hjá framtíðareiginmanni sínum. Þau felldu hugi saman og þar bjó Svava í nær 70 ár. Svava og Sigurður ráku garðyrkjustöð- ina Gróður í áratugi og einnig um tíma kúabú. Ung söng Svava í kór Ásólfs- skálakirkju. Hún sótti nám- skeið við Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1946. Svava starf- aði í Kvenfélagi Hrunamanna- hrepps, söng í kirkjukórnum í Hruna, Flúðakórnum og kór eldri borgara í sveitinni. Hún hafði sérstaka ánægju af að rækta sumarblóm og hélt því áfram með dætrum sínum allt þar til á síðasta ári. Svava verður jarðsungin frá Hrunakirkju í dag, 14. júlí 2022, klukkan 14. Dætur Svövu og Sigurðar eru: 1. Anna leikskóla- kennari, f. 19. nóv- ember 1953, búsett í Reykjavík, gift Jakobi Marinós- syni. Börn þeirra eru: a) Sigurður Valur, kvæntur Örnu Sigurðar- dóttur. Þau eiga þrjú börn. b) Helga, gift Gunnlaugi Eiríks- syni. Þau eiga þrjú börn. c) Marinó Þór, í sambúð með Ástu Eir Árnadóttur. Þau eiga einn son. 2. Þóra sérkennari, f. 13. janúar 1956, búsett í Reykjavík. Börn hennar og fyrrverandi maka, Tryggva Gunnarssonar, eru: a) Gunnar Smári, kvæntur Írisi Björk Hreinsdóttur. Þau eiga tvo syni. b) Sigurður Kári, í sambúð með Guðrúnu Söndru Berndsen Björnsdóttur. Þau eiga samtals fjögur börn. c) Hallfríður Þóra, í sambúð með Tryggva Aðalbjörnssyni. 3. Sjöfn kennari, f. 1. ágúst 1957, búsett á Hverabakka II, gift Þorleifi Jóhannessyni. Börn þeirra eru: a) Jóhannes Freyr, í sambúð með Eleonoru Berg- þórsdóttur. Þau eiga þrjú börn. b) Svava, gift Narfa Þorsteini Snorrasyni. Þau eiga þrjú börn. Elsku mamma. Nú hefur þú kvatt okkur eftir farsæla ævi. Ég er stolt af því að vera dóttir þín. Þú varst góð móðir og besta fyrirmynd mín í lífinu. Alltaf tilbúin að gefa góð ráð, gleðja og hvetja. Þér var mjög umhugað um að mér og börnunum mínum liði vel. Þú lagðir óskir þínar í hendur Guðs og kenndir okkur bænir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Guð blessi minningu þína. Þín dóttir, Þóra. Mér fannst löng leiðin að Hverabakka úr Reykjavík í fyrsta skiptið en Sjöfn taldi tíma- bært að kynna mig fyrir foreldr- um sínum. Þessi ferð og kynni mín af tilvonandi tengdaforeldr- um mínum áttu eftir að hafa af- gerandi áhrif á líf mitt. Ég heill- aðist strax af þeim hjónum. Þau tóku á móti mér eins og ég væri konungborinn og dekruðu við mig á allan hátt. Þessar minningar hellast yfir mann nú þegar komið er að leið- arlokum hjá Svövu tengdamóður minni. Hún hefur verið svo stór hluti af tilveru minni allar götur síðan. Mér þótti þetta umhverfi af- skaplega spennandi og framandi þar sem ég kom úr gjörólíku um- hverfi úr Hafnarfirðinum. Ekki bara garðyrkjan; ræktun tómata og kálmetis, heldur heimilisbrag- urinn og gestrisnin á heimilinu. Hve samtaka þau Siggi og Svava voru í því að taka á móti gestum. Ekkert var sparað við þá sem áttu leið um hlaðið á Hvera- bakka. Hvernig Svava náði ávallt að töfra fram veisluborð án nokkurs fyrirvara, þegar gesti bar að garði. Svava sagði mér að það hefðu verið viðbrigði að flytjast undan Eyjafjöllum í Hreppinn. Ein- hver menningarmunur. Fé- lagslífið í Hreppnum var mjög öflugt, kvenfélagið, leiklist og kórastarf blómstraði. Þau tóku fullan þátt í þessu öllu. Þau eignuðust þrjár dætur. Hún saumaði á þær kjóla sam- kvæmt nýjustu tísku og kapp- kostaði að þær litu ávallt vel út. Þar naut hún sín því að fatnaður og útlit skipti hana alltaf miklu máli. Við Sjöfn byggðum hús ná- lægt Hverabakka og nutum því nærveru þeirra alla tíð. Þeim var afar umhugað um afkomu okkar og barnabarnanna. Börnin áttu ávallt skjól í faðmi ömmu og afa. Svava og Siggi voru samstiga í lífinu; garðyrkjunni, heimilis- rekstrinum og uppeldi dætr- anna. Siggi var ákaflega stoltur af sinni konu og var óspar á hrósið þar. Árið 2000 þegar skjálftinn reið yfir Suðurland þá skemmdist íbúðarhúsið að Hverabakka nokkuð. Siggi var harðákveðinn í því að byggja nýtt hús svo að vel færi um hana Svövu sína eftir sinn dag og hann náði því áður en hann lést árið 2002. Svava tók seint bílpróf en naut frelsisins sem bíllinn veitti henni og keyrði nánast fram á síðasta dag. Rúnturinn var þá gjarnan til okkar að Hverabakka II eða niður í gróðurhús til að fá sér göngutúr þar. Svava var okkur Sjöfn mjög innan handar þegar mikið var að gera hvort sem var í gróðurhús- unum að tína tómata, prikla blómum eða passa börnin. Svava er síðust í röð tólf systkina frá Ysta-Skála undir Eyjafjöllum til að kveðja. Þessi systkini voru litríkar persónur og öllum minnisstæð sem þeim kynntust. Síðustu árin má segja að hlut- verk móður og dóttur hafi snúist að nokkru leyti við. Sjöfn sinnti móður sinni af kostgæfni en að lokum varð það ekki umflúið að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún var síðustu mánuðina á Lundi á Hellu þar sem hún naut mjög góðrar umönnunar. Svava var afskaplega ljúf og elskuleg kona og þægilegt gam- almenni. Það verður stórt skarð að fylla þar sem hún var. Blessuð sé minning hennar. Þorleifur Jóhannesson. Þá er komið að því að kveðja elsku ömmu Svövu. Það er óraun- verulegt að amma sé farin frá okkur. Hún hefur alltaf verið til staðar með sinni góðu nærveru, kærleika og hlýju. Það var alltaf yndislegt að setjast niður með ömmu yfir kaffibolla og eiga spjall um allt á milli himins og jarðar. Oftar en ekki var hún bú- in að baka pönnukökur með lítilli fyrirhöfn. Þegar við kvöddumst þá laumaði hún ævinlega einu nýprjónuðu vettlingapari að manni handa börnunum. Amma var afar félagslynd og hafði mikinn áhuga á fólki. Hún fylgdist vel með barnabörnunum sínum og var mjög áhugasöm um allt það sem við tókum okkur fyr- ir hendur. Það var ómetanlegt hvað hún var hvetjandi, um- hyggjusöm og jákvæð. Minningarnar sem tengjast ömmu og afa á Gamla-Bakka eru óteljandi. Það var dýrmætt að alast upp í næsta húsi og geta rölt yfir til þeirra hvenær sem var. Húsið þeirra var ævintýra- legt með garðskála fullum af blómum og vínviði sem óx í allar áttir, svo ekki sé minnst á stærð- arinnar pálmatré í stofunni. Amma var oftast nær að bardúsa í eldhúsinu og afi sat í stofunni með vindil og dagblað. Þau voru vinamörg og var yfirleitt mikið um heimsóknir á Gamla-Bakka þar sem öllum var tekið opnum örmum. Amma var svo heppin að geta búið heima hjá sér nánast fram á síðasta dag, hún var umvafin fólki sem þótti óendanlega vænt um hana og hún gaf mikið af sér. Við munum sakna hennar sárt, betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Blessuð sé minning hennar. Svava Þorleifsdóttir. Elsku amma mín. Nú verða ótrúlega mikil og erfið viðbrigði þar sem þín nýtur ekki lengur við. Ég vildi bara í fáeinum orðum minnast þín og þakka þér. Þeir sem þekkja mig vita hvað þú varst stór og mikilvægur hluti af mínu lífi og svo síðar minni fjöl- skyldu. Að hafa þekkt þig og um- gengist í tæp 45 ár eru forréttindi sem ég mun seint geta þakkað fyrir. Sem lítill strákur var yndislegt fyrir borgarbarnið að fá aðgang að sveitinni og þar átti ég ömmu og afa sem voru engum öðrum lík. Við amma mynduðum ein- stakt samband, þar sem ég valdi frekar að fara í sveitina heldur en æfa og spila fótbolta í bænum. Sumrin voru frábær tími, amma sinnti ótal verkefnum og eldaði svo góðan mat að allir komu vel haldnir heim í sumarlok. Bestu fiskibollur sem ég hef á ævinni smakkað eru þær sem amma lag- aði, ég hef eytt ófáum klukku- stundum í eigin eldhúsi að reyna að fá sama bragð en það hefur ekki enn tekist. Þessi yndislega kona hugsaði vel um heimilið sitt og vann af elju. Það voru einhverjir töfrar að koma í sveitina þar sem heim- ilið var opið öllum og allir vel- komnir. Amma Svava var einhver sú albesta manneskja sem ég hef nokkurn tíma fyrirhitt. Mikið var alltaf gott og yndislegt að koma til þessarar einstöku konu sem var góð, glöð, bjartsýn, gestrisin með eindæmum og ávallt tilbúin með opinn faðminn. Hún var með eindæmum glæsileg og gerði sig alltaf fína hvort sem förinni var heitið niður í gróðurhús eða út á Grund (gamla búðin). Þegar ég eignaðist svo mína eigin fjölskyldu fórum við oft austur á Hverabakka þar sem við nutum fyrst félagsskapar ömmu og afa og síðar aðeins ömmu eftir fráfall afa. Arna konan mín hafði alltaf orð á því að við værum að hitta ömmu okkar beggja og voru það orð að sönnu. Enda áttu þær ófá kvöldin þar sem horft var á skemmtilegar myndir, nú ef ekki brjálaðar spennumyndir eins og Taggart svo dæmi séu tekin. Þegar yngsta barnið okkar fædd- ist, lítil stúlka, var ákveðið að hún fengi nafn langömmu sinnar og er það dýrmætt nú þegar hennar nýtur ekki lengur við. Ég mun, ásamt því að hitta þig, sakna þess að fá frá þér sím- tölin þar sem rætt var um hvern- ig við fjölskyldan hefðum það, hvernig öllum gengi og svo auð- vitað veðrið. Börnin okkar, Dag- ur Logi, Egill Kári og Rakel Svava, munu svo sannarlega minnast þín með söknuði. Að lokum elsku amma mín þá bið ég kærlega að heilsa gamla manninum honum afa mínum og gott til þess að vita að þið eruð sameinuð á ný eftir 20 ára fjar- veru. Guð geymi þig og varðveiti og takk fyrir allt, takk fyrir mig og takk fyrir okkur fjölskylduna. Þú munt svo sannarlega lifa áfram í minningunni. Sjáumst síðar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þinn Sigurður Valur (Siggi Valur). Það eru margar ljúfar minn- ingar sem við systkinin eigum af ömmu Svövu. Við vorum svo lán- söm að búa í nálægð við ömmu og afa sem bjuggu í næsta húsi. Húsið þeirra var mitt annað heimili og ég naut þess að vera hjá þeim í dekrinu og var reglu- lega í pössun hjá þeim þegar ég var barn. Ég man eftir pönnu- kökunum þar sem sykurinn var ekki sparaður og rabarbarasult- unni góðu. Húsið þeirra var heimilislegt og ríkulega skreytt af málverkum og hinum ýmsu munum og síðast en ekki síst alls konar plöntum og ég man sér- staklega eftir stóra framandi pálmatrénu sem tók sína fer- metra af stofunni. Oft var mikið líf og fjör á Hverabakka við hin ýmsu tilefni, eins og réttir, sláturgerð, versl- unarmannahelgi, páskafrí og Svava Sveinbjarnardóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁRNÝ ELSA TÓMASDÓTTIR frá Hábæ í Þykkvabæ lést á Sunnuhlíð þriðjudaginn 5. júlí í faðmi fjölskyldunnar. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 20. júlí klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kattholt. Ágústa Valdimarsdóttir Gunnar Steinþórsson Guðbjörg K. Valdimarsd. Jón Óskar Valdimarsson Thelma Dögg Valdimarsd. Haukur Ægir Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, ÞORSTEINN PÁLL BJÖRNSSON múrari, Raftahlíð 79, Sauðárkróki, andaðist á heimili sínu mánudaginn 4. júlí. Útför fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 18. júlí klukkan 14. Streymt verður frá útförinni á https://www.facebook.com/saudarkrokskirkja og https://www.y outube.com/c/Sau%C3%B0%C3%A1rkr%C3%B3kskirkja. Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat. Sólborg Björnsdóttir Guðný Eyjólfsdóttir Mínerva Björnsdóttir Geirmundur Valtýsson Björn Björnsson Sólveig Sigurðardóttir og fjölskyldur Okkar ástkæri ÞORBERGUR GUÐMUNDSSON, Holtaseli 22, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 9. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 22. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Ester Albertsdóttir Anna Lísa Þorbergsdóttir Baldvin Hafsteinsson Jóhanna Þorbergsdóttir Albert Þorbergsson Hulda Axelsdóttir afa- og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR E. KONRÁÐSDÓTTIR, Ársölum 1, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 18. júlí klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilaheill. Streymt verður frá athöfninni á www.streyma.is. Hlekk á steymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat. Konný R. Hjaltadóttir Óskar Guðjónsson Hjalti H. Hjaltason Margrét Jónsdóttir Sigurður Ingvar Hjaltason Magnea H. Magnúsdóttir Aðalheiður Íris Hjaltadóttir ömmubörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.