Morgunblaðið - 14.07.2022, Qupperneq 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
✝
Andrés Þor-
björn Guð-
mundsson fæddist
29. maí 1925 í Bol-
ungarvík. Hann
lést 6. júlí 2022 á
Hjúkrunarheim-
ilinu Hrafnistu,
Laugarási.
Foreldrar hans
voru hjónin Ingi-
gerður Benedikts-
dóttir, f. 1894, d,
1966, og Guðmundur Andr-
ésson, f. 1890, d. 1971. Hann
var fjórða barn þeirra hjóna af
fimm börnum. Systkini hans
voru: Haraldur Guðmundur
Guðmundsson, f. 1914, d. 1934.
Benidikt Vagn Guðmundsson, f.
1915, d. 1971. Ingunn Guðlaug
Valmaría Guðmundsdóttir, f.
1922, d. 1943. Drengur Guð-
mundsson, f. 1931, d. 1931.
Þann 8. júní 1947 kvæntist
hann Ástu Sigríði Williams-
dóttur, f. 8. október 1927, d. 5.
febrúar 2016.
Börn Andrésar
og Sigríðar eru: 1)
Guðmundur, f.
1947, d. 2022
kvæntur Ásthildi
Davíðsdóttur. Dæt-
ur þeirra eru Eva
Katrín og Erla
Björk. 2) Inga
Jóna, f. 1949, gift-
ist Einari S. Ólafs-
syni, f. 1948, d.
2007. Dætur þeirra
eru Ásta Sigríður og Elínborg.
3) Ásta, f. 1950, giftist Árna B.
Sigurðssyni. Þau skildu. Börn
þeirra eru Kolbrún Heba, Rut
og Sigurður. 4) Andrés, f. 1954,
kvæntur Önnu Guðmunds-
dóttur. Börn hans eru Auður
Harpa, Jessica Leigh, Andrés
James og Kristína Elísabet. 5)
Jón William, f. 1959, d. 2016.
Kvæntist Valhildi Margréti
Jónasdóttur. Þau skildu. Lang-
afabörnin eru fimmtán og
langalangaafabörnin orðin
þrjú.
Andrés ólst upp í Bolungar-
vík og gekk í barna- og ungl-
ingaskóla Bolungarvíkur.
Sautján ára hóf hann nám í efri
deild Reykholtsskóla. Síðan lá
leið hans í Menntaskólann á
Akureyri. Eftir nám hóf hann
störf sem skrifstofustjóri hjá
Vélsmiðunni Odda og starfaði
þar í sjö ár. Þá lá leið þeirra til
Akraness þar sem hann var
bæjargjaldkeri í fjögur ár. Síð-
an hóf hann nám í endurskoðun
hjá Ragnari Ólafssyni og starf-
aði þar í tvö ár. Þá fór hann til
Kienzle í Þýskalandi og lærði
uppsetningu vélabókhalds og
við heimkomu stofnaði hann
sína eigin endurskoðunar-
skrifstofu sem hann rak til
1980. Sama ár réði hann sig til
varnarliðsins og starfaði þar
við endurskoðun til ársins
1997.
Andrés var einn af stofn-
endum Kiwanisklúbbsins Eld-
eyjar í Kópavogi og annar for-
seti klúbbsins.
Einnig var hann félagi í Odd-
fellow-stúkunni Þorkeli Mána
nr. 7.
Andrés verður jarðsunginn
frá Lindakirkju í dag, 14. júlí
2022, og hefst athöfnin klukkan
15.
Elsku hjartans kæri pabbi
minn. Þá er líknin komin eftir
nokkurra vikna legu, þá
fékkstu hvíldina.
Það er margs að minnast, þú
varst góður faðir og alltaf til í
að gera það besta fyrir mig. Ég
fékk að fara í ballett í fjölda
ára og þú sást til þess að ég
færi til Bandaríkjanna sem
skiptinemi, það var ógleyman-
leg reynsla og þar lærði ég alla
enskuna mína. Þú vannst mikið
alla tíð og við systkinin sáum
þig ekki mikið, en þegar þú
hættir að vinna fór ég að kynn-
ast þér. Við urðum mjög góðir
vinir til æviloka.
Pabbi minn, þú byggðir hús í
Kópavogi án þess að eiga bíl og
í leiguhúsnæði með sjö manna
fjölskyldu og allt farið í strætó
með verkfærin og mamma með
kjötsúpuna og fleira matarkyns
og Jón yngsti bróðir bílveikur,
þvílík seigla og dugnaður og við
reyndum öll að hjálpast að. Þú
fékkst fyrsta bílinn í Hraun-
tungu 11, Ford Taunus 12M, ég
man þetta svo vel.
Þið mamma voruð samstíga
og áttuð gott hjónaband og við
systkinin áttum góða æsku, þar
fékk ég grunninn minn sem
hefur hjálpað mér í lífsins ólgu-
sjó. Þú varst orðinn 97 ára, sem
er hár aldur enda þráðir þú
hvíldina saddur lífdaga. Í bana-
legunni sagðir þú mér oft hvað
þér þætti vænt um okkur öll.
Þú varst mikill fjölskyldufaðir
og þið mamma sköpuðuð okkur
öllum yndislegt heimili í
Hrauntungu 11.
Elsku pabbi minn, ég hef
alltaf verið svo stolt af þér og
þakka allt það góða sem þú hef-
ur kennt mér og sýndir mér.
Elsku pabbi minn, núna ertu
búinn að hitta mömmu, Gumma
og Jón.
Takk fyrir allt.
Þín elskandi dóttir,
Ásta.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Elsku pabbi.
Ég kynntist þér ekki af al-
vöru fyrr en ég varð orðinn
stálpaður drengur því það var
alltaf þitt hlutverk að sjá fyrir
heimilinu, sjá fyrir stóru fjöl-
skyldunni sem við vorum. Hús-
bóndi sjö manna fjölskyldu er
ekkert lítið hlutverk og því
sinntir þú einstaklega vel.
Vannst myrkranna á milli til
að sjá til þess að hægt væri að
byggja hús og að til væri mat-
ur á borðum. Ekki einungis
sinntir þú þessum grunnþörf-
um heldur sástu til þess að til
væri fjármagn til að veita
draumum barna þinna byr
undir báða vængi, hvort sem
það voru kaup á fyrsta bílnum
eða að fara út sem skiptinemi.
Þegar ég lenti í einhverjum
vandræðum, þá hikaðir þú
aldrei við að stökkva til og
veita mér þann stuðning sem
ég þurfti. Ég er því þakklátur
að hafa fengið að kynnast þér
betur síðustu sex ár.
Þú hafðir þá skoðun að það
væri hægt að rekja allar ættir
vestur og að vera að vestan
væri best. Aðaláhugamálið þitt
var ættfræði og það var ekki
sá maður sem hitti þig sem þú
spurðir ekki hverra manna
hann væri. Sami maður hefði
getað hitt þig 20 árum síðar og
þú gast talið upp alla ættar-
söguna eins og þér hefði verið
sagt frá henni deginum áður.
Svo minnugur varstu.
Það er ekki hægt að segja
að þú hafir fengið áhyggju-
laust eða áfallalaust ævikvöld
en það er okkur huggun að
mamma, Jón og Gummi taki á
móti þér með brúntertu og
mjólkurglasi. Þar til síðar kæri
pabbi.
Þinn sonur
Andrés.
Andrés Þ.
Guðmundsson
✝
Bergþór Sig-
urður Atlason
fæddist í Reykjavík
30. júní 1948. Hann
lést á heimili sínu
14. júní 2022. Útför
Bergþórs hefur far-
ið fram frá Foss-
vogskapellu í
Reykjavík, 6. júlí
2022, í kyrrþey.
Foreldrar Berg-
þórs eru Ragnhild-
ur Bergþórsdóttir, fædd á Mos-
felli 27. mars 1928, dóttir
hjónanna Rögnu Sigríðar Ingi-
bjargar Björnsdóttur, f. 22. júlí
1899, d. 21. júní 1976, og Berg-
þórs Njáls Magnússonar, f. 29.
ágúst 1900, d. 5. september 1990,
og Atli Hólm Elíasson, f. 11. apríl
1926, d. 16. nóvember 2009, son-
ur hjónanna Elíasar Hólm Finns-
sonar, f. 26. nóv. 1894, d. 13.
ágúst 1960, og Guðrúnar Sigurð-
ardóttur Hólm, f. 21. september
1902, d. 4. nóvember 1984.
Bergþór var næstelstur fimm
systkina. Elst er Bjarghildur
Atladóttir, f. 28. september 1946,
Margrét Atladóttir, f. 27. nóv-
ember 1949, Ragna Guðrún Atla-
dóttir, f. 29. janúar 1953, d. 15.
nóvember 2018, og Valdís Atla-
Rán, f. 26. júní 2011 og Logi
Christian f. 17. ágúst 2014.
Eleonora Bergþórsdóttir, f. 30.
ágúst 1983, í sambúð með Jó-
hannesi Frey Þorleifssyni, f. 12.
mars 1979, börn þeirra eru Ylfa
Guðrún, f. 17. janúar 2016, Berg-
þór Atli, f. 22. febrúar 2018, og
dóttir, f. 26. maí 2022. Í maí 2013
kvæntist Bergþór Írisi Elvu Har-
aldsdóttur, f. 22 maí 1963. Þau
slitu samvistir.
Bergþór eyddi æskuárunum í
Reykjavík en bjó síðar um árabil
á Siglufirði með eiginkonu sinni
Guðrúnu og börnum. Þau hjónin
ráku verslunina Ögn á Siglufirði.
Bergþór var einnig sérmennt-
aður loftskeytamaður og byrjaði
starfsferilinn á togara í þrjú ár,
árið 1972 fór hann að vinna á
strandastöðinni á Siglufirði.
Hann starfaði hjá Landssímanum
á strandastöðvum Pósts og síma
á Siglufirði og í Vestmanna-
eyjum í 32 ár. Hann vann hjá
Landhelgisgæslunni frá 2005 og
var síðasti starfsmaður Land-
helgisgæslunnar sem var mennt-
aður loftskeytamaður. Bergþór
sinnti í tæplega hálfa öld örygg-
ismálum sæfarenda við Íslands-
strendur. Síðustu árin af starfs-
ferlinum vann Bergþór í
Reykjavík og þegar hann lét af
störfum voru þau orð látin falla
að verið væri að kveðja „góðan
félaga og ötulan starfskraft“.
Bergþór var mikill áhugamaður
um sjávarútvegsmál.
Útför hans fór fram í kyrrþey.
dóttir, f. 18. febrúar
1959.
Bergþór eign-
aðist með Unni Sig-
urðardóttur, f. 2.
júní 1949, soninn
Sigurð Bergþórs-
son, f. 18. maí 1968,
d. 13. september
2018. Eiginkona
Sigurðar var Herdís
Stephensen, f. 25.
mars 1972, sonur
þeirra er Ingvar, f. 15. ágúst
1997. Í júlí 1972 kvæntist Berg-
þór Guðrúnu Hjörleifsdóttur, f.
9. september 1953, d. 13. febrúar
2012. Þau skildu árið 1987. Guð-
rún og Bergþór eignuðust þrjú
börn. Þau eru: Ragnhildur Berg-
þórsdóttir, f. 18. maí 1971, eig-
inmaður Sigurbergur M. Ólafs-
son, f. 16. desember 1966, börn
þeirra eru Hekla Mekkín, f. 12.
júlí 1992, í sambúð með Marcus
Johansson, f. 17. febrúar 1993,
dóttir þeirra er Ragnhildur
Freyja Lilly f. 16. maí 2021,
Hlynur Snær, f. 20. júní 2002 og
Sindri Freyr, f. 9. júní 2009. Atli
Bergþórsson, f. 20. júní 1973,
fyrrverandi eiginkona Atla er
Sólrún Helga Örnólfsdóttir, f. 1.
júlí 1981, börn þeirra eru Alísa
Elsku pabbi, ég hefði ekki getað
verið heppnari með pabba. Fyrstu
minningarnar eru frá Siglufirði þar
sem þú vannst á loftskeytastöðinni
og ég var ekki meira en lítil hnáta
þegar ég fékk að sitja hjá þér og
hlusta á þegar þú talaðir við „skip-
in“. Toppurinn á tilverunni var að
fá að fara út í Lillusjoppu og kaupa
prins pólo og litla kók og hafa
„mini-partí“ með þér á stöðinni áð-
ur en ég færi heim yfir götuna, ekki
langt að fara, en þú sást alltaf til
þess að ég kæmist örugg heim.
Annað sem kemur sterkt upp í
minningunni eru ferðir okkar til
ömmu Ragnhildar og afa Atla til
Reykjavíkur á haustin. Það voru
langar ferðir enda vegir torfærir
og bílarnir ekki eins og í dag, en
ekkert var gefið eftir. Eftir margra
klukkutíma ferðalag og stopp í
Staðarskála, pylsu og kók, og
stundum pínu dytt við bílinn, kom-
umst við á leiðarenda og þá varð
kátt í Hvassaleiti.
Þú hefur reynst mér og minni
fjölskyldu ómetanlegur stuðningur
þegar á móti hefur blásið og staðið
vaktina með okkur í Gautaborg, í
orðsins fyllstu merkingu, takk
elsku pabbi. Sindri Freyr, yngsti
sonur okkar hjóna sat ekki sjaldan
með þér þegar hann var lítill og
fékk lánuð gleraugun þín til að lesa
fréttablöðin með þér… pínu fyndið
því hann var ólæs og þú sást nú
ekki mikið gleraugnalaus! Þú hefur
líka opnað heimilið fyrir barna-
börnunum og þau elstu, Hekla
Mekkín og Hlynur Snær, hafa
fengið að koma og vera ein með afa
í afadekri, bara yndislegt. Þú ert
einn jákvæðasti og hjálpsamasti
maður sem ég hef kynnst og án efa
sá örlátasti því alltaf gastu gefið
með þér. Einn atburður er mér í
fersku minni þegar þú misstir af
rútunni frá Kaupmannahöfn til
Gautaborgar og varðst að taka
leigubíl yfir til Malmö til að ná rút-
unni þar. Það er ekki ódýrt og
margir hefðu nú barmað sér en þú
varst nú ekkert að gráta þá pen-
inga því það kom í ljós að leigubíl-
stjórinn, sem var mjög ánægður
með að fá keyrsluna, var átta barna
faðir og það geislaði af þér gleðin
yfir að hafa getað glatt leigubíl-
stjórann. Þú varst ótrúlegur!
Ég veit að þú ert í Sumarland-
inu núna og að þér líður vel. Ég veit
líka að þú heldur áfram að vaka yfir
okkur og það gleður mig. Farðu í
friði elsku pabbi… „svo vöknum við
með sól að morgni“.
Þín dóttir,
Ragnhildur.
Elsku pabbi, þú gafst mér svo
margt og varst mér svo mikilvæg-
ur. Það er sama hvað ég tók mér
fyrir hendur þú varst ævinlega svo
jákvæður og stoltur af mér.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar af okkur saman, sumrin og
páskarnir í Eyjum, dögum varið á
loftskeytastöðinni, heimsóknir í
vaktafríum og ófáir bíltúrarnir. Að
ógleymdum öllum símtölunum frá
þér hvert sem ég flakkaði um
heiminn. Alltaf að tékka á litla ör-
verpinu. Síðustu árin standa svo
upp úr minningar með börnunum
mínum, áhugi þinn á því sem þau
voru að bardúsa, spjall með afa yfir
kexi og djús og öll hjálpin sem þú
veittir okkur Jóhannesi. Ég er svo
glöð að þú náðir þessum dýrmæta
tíma með þeim. Afi Beggi var best-
ur.
Þegar ég minnist þín þá stendur
upp úr umhyggja þín fyrir öðrum
og gjafmildi. Þú vildir allt fyrir
aðra gera en ekkert láta hafa fyrir
þér. Þú varst alltaf fyrsti maður til
að rétta fram hjálparhönd þegar á
þurfti að halda. Þú sást líka iðulega
það góða í öðru fólki og fannst já-
kvæða punkta við hvers kyns að-
stæður. Eftir spjall við þig þá litu
hlutirnir hreint ekki svo illa út. Þá
varstu skemmtilega þrjóskur og
gerðir í ófá skiptin grín að sjálfum
þér þegar þú varst búinn að bíta
eitthvað í þig. Þér varð ekki hagg-
að.
Það var áberandi hvað við fjöl-
skyldan vorum þér dýrmæt og þú
gafst okkur systkinunum og barna-
börnum alla þína athygli og tíma.
Mér leið eins og við værum það
mikilvægasta í þessum heimi. Við
gátum alltaf reitt okkur á pabba,
klettinn okkar, sama hvað. Vænt-
umþykja þín og stuðningur var
takmarkalaus, eitthvað sem ég tek
mér til fyrirmyndar gagnvart mín-
um börnum.
Sakna þín pabbi minn. Hvíldu í
friði.
Þín dóttir,
Eleonora.
Elsku Beggi frændi er fallinn
frá. Það vakna svo margar minn-
ingar um þennan yndislega frænda
minn.
Alla tíð var svo gaman að spjalla
við hann um heima og geima. Hann
var einstaklega vel inni í sam-
félagsmálunum og hafði sterkar
skoðanir á alls konar hlutum. Oft
gátu umræðurnar farið í ýmsar
heimspekilegar áttir sem glæddi
fjölskylduboðin lífi.
Bergþór sinnti stórfjölskyldunni
vel og vildi vera til staðar til að
samgleðjast okkur af hinum ýmsu
tilefnum. Minnist ég fermingar
dóttur minnar í apríl þar sem hann
lét sig ekki vanta þrátt fyrir að
heilsan væri ekki upp á sitt besta.
Bergþór var menntaður loft-
skeytamaður og vann síðast hjá
Landhelgisgæslunni. Ég minnist
þess hve mikilvægt honum fannst
að halda áfram að taka næturvakt-
ir svo ungu mennirnir með börnin
gætu frekar tekið sér frí. Ég heyrði
líka reglulega sögur af honum frá
fyrri tíð þar sem hann stóð ávallt
með þeim sem hallaði á. Þetta lýsir
honum vel enda var hann alltaf að
hugsa um hag annarra, ekki síst ef
eitthvað bjátaði á.
Það sem stóð alla tíð upp úr hjá
Bergþóri var að vera til staðar fyrir
sína nánustu fjölskyldu. Það fór
aldrei fram hjá neinum hve stoltur
hann var af börnum sínum og af-
kvæmum þeirra. Elsku amma,
Atli, Eleonora, Ragnhildur og aðrir
nákomnir. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Mikill er missir
ykkar enda var Bergþór yndisleg-
ur sonur, pabbi, afi og nú síðast
langafi. Við vitum að það hefði ver-
ið hans heitasta ósk að halda heilsu
og fylgja fjölskyldum ykkar eftir
lífsins vegi; þið voruð honum allt.
Minningin um Bergþór mun áfram
lifa í hjörtum okkar allra.
Okkar dýpstu ástarþakkir
öll af hjarta færum þér.
Fyrir allt sem okkur varstu,
yndislega samleið hér.
Drottinn launar, drottinn hefur
dauðann sigrað, lífið skín.
Hvar sem okkar liggja leiðir,
lifir hjartkær minning þín.
(Höf. ók.)
Karen Bragadóttir.
Bergþór Sigurður
Atlason
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýju við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
SYLVÍU ÓLAFSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Tjörn, Þingeyri,
áður Fjarðargötu 49, Þingeyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu
Tjörn fyrir einstaka umönnun, vináttu, velvild og hlýju.
Ólafur Bjarnason Gerður Matthíasdóttir
Einar Bjarnason Alda B. Indriðadóttir
Kjartan Bjarnason Sesselja Bernódusdóttir
Elinborg Bjarnadóttir Valgeir Jónasson
Gróa Bjarnadóttir
Kristbjörg Bjarnadóttir Sævar Gunnarsson
Símon Georg Bjarnason Sólveig Halla Hallgrímsdóttir
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn
Kæri eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ARNLAUGUR KRISTJÁN
SAMÚELSSON,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
sunnudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. júlí klukkan 11.
Þuríður Jana Ágústsdóttir
Ágúst Kristinn Arnlaugsson Harpa Björgvinsdóttir
Kristín S. Arnlaugsdóttir
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
áður til heimilis að Skildinganesi 8,
lést á hjartadeild Landspítalans
þriðjudaginn 5. júlí. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn 18. júlí klukkan 13.
Katla Steinsson Ársæll Þorsteinsson
Hanna Lára Steinsson
Kristján Jóhann Steinsson
Andri Snær Ársælsson
Anna Sjöfn Ársælsdóttir
Haukur Þorsteinsson
Kristmann Þorsteinsson