Morgunblaðið - 14.07.2022, Page 42

Morgunblaðið - 14.07.2022, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 ✝ María Jakobs- dóttir fæddist í foreldrahúsum á Kárastíg 5 á Hofs- ósi 24. október 1954. Hún lést í faðmi fjölskyld- unnar á Landspít- alanum í Fossvogi 24. júní 2022. Foreldrar henn- ar voru Sóley Magnea Marvins- dóttir, f. 24.6. 1933 á Enni á Höfðaströnd, d. 20.8. 2012, og Jakob Sigmarsson, f. 25.2. 1928 á Þverá í Hrolleifsdal, d. 7.4. 1996. Systkini Maríu eru Kristjana Sigríður, f. 13.5. 1951 og Stefán Ómar, f. 11.11. 1960. Karl, f. 20.10. 1975, kvæntur Ruth Kristjánsdóttur, f. 7.8. 1970. Börn þeirra eru: a) Krist- ján Jay, f. 1993 og b) Bjarni Már, f. 2002. 3. Ástríður Kristín, f. 28.4. 1983, sambýlismaður hennar er Rúnar Sæmundsson, f. 1979. María gekk í Öldutúnsskóla og Lækjarskóla í Hafnarfirði. Eftir að hún lauk grunnskóla- göngu hóf hún störf hjá Sjóla HF, og eftir það lá leið hennar til Pósts og síma þar sem hún vann í nokkur ár. Mestan hluta starfsævinnar vann hún við umönnunarstörf, m.a. í Sunnu- hlíð í Kópavogi í 20 ár. María elskaði að ferðast og voru þær margar utanlands- ferðirnar sem hún fór í með vin- um og fjölskyldu. Hún hafði einnig áhuga á hannyrðum, þ. á m. postulíni, og að mála og sauma myndir. Úför Maríu fer fram frá Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði í dag, 14. júlí 2022, kl. 11. María giftist eft- irlifandi eigin- manni sínum, Bjarna Ragnari Magnússyni, f. 28.9. 1951, þann 5. júlí 1975 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Stefanía Lóa Val- entínusdóttir, f. 17.6. 1932 og Magn- ús Karl Líndal Þor- steinsson, f. 28.6. 1923, d. 5.9. 1954. María og Bjarni eignuðust þrjú börn: 1. Sólberg Svanur, f. 17.11. 1971, kvæntur Ástu Björk Árnadóttur, f. 29.9. 1972. Börn þeirra eru: a) Andri Þór, f. 1997, b) Hilmar Þór, f. 2001 og c) Hlynur Rafn, f. 2010. 2. Ástþór Það er í dag sem ég geng með þér síðasta spölinn hjartans Maja mín. Fyrir rúmum fimmtíu árum byrjaði samleið okkar sem var einstaklega góð og falleg. Við vor- um ekki bara hjón við vorum miklir vinir. Allar ferðirnar okkar saman bæði í sumarbústað og er- lendis voru alltaf svo skemmtileg- ar. Við vorum líka svo heppin að eignast þrjú börn og fimm barna- börn sem þú elskaðir mikið og vildir gera allt fyrir. Þú lýstir upp líf mitt og lést blómin brosa með hnyttnum svörum og skemmti- legum húmor. Minningar um þig munu ylja mér um ókomin ár. Ég elskaði þig og kveð þig í bili hjart- ans Maja mín, þú varst og verður alltaf stóra ástin í lífi mínu. Við sjáumst seinna í Sumarlandinu fagra. Takk fyrir að ganga með mér þann veg sem við gengum saman hjartans fallega perlan mín. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga þá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ókunn.) Eins og hörpustrengur er hjarta mitt þegar ég hugsa um brosið þitt eins og fallegur dagur sem kemur og fer lýsir stjarna þín allt, upp hjá mér. (Höf. Solla Magg.) Þetta er kveðjan mín til þín elsku hjartans Maja mín. Þinn, Bjarni. Elsku fallega mamma mín! Það er ólýsanlega erfitt að sit- jast niður þar sem tárin streyma niður kinnarnar til þess að skrifa kveðju til elsku fallegu, bestu og yndislegustu mömmu í heimi. Mamma var búin að vera inn og út af spítala síðustu ár út af sýkingum og hefur farið inn í nokkra daga og komið svo heim, ekki hvarflaði það að mér að þetta myndi enda svona að hún kæmi bara ekki meira heim, því hún sagði alltaf við mig þegar hún fór inn á spítala að hún væri með níu líf eins og kötturinn. Elsku besta yndislega mamma mín, ég er ekki að trúa því að þú sért farin frá okkur, þú varst alltaf svo góð við okkur alla tíð og gerðir allt fyrir okkur. Við eigum svo margar, ótal, minning- ar saman og ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja. Þú elsk- aðir að ferðast og fórum við nokkrar ferðinar til útlanda, bæði í sólina og svo ógleyman- legu fótboltaferðirnar okkar og ekki má gleyma búðunum þar sem þú sagðir mér að kaupa hitt og þetta og við komum svo heim með nokkrar ferðatöskur fullar af fötum. Þú sem hafðir engan áhuga á fótbolta og horfðir aldrei á hann heima, en það sem þú elskaðir að fara út á leik, þú varst ekkert að fylgjast með leiknum heldur elskaðir þú að horfa á fólkið í kringum þig og sætu fót- boltakallana með síða hárið. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á þér að halda og þú varst alltaf sú fyrsta sem kom þegar eitthvað bjátaði á. Við áttum kannski ekkert skap saman þegar ég var yngri en núna í seinni tíð er ég óendanlega þakklát fyrir það hvað sam- bandið okkar var gott og fallegt. Við gátum talað um allt og þú varst svo glöð þegar ég var kom- in með kærasta. Við vorum nú ekki alltaf sammmála þegar við sáum einhverja sæta stráka en þarna sagðir þú við mig „Ásta, nú er ég búin að finna verndarengil- inn minn“. Síðasta sumar var ógleyman- legt þar sem þig langaði svo að fara til Akureyrar og við gerðum það að veruleika og fórum norður í viku, fengum æðislegt veður, gott að borða og kíktum í búðir eins og þér fannst svo gaman. Nú langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég get aldrei þakkað þér nógu mikið fyrir allt. Þú barðist alltaf eins og hetja og varst alltaf svo sterk og þegar ég grét yfir þér sagðir þú við mig: „Elsku Ásta mín hættu nú að gráta, við förum í gegnum þetta saman.“ Þú varst alltaf svo jákvæð en gast verið ótrúlega þrjósk inn á milli og þegar eitthvað þurfti að gera þá þurfti það að gerast núna. Mig langar að enda þetta á því að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég mun geyma allar minningarnar okkar í hjarta mínu, ég mun passa vel upp á pabba fyrir þig. Þú átt fast- an stað í hjarta mínu, elsku fal- lega mamma mín. Þín dóttir, Ástríður Kristín. Elsku mamma mín er fallin frá 67 ára að aldri. Þín verður sárt saknað, elsku mamma mín. Þú varst frábær móðir og minning- arnar eru ótalmargar sem við átt- um saman. Allar ferðirnar sem við fórum norður á Uppsali og í Sandfell á heimaslóðir þínar. Ég man líka eftir því þegar mig vant- aði smá klink til að fara í sjoppuna eða bakaríið, þá gat ég alltaf farið í veskið þitt og fengið smá pening fyrir því og aldrei sagðir þú orð enda hafði ég grun um að þú skildir pening eftir vísvitandi handa okkur systkinunum til að ganga í, enda vildir þú allt fyrir börnin þín gera. Allar utanlands- ferðirnar okkar sem við fórum í saman, þar á meðal til Þýska- lands sem þú elskaðir svo mikið, Spánar og Englands þar sem við fórum tvisvar á fótboltaleik. Þú hafðir engan áhuga á fótbolta en gast dáðst að leikmönnunum því þér fannst þeir svo sætir eða sér- staklega einn, hann David Ginola eða Gingóla eins og þú kallaðir hann alltaf. Árið 2001 eða í júlíbyrjun fór ég í Þórsmörk með hóp af fólki og stelpu sem ég hafði verið að hitta og leist vel á, en í dag er hún eig- inkona mín. Á sunnudeginum ákvað ég að hringja í mömmu og pabba til að spyrja hvort ég mætti ekki bjóða stelpunni í mat til þeirra sem var alveg sjálfsagt. Er þangað var komið beið okkar læri með öllu tilheyrandi og mamma himinlifandi að fá loksins að hitta hana Ruth, en á sama tíma var hún mjög stressuð og hafði orð á því að hún hefði ekki haft tíma til að strauja dúkinn sem var á borð- inu. Allar ferðirnar sem þú komst til okkar í heilan mánuð til þess að passa hann Bjarna Má okkar sem var fótbrotinn heima svo við gæt- um stundað okkar vinnu. Alveg einstök amma. Þú tókst líka hon- um Kristjáni mínum eins og einu af þínum barnabörnum. Síðustu tvö ár hafa verið þér mjög erfið vegna veikinda en alltaf sagðist þú vera með níu líf eins og kött- urinn. En þann 24. júní tóku þau enda því miður. Þvílíkri baráttu- konu hef ég ekki kynnst, hún var líka svo sterk. Elsku pabbi minn, þú ert líka sterkur og ert búinn að vera eins og klettur við hlið mömmu í veik- indum hennar. Mamma, þú varst einstök, hlý, óeigingjörn, gjafmild og frábær mamma og amma. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Takk fyrir allt og hvíldu í friði. Sjáumst í sumarlandinu. Þinn sonur, Ástþór Karl Bjarnason. Elsku tengdamamma mín er látin eftir erfið veikindi. Þú sem varst eins og köttur- inn, áttir þér níu líf því alltaf steigst þú upp aftur hversu veik sem þú varst, en í þetta skiptið þurftir þú að láta í minni pokann. Mikið þótti mér leitt að geta ekki kvatt þig þar sem ég var stödd erlendis en þú lést þegar ég var á heimleið, en ég veit og trúi því að ég muni hitta þig á ný þegar minn tími kemur, elsku Mæja mín. Ég er búin að vera svo lánsöm að hafa þekkt þig í 21 ár. Alveg frá okkar fyrstu kynnum hefur þú tekið mér alveg einstaklega vel og honum Kristjáni mínum. Við urðum strax partur af fjöl- skyldunni eftir okkar fyrsta hitt- ing. Ekki leiddist ykkur heldur eftir að Bjarni Már kom í heim- inn sem var ömmu og afa sjúkur. Hann vildi alltaf vera hjá ykkur enda fékk hann nánast allt sem hann bað um. Þú varst einstök tengdamamma sem hafði óbil- andi trú á mér. Elskaðir allt sem ég eldaði og já bakaði líka. Þú treystir mér til þess að klippa þig þó að ég treysti mér varla sjálfri í það verkefni. Takk fyrir allar bú- staðarferðirnar, Akureyrar- ferðirnar og utanlandsferðirnar sem við fórum í en í þeim á ég hafsjó af minningum. Ég veit að þessi síðustu tvö og hálfa ár hafa verið þér einstaklega erfið en þú hélst ótrauð áfram og varst von- andi sátt þegar yfir lauk. Elsku Bjarni minn, þú hefur verið einstakur í þessum veikind- um Mæju okkar. Hefur alltaf borið hag hennar fyrir brjósti og hugsað einstaklega vel um hana síðastliðin 9 ár eða í hennar veik- indastríði. Fallið lauf eftir sit ég hljóð tárin falla. Ég stari í kertalogann það er þögn í hjarta mínu ég bið í hljóðri bæn bið fyrir þér. Eitt skarð enn er hoggið. Ég rétti fram hönd mína. Kveiki á kertum horfi í logann. Hugsa í þögninni. Enn og aftur falla tárin. Allt er hljótt. Eitt lauf enn hefur fallið af fallega trénu. (Solla Magg) Takk fyrir að vera yndisleg tengdamamma og amma Ruth Kristjánsdóttir. Falleg Rós liggur við veginn eitt og eitt rósablað fýkur burt og kemur ekki aftur eins og lífið sem kveður þá vaknar nýtt líf að vori og önnur falleg Rós lítur dagsins ljós. (Solla Magg.) Það eru komin leiðarlok og minningar liðinna ára koma fram í hugann og eitt og eitt tár læðist niður kinn og hugurinn reikar aftur í tímann. Mig langar að minnast mágkonu minnar í örfá- um orðum. Þann 24. júní kvaddi Maja mágkona mín þessa veröld eftir erfið og langvinn veikindi. Hún er lögð af stað í Sumarlandið þar sem hefur verið tekið vel á móti henni. Maja átti það til að vera hnyttin í svörum og átti mörg gullkorn sem féllu í góðan jarðveg. Hún var einstaklega barngóð og elsk að sínu fólki og þegar hún hafði heilsu og getu til þá var hún alltaf til í rétta fram hjálparhönd. Maja og Bjarni voru búin að vera saman í rúm- lega fimmtíu ár. Þau voru ham- ingjöm hjón og afar samrýmd og elsk að hvort öðru. Það er stórt skarð höggvið hjá bróður mínum við að missa Maju sína sem var stóra fallega rósin og ástin í lífi hans. Bjarni hjúkraði Maju af mikilli ást og umhyggju þar til yf- ir lauk. Takk fyrir öll árin, elsku Maja mín, og takk fyrir okkar kynni. Guð blessi ferðina þína í Sumarlandið þar sem við hitt- umst einhvern daginn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku bróður mínum, börnum, barnabörnum og tengdabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín, elsku Maja mín. Sólveig Sigríður Magn- úsdóttir (Solla Magg). María Jakobsdóttir ✝ Jan Petter Rød fæddist á Vestfold í Noregi 13. júní 1932. Hann lést 22. júní 2022. Eftir nám í Nið- arósi og Cam- bridge stundaði hann fyrirtækja- rekstur, einkum á sviði flutninga og alþjóðaviðskipta. Hann studdi rækilega við margvísleg verkefni sem hann bar fyrir brjósti, svo sem björgun Vasa- skipsins í Svíþjóð, kennslu í norrænu við Cambridge- háskóla og upp- byggingu Reyk- holtskirkju í Borg- arfirði. Jan Petter lætur eftir sig fjögur börn, auk barna- barna. Ekkja hans er Alison Kerr. Útför hans verður gerð frá Tjøme-kirkju á Vestfold í dag, 14. júlí 2022. Í dag verður borinn til moldar frá Tjøme-kirkju í Noregi Jan Petter Rød, mikill vinur og vel- gjörðamaður Reykholtskirkju. Hann lézt á heimili sínu á Möltu 22. júní sl. níræður að aldri. JP eins og hann var jafnan nefndur var borinn og barn- fæddur á Vestfold, af bændum og sjósóknurum kominn. Hann lauk námi í skipaverkfræði við Tækniháskólann í Niðarósi með láði og stundaði framhaldsnám við Cambridge-háskóla í Bret- landi að því loknu. Sjálfur sagð- ist hann jafnan hafa haft meiri áhuga á að lifa lífinu en sitja yfir fræðum en það sannaðist á hon- um að þetta getur farið vel sam- an, enda náði hann frábærum tökum á hvoru tveggja. Ein- kunnarorð hans voru: „You learn, you earn, you return“; menn læra, afla og láta gott af sjer leiða. Hann stofnaði eigið fyrirtæki, J.P. Roed & Partners í Ósló, um ráðgjöf og sjóflutninga heima og heiman. Á 8. áratug síðustu aldar flutti hann sig til Singapúr og eignaðist fyrsta skipið sitt, Cherry Java, sem hann hafði í flutningum milli Singapúr og Indónesíu. Innan skamms rjeði hann yfir vaxandi skipaflota á heimshöfunum á vegum fyrir- tækis sín, Norse Management Co Pte Ltd. Hann vann fyrirtækjum sín- um til dánardags, sívökull yfir hvers kyns nýjungum og tæki- færum á ýmsum sviðum, svo sem flutningum, hagnýtingu jarð- varma og varðveizlu orku. Þann- ig las hann t.d. um viðbrögð Vestmannaeyinga við gosinu og í framhaldi af því hagnýtingu á varmaorku í hrauninu. Eftir það hóf hann að beizla jarðhita í BNA. Hann fékkst síðan við orkuöflun og miðlun auk skipa- útgerðar, síðustu árin búsettur á Möltu. Þaðan rak hann fyrirtæki sín víða um lönd en var ávallt Norðmaður. JP var mikill áhugamaður um alla sögu, einkum norrænna manna. Hann var þaullesinn, ekki sízt í verkum Snorra Sturlu- sonar. Sagan var honum hagnýt fræði, sem hann taldi gagnast sér á vettvangi dagsins. Ekki sízt hafði hann af henni leiðsögn um viðskipti og framkomu við þá „útlendinga“ sem hann átti við- skipti við, kynnti sér jafnan sögu þeirra og menningu og hagaði allri framkomu í samræmi við það. Því gat hann sér mikillar virðingar og trausts víða um lönd; innsæi hans var með ólík- indum. Jan Petter Rød var siglinga- maður í fremstu röð í flokki IOD-siglinga, sigursæll í kapp- siglingum í Noregi og víðar á manndómsárum sínum. Hann átti skemmtiskip, Sundene, sem hann hafði sér til dægradvalar á Miðjarðarhafinu, enda leið hon- um hvergi betur en á sjó. Hann var velgjörðamaður víða. Þannig kostaði hann um árabil kennslu í norrænu við þá deild Cambridge-háskóla sem fæst við engilsaxnesk fræði og tungumál á Bretlandseyjum. Kirkjuna í Reykholti styrkti hann af rausn: Kostaði krossinn framan við kirkjuna og allan búnað í turni auk nýrrar klukku. Jan Petter Rød hlotnuðust ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Bar hann m.a. riddarakross hinnar íslenzku Fálkaorðu og var riddari af sænsku Norður- stjörnunni. Jan Petter var mikill fjöl- skyldumaður. Vinir hans og vandamenn víða um lönd minn- ast hans með virðingu og geyma minningu um góðan dreng sem nú er Guði falinn með þökk fyrir hann. Geir Waage og Dagný Emilsdóttir í Reykholti. Jan Petter Rød Öðlingurinn GUNNAR HÉÐINN KRISTJÁNSSON frá Einholti lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 27. júní. Hann var jarðsunginn við fallega athöfn í Bræðratungukirkju 5. júlí. Einlægar þakkir færum við starfsfólki Brákarhlíðar, fyrir einstaka umönnun, fagmennsku og hlýju. Haraldur Kristjánsson Kristín Kristjánsdóttir Margrét Ragnarsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SOFFÍU STEFÁNSDÓTTUR íþróttakennara, Árskógum 8, Reykjavík. Svana Pálsdóttir Guðbjörg Pálsdóttir Soffía Pálsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.