Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ CHRIS HEMSWORTH CHRISTIAN BALE TESSA THOMPSON TAIKA WAITITI RUSSELL WITH CROWE NATALIE AND PORTMAN 96% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR 82% N ýsjálenski kvikmyndagerðarmað- urinn Taika Waititi blés nýju lífi í ofurhetjuna Þór úr heimi Marvel með kvikmyndinni Þór: Ragnarök sem gagnrýnendur sammæltust um að væri mun betri og skemmtilegri en þær sem áður höfðu verið gerðar um kappann, tvær talsins. Sú fyrsta var einhvers konar Shakespeare- nálgun á hetjuna, þrumuguðinn úr norrænni goðafræði í hressilegri Marvel-afbökun og önnur myndin þótti heldur leiðinleg. Í þeirri þriðju sem Waititi leikstýrði birtist allt annar Þór, miklu hressari og fyndnari í meðförum hins íturvaxna Ástrala Chris Hems- worth. Waititi áttaði sig á því hversu fáránlegt væri að nálgast Þór í þessari ofurhetjuútgáfu með alvarlegum hætti og skrúfaði hressilega frá flippinu. Þór lék á als oddi, reytti af sér brandara og heimsótti furðulegar plánetur. Virðist þessi túlkun á hetjunni hafa hentað Hemsworth mun betur því hann hefur nokkuð góða tilfinningu fyrir gamanleik. Það var því mikill fögnuður í herbúðum aðdáenda Þórs og Waititi þegar greint var frá því að hann hefði verið fenginn til að leikstýra fjórðu myndinni um hetjuna, Þór: Ást og þruma. Nú er hún loksins komin í bíó en olli rýni því miður dálitlum vonbrigðum því hún er öllu slakari en Ragnarök. Er þar helst um að kenna of miklu flippi Waititi og ójafnvægi gríns og alvöru í handriti. Það virkar beinlínis furðulegt að hoppa úr atriði þar sem kona ligg- ur á sjúkrahúsi helsjúk af krabbameini yfir í geim þar sem öskrandi geitur fljúga með vík- ingaskip í eftirdragi eftir regnbogavegi. Guðabaninn Gorr leitar hefnda Söguþráðurinn er auðvitað óttalegt bull, líkt og í flestum Marvel-myndum en til að gera langa sögu stutta segir í myndinni af Gorr nokkrum guðabana (Christian Bale) sem ákveður að drepa alla guði eftir að hafa misst dóttur sína og komist að því að sá guð sem hann tilbað væri miskunnarlaus og gæfi skít í dauðlegar verur. Gorr fær sverð eitt svakalegt til brúks sem drepið getur guðina. Kemur þá til kasta Þórs og vina hans, valkyrjunnar Val- kyrju og steinakarlsins Korg (sem Waititi tal- ar fyrir). Þurfa þau að hafa hendur í hári Gorrs (sem er reyndar nauðasköllóttur) og bjarga guðunum. Óvænt birtist Jane Foster (Natalie Portman), mennsk fyrrum kærasta Þórs, með Mjölni í hendi og klædd að hætti Þórs með skikkju og hjálm og allan pakkann. Er ástæða þess rakin í stuttu máli hvernig hamarinn, sem Hel braut í mél í Ragnarökum, er aftur orðinn heill og hlýðir nú aðeins Foster. Ástin kviknar að nýju með Þór og Foster og gamla góða klisjan um að ástin sé allt sem þarf fær byr undir báða vængi eftir því sem líður á mynd- ina. Við sögu koma fleiri guðir, m.a. Seifur sem er spaugilega leikinn af Russell Crowe sem bætt hefur hressilega á sig. Crowe talar með hreim sem á líklega að vera grískur og hefur þessi Seifur meiri áhuga á kynsvalli en hetju- dáðum. Atriðið þar sem Þór hittir Seif er með þeim allra furðulegustu í kvikmyndasögu Mar- vel og er þá mikið sagt. Öskrandi geitur Og mörg atriði í myndinni eru þannig, furðu- leg en þó fyndin og þá einkum vegna þess hversu fáránleg þau eru. Geitur sem öskra eins og menn, hvað eftir annað, falla í þann flokk, svo eitt dæmi sé tekið og ástarsaga Þórs og Foster veitir myndinni nauðsynlega hlýju og mennsku, ef hægt er að tala um mennsku í kvikmynd um þrumuguð sem flakkar milli pláneta. Sú ákvörðun að skella inn í söguna baráttu Foster við krabbamein og láta hana vera dauð- vona er hins vegar stórfurðuleg og alltof mikið drama fyrir allan fáránleikann og flippið. Port- man er fín leikkona, það hefur hún margoft sýnt en sagan af hinni helsjúku Foster á bara heima í allt annarri og jarðbundnari kvik- mynd. Hinn annars góði dampur sem myndin var komin á framan af með öllum sínum furð- um dettur því nokkuð niður eftir miðju þegar dramað tekur við og endirinn verður að teljast einkennilega klisjukenndur fyrir Waititi. Ég hvet aðdáendur Marvel og Þórs engu að síður til að sjá þessa kvikmynd því hún er auð- vitað augnayndi og eins og sjá má af kreditlist- anum má þakka það her karla og kvenna sem unnu baki brotnu við að búa til hinn tölvugerða myndheim. Atriði í seinni hlutanum, þar sem Gorr berst við Þór, Foster og valkyrjuna, er svarthvítt og með þeim flottari sem sést hafa í Marvel-mynd. Og ekki sakar að þrumandi smellir rokkaranna í Guns ’n Roses fá að hljóma reglulega undir öllum hasarnum. Niðurstaðan er því sú að hér er mikil ást en heldur minni þruma. Mikil ást en minni þruma Samhent Jane Foster og Þór þrumuguð, leikin af Natalie Portman og Chris Hemsworth, í samstæðum göllum í Þór: Ást og þruma. Sambíóin, Háskólabíó, Smárabíó og Laugarásbíó Thor: Love and Thunder bbbnn Leikstjórn: Taika Waititi. Handrit: Taika Waititi og Jennifer Kaytin Robinson. Aðalleikarar: Chris Hemsworth, Christian Bale, Natalie Portman, Russell Crowe og Tessa Thompson. Bandaríkin, 2022. 119 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.