Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 56
FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN ALLT AÐ60% AFSLÁTTUR – EKKI MISSA AF ÞESSU– SUMARÚTSALA BETRA BAKS 25% AF RÚMTEPPUM 20% AF STILLAN- LEGUM RÚMUM Einnig til í: 160x200 og 180 x 200 cm. 60% AFSLÁTTUR 10-40% AF HEILSUINNISKÓM EXCLUSIVE TOPPER Gæsadúnn. 90 x 200 cm. Verð: 30.900 kr. Nú 12.360 kr. Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Act alone, elsta leiklistar- hátíð landins, verður hald- in á ný og með sama sniði og á árum áður, dagana 4.-6. ágúst. Síðustu tvö ár féll hátíðin niður vegna Co- vid-19 og biðin því orðin löng. Íslenskir jafnt sem erlendir listamenn munu koma fram og bjóða upp á sýningar frá Bandaríkj- unum, Danmörku, Para- gvæ og Ítalíu. Boðið verður upp á leiklist, dans, tón- list, ritlist og myndlist, einnig brúðunámskeið fyrir börn og meistaratíma í leik- list með bandaríska leikaranum Ronald Rand. Eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna er einn listamaður á ferð hverju sinni. Hátíðin fer fram á Suðureyri og er frítt inn á alla viðburði. Elfar Logi Hannesson er list- rænn stjórnandi hátíðarinnar. Hátíðin Act alone snýr aftur í ágúst eftir tveggja ára Covid-hlé FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 195. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Útlit er fyrir hörkuleik milli Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta í dag. Mikið er í húfi, bæði lið stefna á sæti í átta liða úrslitum, og þá hafa allir leikir liðanna hingað til verið afar jafnir. Í sjö leikjum þeirra á milli hef- ur aldrei munað meiru en einu marki en Íslandi hefur þó aldrei tekist að sigra Ítalíu enn sem komið er. »46 Sjö jafnir leikir Íslands og Ítalíu ÍÞRÓTTIR MENNING Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Björn Thoroddsen gítarleikari ætlar að blása til garðtónleika í garðinum heima hjá sér nk. laugardag, annað sumarið í röð. Mun stórskotalið tón- listarmanna koma saman í garðinum til að bjóða fólki upp á fría tónleika þar sem verður rokkað, að sögn Björns. Tónleikarnir eru í garði Björns við Hringbraut 63 í Hafnarfirði á laugardaginn kl. 15. Hann segir alla vera velkomna, unga sem aldna, til að njóta ljúfra tóna svo lengi sem garðrúm leyfir. Björn segir garðtónleikana í júlí í fyrra hafa heppnast mjög vel, ekki hafi komið annað til greina en að slá upp annarri veislu. Hann segir það jafnvel líklegt að garðtónleikarnir gætu orðið að árlegum viðburði. „Það var alveg haugur af fólki sem kom í fyrra og í ár varð ég bæjar- listamaður í Hafnarfirði. Þess vegna fannst mér tilvalið að halda þessu áfram og gera þetta að árlegum við- burði.“ Stórskotalið úr Hafnarfirði Björn segir það einkar skemmti- legt að geta boðið í svona tónleika frítt og gaman að geta gefið til baka til Hafnarfjarðar. „Þetta eru æsku- slóðir mínar, ég fæddist hérna og ólst upp. Með tónleikunum ætla ég bara að reyna að þakka fyrir mig, það er svo gaman að vera bæjar- listamaður og gefa aðeins til baka.“ Spurður hvort um sé að ræða ástar- óð til Hafnarfjarðar svarar hann því játandi. Björn er mjög ánægður með þá tónlistarmenn sem munu stíga á svið með honum í garðinum, segir þá alla tengjast Hafnarfirði á einn eða ann- an hátt. „Það eru margir tónlistar- menn sem búa hérna nálægt og sum- ir búa í götunni minni,“ segir hann. Sem dæmi um tónlistarmenn sem koma að þessum tónleikum með Birni má nefna Heru Björk, Svavar Ellertsson, Trausta Harðar og Geira Óskarsson. „Það gerast allir góðir hlutir á Hringbrautinni,“ segir hann kíminn. Björn reiknar með að geta tekið á móti um 300 manns í garðinum og býst því við feiknagóðri stemningu. Rokk í stíl við Woodstock „Hér er nóg pláss og garðurinn hentar einkar vel fyrir tónleika- hald.“ Hann segir að tónleikarnir muni verða vísir að tónlistarhátíð og vísar því til stuðnings til frægrar há- tíðar frá 1969. „Þetta er bara smá Woodstock í garðinum heima hjá mér.“ Björn segir hópinn koma til með að spila öfluga rokktónlist í garð- inum. „Í þetta skipti ætla ég að hafa smá „ég á þetta, ég má þetta“. Ætla því að vera í svolítilli nostalgíu og það verður sko mikið rokkað.“ Hann bætir við að á tónleikunum muni koma saman strákarnir úr hljómsveitinni sem Björn byrjaði með fyrir 50 árum. Verður það í fyrsta skipti í mörg ár sem sú hljóm- sveit kemur aftur saman. Björn seg- ir því um ákveðna endurkomu- tónleika að ræða. Býður í Woodstock- rokk í garðinum heima - Fjöldi tónlistarmanna kemur saman á fríum tónleikum Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Garðtónleikar Björn Thoroddsen gítarleikari með garðinn sinn í bakgrunni þar sem fram fara garðtónleikar næsta laugardag klukkan 15. Ljósmynd/Ásta Magg Árlegt Björn Thoroddsen, lengst til vinstri, að spila á gítar á garðtónleik- unum sem haldnir voru í fyrra en þá mættu um 300 manns í miklu blíðviðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.