Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 7
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 171 R I T S T J Ó R N A R G R E I N The medical oath in the times of war Ástríður Stefánsdóttir Physician and Associate Professor in Applied Ethics University of Iceland, Faculty of Health Promotion, Sport and Leisure Studies Læknaeiðurinn á stríðstímum Stríð málar mannlífið í dökkum litum. Það dregur fram miskunnarlausa drætti veruleikans tengda ógn, ofbeldi og dauða. Nú á dögum eru bardagar sjaldnast háðir á afmörkuðum vígvelli, þeir fara fram inni í borgum á heimaslóðum fólks. Sprengj- um er varpað á sjúkrahús og þeir sem flytja sjúka og særða eru skotmörk. Hin viðkvæmustu bera þyngstu byrðarnar. Konur, börn, aldraðir, fatlað fólk og sjúkir líða mestar þjáningar í stríði. Við erum öll slegin ugg og óhug vegna þess sem nú er að gerast í Úkraínu. Mannleg hugsun nær vart tökum á hryllingi slíkra atburða. Simone Weil, franskur heimspekingur, segir að aðalhetja eða gerandi Illionskviðu, stríðskvæðis Hómers, sé ekki einhver kappanna á bardagavellinum. Aðalgerandi stríðsins sem skáldið lýsir er valdið sem af fullkomnu miskunnarleysi knýr hildarleikinn áfram, afmyndar sálir þeirra sem nálægt honum koma, og umbreytir flestum að endingu í dauða hluti. Ávallt þegar skyn- semin hvíslar að mönnum að stíga mætti skref til friðar, ná sáttum, freistast annar hvor aðilinn til að halda blóðbaðinu áfram í þeirri tálsýn að nú megi ganga milli bols og höfuðs á andstæðingnum. Í raun er enginn sigurvegari nema valdið sem gerir menn- ina að strengjabrúðum sínum og sviptir þá mennsku sinni og lífi.1 Þann 27. febrúar síðastliðinn skipaði Vladimir Pútín kjarnorkusveitum sínum í viðbragðsstöðu. Það minnti okkur óþyrmilega á að hættan af þeim átök- um sem nú eru í Úkraínu ógnar í raun allri heims- byggðinni. Í innsendri grein í Lancet 22. mars rekja höfundar hættuna á notkun kjarnorkuvopna í þeim átökum sem nú standa yfir og hvaða afleiðingar slíkt hefði. Þeir minna á að alltof oft hefur þar verið teflt á tæpasta vað og einungis heppni hefur forð- að heiminum frá slíkri vá hingað til.2 Læknar hafa ávallt tekið skýra afstöðu gegn stríði og litið á það sem verkefni sitt að styðja fólk á átakasvæðum og leggja sitt af mörkum til að fyrirbyggja stríð, eins og samtökin Læknar án landamæra og Alþjóðasamtök lækna gegn kjarnorkuvá bera með sér. Stríð snert- ir lækna með sérstökum hætti af þeirri einföldu ástæðu að það varðar köllun þeirra sem læknar. Ed- mund Pellegrino, læknir og heimspekingur, segir að tilgangur læknisfræðinnar spretti upp úr því sem sé upprunalegra en hún sjálf, það er reynsla mann- eskjunnar af veikindum. Þörf hins veika fyrir líkn, lækningu, hjálp og heilun sé það sem geri læknis- fræðina að því sem hún er. Hann bendir jafnframt á að einmitt þessi köllun eða tilgangur móti siðferði læknisfræðinnar.3 Umfjöllun Pellegrinos minnir okkur á að kjarni læknisfræðinnar er ekki einungis vísindaleg þekking á sjúkdómum. Kjarninn og til- gangurinn hverfist um að þjóna þeim holdi klæddu andlegu verum sem við nefnum manneskjur, í lífi og dauða. Stríð grefur undan öllu sem læknisfræðin stendur fyrir: það eyðir lífi, grefur undan heilsu og líðan, og vegur að sjálfri mennskunni. Stríð magn- ar mannlega berskjöldun og afhjúpar um leið betur en allt annað tilgang og köllun læknisfræðinnar: að bregðast við þörf þeirra sem eru veikir, þeirra sem þurfa líkn, lækningu, hjálp og heilun. Í því ástandi sem nú ríkir í Úkraínu er mikilvægt að hið afmennskandi vald sem Weil lýs- ir nái ekki yfirhöndinni. Áhrifaríkasta leiðin til að hindra að svo verði er að leggjast á árar í þágu mennsku og friðar. Í Úkraínu búa 43 milljónir; fólk af öllum kynjum, veikt fólk, hraust fólk, fatlað fólk, aldrað fólk og börn. Þegar þetta er skrifað er talið að það séu að minnsta kosti þrjár milljónir Úkraínumanna á flótta, að mestum hluta konur og börn. Ljóst er að töluverður hópur flóttafólks kemur til Íslands. Áríðandi er að taka vel á móti þeim hópi sem og öllum þeim sem hingað leita á flótta undan stríði. Nú reynir á að læknar þekki köllun sína, og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að græða sár þeirra sem sviptir hafa verið heimili og heilsu. Læknisfræðin á rætur í mannúð, þar er kjarni hennar og þangað sækir hún styrk sinn. doi 10.17992/lbl.2022.04.683 Áríðandi er að taka vel á móti þeim hópi sem og öllum þeim sem hingað leita á flótta undan stríði. Nú reynir á að læknar þekki köllun sína, og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að græða sár þeirra sem sviptir hafa verið heimili og heilsu. Ástríður Stefánsdóttir læknir og dósent í hagnýtri siðfræði Háskóla Íslands, deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda astef@hi.is Heimildir 1. Weil S. The Iliad or Poem of Force. Í Simone Weil - an Anthology, ritstj. Miles S. Grove Press, New York 1986: 162-96. 2. Helfand I, Lewis P, Haines A. Reducing the risks of nuclear war to humanity. Lancet 2022; 399: 1097-8. 3. Pellegrino ED. The Goals and Ends of Medicine: How Are They to Be Defined? Í The Goals of Medicine: The Forgotten Issue in Health Care Reform. Ritstj. Hanson MJ, Callahan D. Georgetown University Press, Washington DC 1999: 55-68. 1. Samantekt á eiginleikum lyfs - Eliquis. Ábendingar: Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti (eingöngu ELIQUIS (APIXABAN) 2,5 mg). Forvörn gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE), og forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum (báðir styrkleikar). *Eliquis dregur marktækt úr hættu á heilaslagi/segareki í slagæð ásamt því að fækka meiriháttar blæðingum í samanburði við warfarín2 VIÐHELDUR JAFNVÆGI* VIÐ NOTKUN ELIQUIS1 SKÖMMTUN TVISVAR Á DAG 432DK1900464-01, PP-ELI-DNK-0247, PFI-21-02-05, febrúar 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.