Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 41
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 205 Sveinn Rúnar og María kusu að hitta Læknablaðið á kaffihúsi því erillinn heima er nú meiri en þar, með foreldra, mágkonu, vinkonu mágkonunnar og börnin þeirra á heimilinu – flóttamenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Mynd/gag V I Ð T A L og nágrenni, nálægt Zhytomyr-héraði. „Foreldrar mínir þrá ekkert heitar en að komast aftur heim,“ segir hún og að þau Svein dreymi um að sonurinn fái að kynn- ast rótum sínum, móðurmálinu og menn- ingunni. Þau hugsa til sumarhússins, griðastaðarins þar sem ávextir vaxa ómælt á trjánum. „Sólblómabreiðurnar eru endalausar í Úkraínu og jörðin frjósöm. Á örlitlum landskika við sumarhús pabba er hægt að gæða sér á ferskum melónum, jarðar- berjum, rifsberjum, bláberjum, eplum og perum, eins og maður getur í sig látið,“ segir María. Þau eru þreytt, harmi slegin og reið vegna stríðsins. „Umræða hefur gjarnan skapast um viðbragð Íslands gagnvart öðrum áföllum og komu flóttamanna. Fjöldinn nú verður meiri en nokkru sinni áður,“ segir hann. „Það vantar ekki samtakamátt einstak- linga og fyrirtækja en það er nauðsynlegt að hið opinbera og stjórnsýslan bretti upp ermar sem aldrei fyrr og láti verkin tala. Það skiptir máli að við getum litið stolt um öxl." Þjóðinni fjölgi með flóttafólkinu María segir að hún sé þegar stolt af hugar- farinu. „Þótt Ísland sé lítið og herlaust er ég stolt af því að vera hér og heyra fólk fordæma árásina á Úkraínu. Ég er stolt að sjá Ísland á lista yfir óvinalönd Rúss- lands.“ Sveinn segir að barátta og dugnaður úkraínsku þjóðarinnar hafi hreyft við heimsbyggðinni. „Það kemur því ekki á óvart að fyrsta spurning þeirra sem hing- að flýja sé ekki hvort að hér sé hægt að borða eða fá þak yfir höfuðið, heldur hvort hér megi vinna,“ segir hann og leggur mat á stöðuna. „Við höfum nú val um það hvort þessi hópur verði á framfærslu eða hvort hann verði öflugur þátttakandi í þeirri efna- hagslegu viðspyrnu sem þörf er á. Við verðum að virkja hópinn og um leið draga úr líkum þess að undan halli, ekki síst heilsufarslega séð.“ Góðgerðasamtök sem nefnast Flotta- fólk, ekki flóttafólk, verði því stofnuð. „Þetta er ekki fólk í leit að ölmusu. Þetta er fólk í leit að friði og tækifærum í skemmri tíma.“ María og Sveinn benda á að hér á landi séu í það minnsta 7 rússneskumælandi læknar. „Öll tilbúin að hjálpa. Viðbrögð heilbrigðiskerfisins þurfi að vera traust og samtaka. Rússneskumælandi læknar þurfi að fá hlutverk. Sálfræðingar og geðlæknar þurfi að koma að. „Við vitum að læknar vilja hjálpa og kerfið þarf að vinna á sama hraða og þeir,“ segir hann. „Við þurfum að vinna hraðar.“ Par gengur að borðinu á kaffihúsinu: „Ert þú ekki Sveinn Rúnar?“ Hann jánkar og hún segir þeim að þau séu með fjórar úkraínskar konur hjá sér, flóttamenn. Hann bendir þeim á Guðrúnartún frá mánudegi til fimmtudags. Þar fái þær að borða, geti hitt aðra landa sína, fengið áheyrn og samtal; stuðning. „Fólk verður að fá andrými til að gráta og koma börnum í var,“ segir hann við parið. Hann bendir á helpukraine.is og á mikilvægi þess að fólkið fái tækifæri til að dreifa huganum. Bendir á að mestmegnis sé um að ræða brotnar fjölskyldur. Synir, eiginmenn og bræður séu fastir í Úkraínu. „Takið fólk í faðminn og hlúið að því,“ segir hann. Um 250 sjálfboðaliðar standi nú að baki Guðrúnartúni sem hafi sprottið út frá hjálparbeiðni hans á Face- book fyrir tveimur vikum. Grunnsálgæsla sé á staðnum af hálfu rússneskumælandi sálfræðinga auk fræðslufunda um íslenskt samfélag. „Þar eru framreiddar 150 máltíðir á dag í samvinnu við íslensk fyrirtæki. Fólkið getur þar fengið kort í líkamsrækt, sund, strætó, ný föt á börnin og neyðarleikskóli opnar tímabundið í húsi Fíladelfíu í sam- starfi við þjóðkirkjuna,“ segir hann. María vill nú komast heim úr hávaða kaffihússins og í faðm fjölskyldunnar. „Já, sjá son minn. Knúsa mömmu og pabba. Hvílast.“ Dagarnir langir. Framhaldið óvíst. En er ekki erfitt að hjálpa öðrum þegar þau eru sjálf í sárum? „Jú,“ segir Sveinn Rúnar. „En allt þetta fólk er í sárum. Við erum í sárum. Staðan í heiminum er þannig að ef ég myndi ekki sinna þessu þegar ég á lausa stund er ég ólíklegri til þess að geta klárað daginn. Ég yrði óvinnufær. Það er nauðsynlegt að dreifa huganum og vera að frá morgni til miðnættis,“ segir hann. „Ekki má gleyma því að sú sem stend- ur erfiðustu vaktina í Guðrúnartúni er sjálf flóttamaður, að hjálpa flóttamönnum, ekki orðin tvítug og hefur ekki heyrt frá pabba sínum frá 1. mars. Hún kýs að vera að frá morgni til miðnættis, til að dreifa huganum sömuleiðis og draga úr líkum þess að brotna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.