Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 30
194 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 sem mismunandi aðferðum er beitt, ólíkar skilgreiningar (til dæm- is á svefnlengd) notaðar og þátttakendur valdir á mismunandi hátt. Því ber að fara varlega í að draga ályktanir um áhættu og hafa í huga að ekki er hægt að fullyrða um orsakasamband þar á milli.80,81 Rannsóknir á svefnlengd og svefntímum Íslendinga Svefnlengd og svefnvenjur Íslendinga hafa talsvert verið rannsak- aðar á undanförnum 40 árum (tafla I). Við þær rannsóknir voru huglægar aðferðir eingöngu notaðar fram til ársins 2015, þegar farið var að nota virknimæla. Þversniðsrannsóknir eru langal- gengastar, en ein framskyggn langtímarannsókn spannar yfir 10 ár (1985-95).40 Börn og ungt fólk Árið 1985 var gerð rannsókn á svefnháttum íslenskra barna og ungmenna.82 Þátttakendur voru á aldrinum 1-20 ára, valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Forráðamenn 600 barna 1-12 ára og 350 ungmenni 12-20 ára fengu senda spurningalista um svefnvenjur og svefnvanda og beðnir að halda svefnskrá í eina viku og svara spurningalista. Lengd nætursvefns og daglúra var skráð daglega sem strik milli þess tíma sem viðkomandi sofnaði þar til hann vaknaði og lengd línu mæld rafrænt. Svarhlutfall var 72,4%. Línu- legt samband var milli svefnlengdar og aldurs. Meðalsvefnlengd eins árs barns reyndist um 12 klukkustundir, en svefnlengd stytt- ist um tæpt korter fyrir hvert aldursár. Ekki var munur á heildar- svefntíma drengja og stúlkna. Sofnunartími var háður aldri, en vöknunartími var nánast óháður aldri. Bæði börn og unglingar fóru seinna að sofa um helgar. Hjá börnum undir 10 ára aldri var þessi munur þó innan við hálf klukkustund, en eftir það jókst munurinn smám saman í um það bil 1,5 klukkustundir hjá 15 ára og eldri. Samanburður við erlendar rannsóknir sýndi að íslensku börnin fóru seinna að sofa og heildarsvefnlengd var aðeins styttri miðað við börn í Svíþjóð og Sviss, en jafnframt bent á að aðferða- fræði þeirra rannsókna hefði verið frábrugðin og úrtakið valið öðruvísi.82 Framskyggn langtímarannsókn á svefni barna- og unglinga á aldrinum 1-20 ára var gerð milli 1985 og 1995.40 Þátttakendum úr ofangreindri rannsókn árið 1985 var fylgt eftir árin 1990 og 1995. Auk þess var bætt við nýjum hópi 550 barna (1-10 ára) til þátt- töku 1995, og hann valinn á sama hátt, það er með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Sami háttur var hafður við framkvæmd eins og við upphafsrannsókn (sjá að ofan). Allar rannsóknirnar voru gerðar á fyrri hluta ársins. Svörun var ágæt öll árin: 72,4% (1985), 77,3% (1990) og 74,3% (1995). Rannsóknin staðfesti að svefnlengd fyrstu tvo áratugi ævinnar réðst fyrst og fremst af aldri, enginn munur var á kynjum, en búseta og tímasetning, það er vikudagar, árstíð og ártal könnunar, höfðu áhrif. Stytting svefnsins var að meðaltali 15 mínútur á ári fram að tvítugu, en eftir það óveruleg. Háttatíma barna seinkaði með hverju aldursári, en tíminn þegar farið var á fætur var svipaður og hjá þeim sem eldri voru. Frá og með 9 ára aldri kom fram munur á svefnlengd á virkum dögum miðað við helgar, svefninn lengdist marktækt um helgar, mest hjá 13 ára börnum (64±69mín). Á þessu 10 ára rannsóknatímabili urðu engar breytingar á svefnlengd með- al einstaklinga eldri en 16 ára. Hins vegar styttist svefn barna- og unglinga upp að 15 ára aldri um korter á virkum dögum og um 20 mínútur um helgar hjá börnum yngri en 11 ára. Þessi breyting skýrðist aðallega af því að börnin fóru fyrr á fætur, sem talið var helgast af breytingum á skóla- og skjátíma. Ennfremur kom fram að einstaklingar sem sváfu stutt árið 1985 héldu áfram að sofa stutt 1995. Forskólabörn í dreifbýli sváfu lengur en í þéttbýli og 16-19 ára unglingar á landsbyggðinni sváfu lengur á virkum dögum, en skemur um helgar samanborið við sama aldurshóp í þéttbýli. Einnig sást árstíðamunur á svefnlengd um helgar, yngstu börnin sváfu styttra á vorin, sem skýrðist af því að þau vöknuðu mark- tækt fyrr. Við samanburð á niðurstöðum úr fjölþjóðlegri rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sem gerð var á svipuðum tíma, kom fram að íslenskir unglingar fóru mun seinna að sofa en evrópskir jafnaldrar sem sváfu hvað styst og saman- burður við aðrar rannsóknir víða að úr heiminum var samhljóða.21 Langflestar greinar sem birst hafa um svefnlengd íslenskra unglinga á seinni árum byggjast á einni þversniðsrannsókn á 15- 16 ára unglingum.83-90 Gögnum var safnað á tímabilinu apríl-júní 2015. Þátttakendur voru nemendur 10. bekkjar við 6 grunnskóla í Reykjavík, langflestir fæddir árið 1999. Alls var 411 nemendum boðin þátttaka og 315 (76%) þáðu boðið. Í rannsókninni var svefninn mældur hlutlægt með virknimæli á úlnlið en jafnframt skráðu þátttakendur hvenær þeir fóru í háttinn og hvenær þeir fóru á fætur til að staðfesta þann tíma sem einstak- lingurinn hvíldist.83 Unglingar fóru að meðaltali í háttinn tæplega hálf eitt eftir miðnætti á virkum dögum og rúmum klukkutíma seinna um helgar (tafla I ). Dregin var sú ályktun að einungis rúm- lega 10% unglinga næðu að sofa þann tíma (8-10 klukkustundir) sem mælt er með í bandarískum ráðleggingum um svefnlengd.23 Hluta þeirra 15 ára unglinga (n=145) sem tók þátt í ofanskráðri rannsókn var fylgt eftir tveimur árum síðar.84,85 Í heildina styttist svefnlengd á virkum dögum marktækt um 12 mínútur á þessum tveimur árum (úr 6,6±0,7 klukkustundum/nóttu í 6,2±0,7 klukku- stundum/nóttu (hlutlægt mat)). Athyglisvert var að þessi stytting mældist þó einungis meðal þeirra sem voru í skóla með bekkjar- kerfi (26 mínútum/nóttu), en ekki meðal þeirra sem voru í áfanga- skólum. Um helgar sváfu þeir sem voru í skóla með bekkjarkerfi lengur en þeir sem voru í áfangaskóla.85 Samband svefnlengdar, heilsu og lífsstíls var kannað í þess- um hópi. Þeir sem náðu viðmiðum um daglega hreyfingu sváfu ekki lengur en þeir sem ekki náðu þeim viðmiðum.86 Það sama átti við ef horft var til þess hversu oft í viku þeir tóku þátt í skipu- lögðu íþróttastarfi.87 Ekki sáust skýr tengsl milli svefnlengdar og vitrænnar getu.88 Svefnlengd styttist að meðaltali um 2,1 mínútur fyrir hvern klukkutíma af skjánotkun, sem byggðist á seinni sofn- unartíma.89 Athyglisvert var að óregla á svefntímum og svefn- lengd tengdust lengri skjánotkun, minni hreyfingu, hærra insúl- ín-magni í blóði, hærri líkamsþyngdarstuðli og líkamsfitu.89,90 Í nýlegri rannsókn voru svefngæði og svefnlengd 13-16 ára reykvískra unglinga og jafnaldra þeirra í Sevilla á Spáni og Tartu í Eistlandi metin.91 Þátttakendur voru valdir með þægindaúrtaki (samtals 1717, þar af 387 íslenskir) og þekktur spurningalisti um svefngæði (Pittsburg Sleep Quality Index) notaður til mælinga, þar sem mið er tekið af undangengnum mánuði. Meðalsvefnlengd stráka á Íslandi var lengri (7,5±1,1 klukkustundir) en stúlkna (7,3±0,9 klukkustundir). Ekki reyndist marktækur munur á svefn- lengd unglinga meðal þessara þjóða, en svefngæði reyndust vera best meðal íslensku unglinganna. Í þessari rannsókn kom fram að tæp 70% unglinganna náðu ekki fyrrnefndum ráðlögðum svefn- tíma (8-10 klukkustundir).23 Y F I R L I T S G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.