Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 53
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 217 Ö L D U N G A D E I L D I N endana og setti þetta í pott og sauð með nokkrum tómu meðalaglösum. Þetta varð að duga, og með það fór ég í vitjunina. Einkenni miltisbrands og sýnataka Þannig atvikaðist það að fyrstu sjúk- lingarnir mínir voru með miltisbrand. Þeir höfðu verið berhentir að róta í inn- yflum kúnna. Einkenni mannanna voru mjög svipuð. Þeir höfðu veikst daginn áður með höfuðverk og háan hita, voru báðir með sogæðabólgur á framhand- leggjum og bólgna eitla í holhöndum og nokkur þurr sár á fingrum með svörtum brúnum og minni bjúg en ég hafði búist við. Það reyndist því erfitt að ná ein- hverjum vökva úr sárunum í ræktun, og ég var með óþjála þvottakonuhanska á höndunum. Sýklarnir höfðu ekki komið í snertingu við sýklalyf og áttu því að vera vel næmir. Ég gaf því mönnunum stóra skammta af penisillíni. Hvað átti ég nú að gera við sýnin? Mér var ekið aftur á stofuna og ég pakkaði þeim vandlega inn og merkti sýkladeild Landspítala. Umbúðirnar, sem ég fann í lyfjabúrinu, voru of litlar til að koma öllum sýnunum fyrir þannig að ég varð að pakka einu sýni sérstaklega. Síðan gekk ég niður í Kaupfélagið og hitti þar mann, sem sá um sendingar til Reykja- víkur. Hann sagði mér að bílstjóri austan úr sveitum kæmi seinna um daginn og myndi taka pakkana og fara með þá á bifreiðastöð í Reykjavík. Þaðan yrði farið með þá á pósthúsið. Ég var nú nokkuð ánægður með mig og svaf rótt næstu nótt. Skýrsla til landlæknis Ég hafði auðvitað opna stofu á virkum dögum nema daginn sem ég kom. Starf mitt á stofunni snerist mest um endur- nýjun lyfseðla. Dagurinn leið tíðindalaus að kvöldi, að því undanskildu að land- læknir hringdi í mig, og ég gaf honum skýrslu um hvað ég hafði afrekað daginn áður. Hann taldi að ekki þyrfti að gera meira í bili, en sagði að það væri búið að fá vörubíl sem væri að bera þykkt lag af ofaníburði ofan á veginn og kringum úti- húsin á bænum þar sem miltisbrandurinn kom upp. Fréttin um miltisbrandinn var nú komin bæði í útvarpið og blöðin. Ekki hafði þó náðst í héraðslækninn til að afla frétta af veikindum mannanna. Á fimmtudag hringdi ég í Arinbjörn Kolbeinsson á sýkladeildinni. Hann sagði mér að ekkert hefði ræktast úr þremur sýnum, en hann hafði ekki séð fjórða sýnið. Líklega myndi nú ekkert ræktast úr þessum sýnum þar sem áhöld til sýna- tökunnar voru ófullnægjandi. Rétt eftir klukkan fjögur um daginn var ég búinn að afgreiða alla sjúklinga af biðstofunni og var farinn að horfa nokkuð björtum augum á framhald veru minnar í Hvera- gerði. Landlæknir hringir Um fimmleytið hringdi síminn. Það var landlæknir. Hann var forvitinn að frétta af sýnunum. Ég sagði að þrjú sýnin væru alveg neikvæð, en Arinbjörn hefði ekki séð eitt sýnið. Landlækni, þessum yfirveg- aða manni, var greinilega brugðið. „Hvað segið þér, hefur eitt sýnið ekki komið fram? Þér verið þegar í stað að tala við sýslumanninn á Selfossi, og láta rannsaka hvað hefur orðið af sýninu.“ Það hafði ekki flogið að mér að eitt sýnið kynni að vera týnt, en auðvitað væri það alvarlegt mál ef pakki með miltisbrandssýklum væri einhvers staðar í reiðileysi. Mér var virkilega illa brugðið og ég sá fyrir mér þröngan klefa í kjallara Lögreglustöðvar- innar á Selfossi, þar sem ég ætti eftir að rotna næstu árin. Ég reyndi samt að vinna tíma og spurði hvort ég mætti ekki kanna þetta sjálfur. Landlæknir var staðfastur, en sagði þó að ef þetta væri ekki komið á hreint klukkan sex yrði ég að tala við sýslumanninn. Framhald í næsta blaði. Tvær tölvugerðar myndir frá Shutterstock sem sýna A: dæmigert sár af völdum miltisbrands og B: byggingu bakteríunnar sem getur geymst von úr viti. Hún hefur komið við sögu í stríðsrekstri heimsins, njósnum af ískyggilegasta toga og þróun bráðdrepandi hergagna. – Í kvikmynd Jane Campion The Power of the Dog (2021), sem fékk Óskarsverðlaunin fyrir bestu leikstjórn, leikur bakterían lykil­ hlutverk. Þeim sem vilja fræðast um miltisbrand og sögu hans á Íslandi er bent á grein Haraldar Briem á vísindavef há­ skólans: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=958 A B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.