Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 32
196 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Y F I R L I T S G R E I N Ungir og miðaldra Íslendingar Svefnlengd ungra og miðaldra Íslendinga hefur í fjölmörgum rannsóknum verið mæld með huglægu mati (spurningalistum og/ eða svefnskrám) allt frá árinu 1982. Þátttakendur eru í flestum til- vikum valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá, eftir aldri og tilgangi rannsóknar. Niðurstöður og aðferðafræði einstakra rannsókna má sjá í töflu I. Erfitt er að meta hvort breyting hefur orðið á svefnlengd Ís- lendinga undanfarna áratugi þar sem úrtak, aðferðir og aldur þátttakenda í rannsóknum eru ekki eins. Eina rannsóknin sem skoðaði sama hóp með sömu aðferðum sýndi að á 10 ára tímabili (1985-1995) varð ekki marktæk breyting á svefnlengd Íslendinga á aldrinum 16-29 ára.40 Í rannsókn frá árinu 1995 reyndist ekki marktækur munur á svefnlengd rúmlega 1500 manns á aldrinum 20-45 ára í Reykjavík, Gautaborg og Uppsölum í Svíþjóð (tafla I). Hins vegar reyndust svefntímar þjóðanna ólíkir og sofnuðu Íslendingar og vöknuðu til dæmis heilli klukkustund seinna en Svíar.38 Í rannsókn sem gerð var á árunum 2010-12 meðal rúmlega 5000 miðaldra íbúa, 54,2±0,1 ár, í 10 Evrópulöndum og í Ástralíu (23 rannsóknasetur), þar á meðal í Reykjavík, reyndist meðalsvefnlengd vera 6,9±1,0 klukku- stundir.92 Reykvíkingar sváfu lengst allra, að meðaltali 7,1 klukku- stund og hlutfall þeirra sem sváfu stutt (<6 klukkustundir) hér á landi var einnig með því lægsta sem mældist. Rannsókn var gerð til að meta tengsl svefnlengdar milli tveggja kynslóða93 þar sem 6000 foreldrar og jafn margir synir og dætur þeirra á aldrinum 18-50 ára frá Íslandi, Noregi, Sví- þjóð, Danmörku og Eistlandi svöruðu sama spurningalistanum. Meðalsvefnlengd bæði foreldra og barna þeirra á voru 7,0±0,1 klukkustund, (tafla I). Marktæk tengsl reyndust milli kynslóða hvað varðar svefnlengd, að teknu tilliti til lífsstíls og umhverfis- þátta, einkum þess að sofa stutt (≤6 klukkustundir), en ekki þess að sofa lengi (≥9 klukkustundir). Þetta var talið benda til arfgeng- is svefnlengdar. Eldri borgarar Í tveimur íslenskum rannsóknum hefur svefn eldri borgara ver- ið skoðaður. Sú fyrri var gerð 1993, meðal 800 manns á aldrinum 65-84 ára.94 Þátttakendur svöruðu spurningalista og héldu svefn- skrá. Meðalsvefnlengd reyndist vera 7,25±1,23 klukkustundir. Sofnunartími var að meðaltali á virkum dögum 00:13±58 mínútur og vöknunartími 07:53±69 mínútur og seinkaði aðeins um helgar. Svefnlengd og svefntímar tengdust hvorki aldri eða kyni. Helm- ingur karla og þriðjungur kvenna lagði sig að deginum að með- altali í 28 mínútur. Þeir sem lögðu sig að deginum sváfu lengur á næturnar (7,35 klukkustundir), en þeir sem ekki lögðu sig. Alls tóku 16,7% kvenna og 12,2% karla svefnlyf. Notkun svefnlyfja hafði ekki áhrif á svefnlengd eða svefntíma í þessari rannsókn. Seinni rannsóknin tók til þátttakenda á aldrinum 79 ára ±4,9 ár í AGES II-rannsókn Hjartaverndar 2007-2011.95 Niðurstöður úr svefnskrá sýndu að meðalsvefnlengd var 7,92±1,2 klukkustundir. Karlar sváfu skemur á næturnar og fóru fyrr á fætur en konur. Yfir þriðjungur (38%) þátttakenda notaði svefnlyf og þeir reynd- ust sofna fyrr og sofa lengur samanborið við þá sem ekki tóku svefnlyf. Umræða Alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að svefn barna- og unglinga hafi styst frá byrjun 20. aldar. Ekki er þó ljóst hvort sú stytting hafi marktæk áhrif á heilsu og líðan almennt.47 Þegar litið er til rann- sókna á svefnlengd og svefntímum Íslendinga sem spanna yfir 40 ár er ljóst að heildarmyndin tekur mjög mið af því hvaða aldurs- hópur er til skoðunar. Svefn barna á Íslandi var rannsakaður tals- vert á árunum 1985-95 og sýnt var fram á að svefn barna að 16 ára aldri styttist að meðaltali um 15-20 mínútur á þessum 10 árum, eða um 1,5 mínútur á ári.40 Þetta er mun meiri stytting en fram kom í safngreiningu á rannsóknum á svefnlengd barna víða í heim- inum sem reyndist vera 0,75 mínútur ári.47 Þjóðfélagsbreytingar hér á landi voru taldar sennileg skýring á styttingu svefns barna, aukin atvinnuþátttaka kvenna, einsetinn skóli var tekinn upp, sem byrjaði snemma á morgnana, og vinsælir morgunbarnatím- ar í sjónvarpi um helgar. Samanburðarhæfar vísindarannsóknir á svefnlengd íslenskra barna að 16 ára aldri vantar frá 1995 og því ekki hægt að segja til um hvernig svefnlengd íslenskra barna hefur þróast frá þeim tíma. Svefnlengd fullorðinna er fremur að lengjast en styttast, sam- kvæmt niðurstöðum fjölda erlendra rannsókna.47-53 Munur á að- ferðafræði íslenskra þversniðsrannsókna og skortur á langtíma- rannsóknum seinni ár koma í veg fyrir það að unnt sé að fullyrða um það hvort breytingar hafa orðið á svefnlengd Íslendinga síð- ustu áratugi. Rannsóknir þar sem svefnlengd Íslendinga er borin saman við sambærilega hópa í öðrum löndum sýna að svefnlengd hér á landi er ekki frábrugðin því sem gerist annars staðar. Íslensk- ir unglingar sofa jafn lengi og gæði svefns þeirra eru jafnvel meiri en jafnaldra þeirra á Spáni og í Eistlandi.91 Samanburðarrannsókn frá byrjun 9. áratugarins sýndi að svefnlengd Íslendinga á aldrin- um 20-45 ára var jafnlöng og sambærilegs hóps í tveimur borgum í Svíþjóð38 og af 10 Evrópuþjóðum og í Ástralíu sofa Íslendingar á miðjum aldri lengst allra.92 Einnig kom í ljós að of stuttur svefn er fátíðari hér á landi en í flestum löndum í Evrópu og í Ástralíu.92 Athyglisverðar eru staðhæfingar bæði erlendis og hér á landi um að mikill fjöldi, einkum börn og unglingar, sofi alltof stutt. Þessar ályktanir eru langoftast fengnar með því að bera saman mælda svefnlengd við ráðleggingar Bandarísku svefnfélaganna.23,24 Stór rannsókn í Evrópu og Bandaríkjunum26 sýndi að svefnlengd almenns þýðis fellur illa saman við ráðleggingar Bandarísku svefnfélaganna. Þetta vekur óhjákvæmilega upp spurningar um það hversu raunhæft slíkt viðmið sé. Höfundar ráðlegginganna benda sjálfir á að líta beri á þær sem mjög gróft viðmið og var- ast skyldi að yfirfæra þær á alla á sama aldri eða vísa í of breiða aldurshópa. Eins og áður hefur komið fram eru þær lagðar fram á grunni niðurstaðna úr huglægum mælingum, þar sem svefnlengd mælist jafnan lengri en ef hlutlægum aðferðum er beitt og eiga því ekki við þar sem hlutlægum aðferðum er beitt.16,17 Varlega skyldi því fara í alhæfingar um að svefnþörf einstakra aldurshópa sé ekki uppfyllt og halda því fram að þeir sofi of stutt. Í ofangreindum rannsóknum kemur greinilega fram að svefn- tímar Íslendinga eru jafnan seinkaðir. Íslendingar sofna og vakna seinna en þær þjóðir sem borið er saman við í þessu tilliti.21,38-40 Þessi munur á svefntíma er sérstaklega áberandi hjá eldra fólki (>65 ára) sem þarf ekki að vakna til vinnu að morgni og ræður svefntíma sínum sjálft.94 Ein skýring gæti verið sú að dægur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.