Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 44
208 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Verðum að halda í gleðina í starfi „Mér finnst sem margir ungir nýútskrifaðir læknar lendi á vegg um leið og þeir klára læknanámið. Það vantar spennuna og gleðina, að þetta unga fólk sé spennt að hefja leik eftir langt nám,“ segir Victor Guðmundsson nýútskrifaður læknir sem hefur markvisst valið að halda í áhugamálin og frá álaginu eftir að námi lauk. „Kandídatsárið er keyrsla í heilt ár. Algjör keyrsla. Mönnunarvandi er á nánast hverri einustu deild. Álag, bugun og heilt yfir – ég fór á margar deildir – eru unglæknar mjög þreyttir strax. Nýútskrifuð og buguð. Það á ekki að vera þannig.“ Sjálfur hefur hann minnkað starfshlutfall sitt til að geta sinnt tónlistinni. „En langflestir hafa engan tíma í að sinna öðru.“ Ungir læknar þurfi stöðugt að taka aukavaktir. „Maður veltir fyrir sér hvert þetta leiðir,“ segir hann og er hugsi yfir stöðunni. „Ég þekki fólk bæði á skurðsviði og lyf- og öðrum sérnámum sem hefur hætt eftir eitt eða tvö ár í sérnámi því það getur ekki meir. Það er sorgleg þróun að við getum ekki sinnt unglæknunum okkar, sem fóru spenntir í námið en upplifa þreytu og kulnun vegna álags. Einn læknir sé oft að sinna tveggja, þriggja manna starfi.“ Starfið eigi að vera skemmtilegt. „Læknum á að líða vel í vinnunni. Við eigum að geta verið fyrirmyndir fyrir sjúklingana okkar,“ segir hann og er hugsi yfir stöðunni í íslenska heilbrigðiskerfinu um leið og hann er vongóður um að tæknin leysi hluta vandans. „Henni fleygir hratt fram og við verðum að nýta hana til þess að hjálpa okkur að gera kerfið markvissara og skilvirkara.“ svo tekur allt ferlið við. Fæst fólk áttar sig á vinnunni á bak við þriggja mínútna lag,“ segir Victor og nefnir að 100 til 200 klukkutímar sé ekki óalgengt. Skírði soninn í höfuð afa „Núna er ég kominn í nokkuð gott jafn- vægi með vinnuna og tónlistina og stefni í ár á að gefa út eitt lag á mánuði að meðal- tali.“ Ha! „Já, það hefur alltaf verið mark- mið mitt að vera duglegur,“ segir Victor sem vinnur með landsliðinu. „Ég var að klára lag með Daníel Ágústi, er að vinna lag með Svölu Björgvins og áfram með Rúrik Gíslasyni. Er einnig í viðræðum við fleiri hér á Íslandi og er með lög í bígerð með tónlistarfólki frá Kína og fleiri löndum. Svo er ég í viðræðum við nokkra í Los Angeles. Ég er með margt í gangi enda tekur allt sinn tíma og gott að hafa marga bolta á lofti í einu,“ segir hann. „Ég vil halda tempói og er núna að byrja á apríl og maí-laginu,“ segir Victor þennan kalda marsdag, hlýtt á læknastofunni, og laumar að að hann hafi nú einnig bætt enn einum ásnum við jafnvægispólinn. Hann og kærasta hans, Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir, sem er í sérnámi í bráðalækningum, eiga þriggja mánaða dreng, Frosta Victorsson – í höfuðið á afa. „Dagbjört lærði í Ungverjalandi. Við kynntumst í sameiginlegri skíðaferð íslenskra læknanema þegar við vor- um á þriðja ári. Það voru ekki nema 5 tímar á milli svo við keyrðum og vorum í fjarsambandi í fjögur ár. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.“ En breyta barneignir ekki jafnvæginu? „Nei, ég finn að ég er meira mótíverað- ur. Ég vil vera góð fyrirmynd fyrir hann, verða betri tónlistarmaður, betri læknir. Vera til staðar fyrir hann. Svo er Dagbjört súpermamma á bráðavaktinni.“ Lykillinn sé að setja sér markmið og stefna að þeim. „Markmiðið nú er að halda jafnvægi.“ Victor fékk flygilinn eftir afa sinn Frosta og situr hér með frumburðinn sinn Frosta Victorsson. Flygillinn kom frá Þýskalandi þar sem hann fór í gegnum fyrri og seinni heimsstyrjöldina. V I Ð T A L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.