Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 42
206 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L „Þetta eru tveir ólíkir heimar en ég er ennþá sami maðurinn,“ segir Doctor Victor. Hann er læknir á daginn og tónlistarmaður þess á milli – með Sony-samning. Victor skilur ekki alveg á milli heimanna, því sjúklingarnir þekkja listamanninn þegar hann mætir þeim í sloppnum. „Já, það gerist reglulega,“ staðfestir hann og hlær ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Markmiðið er að halda jafnvægi á milli tónlistarinnar og lækninga „Ég reyni að halda fagmennskunni í vinnu en finnst mjög gaman að tala um tónlistina þegar fólk nefnir hana,“ segir Victor Guðmundsson læknir sem vinnur þessa dagana með landsliði tónlistar- manna. „Mér finnst líka gott þegar fólk að skemmta sér kemur til mín og þakkar fyrir að hafa lækni á svæðinu um leið og ég spila fyrir það.“ Victor vakti athygli á dögunum því hann samdi með þremur öðrum þemalag Ólympíuleikanna í ár. Hann á þriðju mín- útuna, danshlutann, sem spilaður hefur verið 900 milljón sinnum á kínverskum samfélagsmiðlum. Læknablaðið hittir hann á nýjum vinnustað hans hjá Heilsuvernd. „Mér finnst mjög gaman að vinna hér á Heilsuvernd og geta gert bæði,“ segir Vict- or, „læknað og unnið að tónlist.“ Hann fýkur í hús á sama tíma og blaðamaður á vindasömum marsmiðvikudegi, frídegi, en hann finnur fljótt lausa læknastofu. Glæsilegt útsýnið yfir Elliðaárdalinn gríp- ur athyglina. „Starfsemin hér er svo margþætt. Ég vinn á heilsugæslunni en við erum líka til að mynda með heilsufarsskoðanir með hjartaálagsprófum, trúnaðarlækna- þjónustu, öldrunarvernd og í spennandi þróunarverkefnum og starfið því fjöl- breytt.“ Er í 80% starfi hjá Heilsuvernd. Nýtir miðvikudagana til að semja og sinna samningum við Sony í Danmörku. Samningi sem hann landaði fyrir rétt rúmu ári. „Aðdragandinn var rosalegur,“ segir Victor sem segir draumana hafa stækk- að þegar hann hóf að gera eigin tónlist. „Þetta var eins og að reyna að halda hesti rólegum. Ég átti ár eftir af náminu og tónlistin stækkaði og stækkaði. Ég reyndi hvað ég gat til að halda jafnvægi,“ segir Victor sem á ekki langt að sækja læknis- áhugann. Móðurafi hans, Frosti Sigurjóns- son skurðlæknir, er fyrirmyndin. Frosti afi fyrirmynd „Ég man svo vel eftir afa mínum. Hann var húmoristi, stór karakter og mikil fyrirmynd fyrir mig. Hann fór í sérnám í skurðlækningum í Kiel. Þar fæddist mamma mín. Síðan fluttist hann til Braunschweig og var yfirlæknir þar. Hann var virtur skurðlæknir,“ segir Victor. „Ég ætlaði að feta í fótspor afa. Síðan þegar leið á námið fór ég að hafa áhuga á því hvernig mannslíkaminn virkar og hvernig hægt er að koma í veg fyrir að eitthvað klikki í stað þess að laga það sem aflaga fer,“ segir Victor. „Ég tala fyrir fyrirbyggjandi læknis- fræði. Hún snýst um fjóra þætti: Svefn, hreyfingu, næringu og andlegt jafnvægi. Hægt er að sjá fyrir sér stól með fjóra fætur og ef einn brotnar undan fellur stóllinn.“ Nýta þurfi tæknina betur til að fylgjast með heilsufarinu og því hafi hann síðustu misseri einnig unnið með hlauparanum Arnari Péturssyni og hug- búnaðarfyrirtækinu Driftline. „Þeir eru fyrstir í heiminum til að mæla með einföldum og nákvæmum hætti þol með því að nota hjartsláttargögn úr snjallúrum. Þannig fæst fyrsta vís- indalega mælieiningin á þoli á skalanum 0-100%. Algjör snilld. Breytir leiknum,“ segir Victor sem er einnig að fara af stað með fyrirlestra á vegum Heilsuverndar um mikilvægi þess að halda jafnvægi í lífinu. Með söguna í stofunni sinni Bakgrunnur Victors er alþjóðlegur þótt hann sé Íslendingur. Fæddur í Þýskalandi eins og mamma hans. Foreldrar hans búa nú í Noregi þar sem hann bjó einnig um nokkurra mánaða skeið eftir Versló áður en hann stökk til Slóvakíu í læknanám. Mamma hans, Edda Freyja Frostadóttir fatahönnuður, og pabbi hans, Guðmundur Rafn Guðmundsson verkfræðingur. Systir hans, Eva Mey, ætlar líka að verða læknir og er á fjórða ári af 6 í Slóvaíku. „Ég byrjaði í tónlist þegar ég var ung-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.