Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 175 R A N N S Ó K N 1. Sundhedsstyrelsen.dk. Treatment of primary osteoporosis in general practice, 22.01.2021. 2. Samantekt á eiginleikum Prolia, www.serlyfjaskra.is. 3. Cummings SR et al, N Engl J Med (2009) 361:756-765. 4. Bone H G et al, Lancet Diabetes Endocrinol (2017) 5(7):513-523. Prolia (denosumab) dregur úr hættu á brotum í hryggjarlið, öðrum beinbrotum og mjaðmarbrotum3 Prolia er gefið með inndælingu undir húð á 6 mánaða fresti2 Meðferðin þolist enn vel eftir 10 ára meðhöndlun4 IS -D K -P R O -2 00 00 21 -0 2- O K T2 02 1 FYRIRBYGGJUM BROT ÍHUGAÐU PROLIA FYRIR SJÚKLINGA MEÐ BEINÞYNNINGU ÞEGAR TÖFLUMEÐFERÐ HEFUR EKKI SKILAÐ TILÆTLUÐUM ÁRANGRI*1 * Sökum frábendingar, lélegrar meðferðarheldni eða meðferðarbrests. Vistor/Amgen á Íslandi Hörgatúni 2 · 210 Garðabæ sími 535 7000 · atli@vistor.is Inngangur Fæðingar þungbura fela í sér aukna hættu á fylgikvillum eins og tepptum framgangi fæðingar og bráðakeisaraskurði.1-3 Einnig eykst áhættan á axlarklemmu í fæðingu og fæðingar áverkum nýbura.3,4 Skilgreina má þungbura sem barn sem vegur meira en fjögur og hálft kílógramm (kg) við fæðingu,5 en það er yfir 97. percentíli við 40 vikna meðgöngu miðað við nýleg alþjóðleg vaxtarrit.6 Þannig er hlutfall þungbura af öllum fæðingum að jafnaði kringum 2% í flestum löndum.7,8 Síðasta áratug hefur tíðni þungburafæðinga á Íslandi verið yfir 4% af öllum fæðingum árlega, en tíðnin var heldur lægri á hinum Norðurlöndunum, eða 2-4%.9 Meðganga sem verður lengri en 42 vikur eykur líkurnar á fæðingarþyngd sem er yfir fjórum og hálfu kg, óháð öðrum áhættuþáttum.10 Áður fyrr biðu konur þess að fæðing færi sjálfkrafa af stað þar til 42 vikna meðgöngu var náð. Frá árinu 2009 hefur framköllun fæðingar hins vegar verið ráðlögð milli 41. og 42. viku meðgöngu og þar með hefur framköllunum fjölgað á Íslandi jafnt sem erlendis.11-13 Það er vel þekkt að hættan á þungburafæðingu eykst einnig við sykursýki.14,15 Greiningum meðgöngusykursýki hefur fjölgað hér- lendis, sem að hluta má rekja til breytinga á greiningarskilmerkj- um árið 2012.16,17 Síðastliðinn áratug hefur íslenskum konum með meðgöngusykursýki verið boðin framköllun fæðingar áður en 41. viku meðgöngu er náð. Ætla má að aukin tíðni framkallana gæti almennt leitt til fækkunar þungbura og því er áhugavert að kanna það með hliðsjón af ofangreindum breytingum á verklagi.11,17 Hins vegar er óljóst hve mikil áhrif þess gætu hafa verið þar sem tíðni áhættuþátta eins og sykursýki og offitu hefur aukist á sama tíma.18- 20 Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni þungburafæðinga Jóhanna Gunnarsdóttir1,2 læknir Jónína Rún Ragnarsdóttir3 læknanemi Matthildur Sigurðardóttir2 læknir Kristjana Einarsdóttir1 faraldsfræðingur 1Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, 2kvennadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Jóhanna Gunnarsdóttir, johagunn@hi.is Á G R I P TILGANGUR Þekkt er að konur sem ganga fram yfir áætlaðan fæðingardag og konur með sykursýki eru líklegri til að fæða þungbura en aðrar konur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni þungburafæðinga á Íslandi með hliðsjón af fjölgun framkallana fæðinga. Tíðni þungburafæðinga var skoðuð eftir meðgöngulengd og hættan á þungburafæðingum við framköllun fæðinga borin saman við biðmeðferð. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Gögn Fæðingaskrár frá 92.424 fæðingum einbura á tímabilinu 1997 til 2018 voru nýtt í þessa ferilrannsókn. Barn með fæðingarþyngd yfir fjórum og hálfu kg var skilgreint sem þungburi. Meðaltíðni þungburafæðinga var reiknuð fyrir þrjú tímabil, 1997-2004, 2005-2011 og 2012-2018, lagskipt eftir meðgöngulengd. Hlutfallsleg áhættulækkun þungburafæðinga var reiknuð með tvíkosta aðhvarfsgreiningu og seinni tvö tímabilin borin saman við það fyrsta. Hættan á þungburafæðingu við framköllun fæðinga miðað við biðmeðferð var einnig metin. Hlutfallsleg áhættulækkun var reiknuð og leiðrétt fyrir sykursýki. NIÐURSTÖÐUR Fjöldi þungbura sem fæddust á rannsóknartímabilinu var 5110 og af þeim áttu einungis 313 mæður með sykursýki. Tíðni þungburafæðinga var 6,5% tímabilið 1997-2004 en 4,6% 2012-2018. Hlutfallsleg áhættulækkun þungburafæðinga yfir rannsóknartímann sást meðal fæðinga frá og með áætluðum fæðingardegi. Þegar framköllun fæðinga var borin saman við biðmeðferð mátti sjá áhættulækkun á þungburafæðingum, en áhrifin voru til staðar jafnvel þó leiðrétt væri fyrir sykursýki. ÁLYKTANIR Tíðni þungburafæðinga fór lækkandi síðastliðna tvo áratugi, en aðeins lítill hluti þungburanna átti mæður með sykursýki. Framköllun fæðinga minnkaði líkur á þungburafæðingum en slík verndandi áhrif virtust óháð sykursýkigreiningu. Lækkandi tíðni þungburafæðinga á Íslandi – skoðuð með hliðsjón af breyttu verklagi um framköllun fæðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.