Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2022, Side 16

Læknablaðið - 01.04.2022, Side 16
180 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Rannsóknin var lýðgrunduð og byggð á gögnum Fæðingaskrár sem inniheldur nákvæmar upplýsingar um fæðingarþyngd og meðgöngulengd. Það telst styrkur fyrir rannsóknina að meirihluti barna fæddist á höfuðborgarsvæðinu og sama verklag var því sennilega viðhaft við greiningu og meðferð sykursýki fyrir stór- an hluta þýðsins. Greiningarskilmerki fyrir meðgöngusykursýki voru hert 2012, en sú breyting var nýtt við greiningu gagna. Í ljós kom að lækkun á tíðni þungburafæðinga einskorðaðist ekki við tímabilið 2012-2018. Í þessari rannsókn var ekki mögulegt að leið- rétta fyrir líkamsþyngdarstuðli (Body Mass Index, BMI) en vitað er að aukning hefur orðið á tíðni offitu meðal þungaðra kvenna.8,19 Hlutfallsleg lækkun á tíðni þungburafæðinga yfir rannsóknar- tímabilið var því mögulega vanmetin í rannsókninni. Þýði rann- sóknarinnar var fremur lítið, sem takmarkar möguleikana á að kanna áhrif framkallana við mismunandi tegundir sykursýki mið- að við biðmeðferð. Í gögnum Fæðingaskrár er ekki með öruggum hætti hægt að aðskilja konur með meðgöngusykursýki sem fengu lyfjameðferð frá þeim sem nægði að fá mataræðisráðleggingar á meðgöngunni. Af þeim orsökum var áhættan á fæðingaráverkum við framköllun fæðinga miðað við biðmeðferð ekki metin í þessari rannsókn. Ályktun Dregið hefur úr þungburafæðingum á Íslandi en sú breyting einskorðaðist ekki við fæðingar þar sem sykursýki var til stað- ar, sem átti við mikinn minnihluta þungburafæðinga. Jafnframt voru verndandi áhrif framkallana kringum áætlaðan fæðingardag óháð sykursýki. Til þess að fækka þungburafæðingum enn frekar, þá benda niðurstöðurnar til þess að það mætti bjóða öllum konum framköll- un fæðinga við 41+0, sérstaklega í ljósi þess að það mun sennilega einnig fækka andvana fæðingum.28 Þörf er á fleiri rannsóknum til að meta hvort verndandi áhrif framkallana hvað varðar fylgikvilla eins og fæðingaráverka nýbura eru meiri meðal mæðra með sykur- sýki en mæðra án vandamálsins. E N G L I S H S U M M A R Y Jóhanna Gunnarsdóttir1,2 Jónína Rún Ragnarsdóttir3 Matthildur Sigurðardóttir2 Kristjana Einarsdóttir1 1Centre of Public Health Sciences, Faculty of Medicine, University of Iceland, Reykjavik, 2Department of Obstetrics and Gynecology, Landspitali National University Hospital of Iceland, Reykjavik, 3Faculty of Medicine, University of Iceland. Correspondence: Jóhanna Gunnarsdóttir, johagunn@hi.is Key words: Macrosomia, large for gestational age, labor induction, diabetes, post-term birth. Reducing rate of macrosomia in Iceland in relation to changes in the labor induction rate AIM: Diabetes and prolonged pregnancy are risk factors of macrosomia. The aim was to explore the relationship between the increased rate of labor induction and macrosomia in Iceland. Changes in the incidence proportion of macrosomia was estimated by gestational age. Further, the association between labor induction and macrosomia was estimated in reference to expectant management. MATERIAL AND METHODS: Data from the Iceland birth registry on 92,424 singleton births from 1997 to 2018 was used in this cohort study. Macrosomia was defined as birth weight more than 4.5 kg. The incidence proportion during three periods, 1997-2004, 2005-2011, 2012-2018, was calculated and stratified by gestational age. The relative risk reduction of macrosomia over time was calculated with log-binomial regression, using the first period as reference. The risk and relative risk of macrosomia compared with expectant management was estimated and adjusted for diabetes. RESULTS: The total number of macrosomic infants was 5110 and of those only 313 had a mother with diabetes. The incidence proportion of macrosomia was 6.5% during the period 1997-2004, but 4.6% during 2012-2018. A relative risk reduction of macrosomia over time was seen for deliveries after estimated due date. Labor induction decreased the risk of macrosomia, but the association persisted after adjustment for diabetes. CCONCLUSION: The rate of macrosomia decreased in Iceland during the last two decades, but only a small proportion of macrosomic infants had a mother with diabetes. Labor induction decreased the risk of macrosomia, an association which seemed independent of diabetes. doi 10.17992/lbl.2022.04.685 Greinin barst til blaðsins 14. desember 2021, samþykkt til birtingar 16. mars 2022.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.