Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 197 Y F I R L I T S G R E I N klukkan sé seinkuð, með þeim afleiðingum að kjörsvefntímanum seinkar miðað við staðarklukkuna. Þetta gæti hugsanlega tengst því að staðartími á Íslandi miðast við tímabeltið fyrir austan okk- ur, en samsvarar ekki landfræðilegri legu landsins. Breytilegt árstíðabundið birtumagn á norðurhveli jarðar á einnig sinn þátt í seinkuðum svefntíma. Þessi klukkuskekkja virðist þó almennt ekki koma niður á heildarsvefnlengd fullorðinna, en gæti skipt máli hjá börnum og unglingum. Tengslum svefnlengdar og heilsu er talsvert haldið á lofti. Eink- um hefur verið varað við því að sofa of stutt (<6 klukkustundir) og bent á að stuttur svefn tengist aukinni dánartíðni, hjarta- og æðasjúkdómum, offitu, slæmum efnaskiptum og minnkaðri vit- rænni getu og verri andlegri líðan. Ekki ósjaldan er látið að því liggja að stuttur svefn valdi ofannefndum sjúkdómum og sjúk- dómseinkennum og fólk því hvatt til að sofa lengi. Vissulega hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl heilsuleysis og að sofa stutt (<6 klukkustundir),57 en ekki síður því að sofa lengi (8-9 klukku- stundir).58 Mikilvægt er að hafa í huga að ekki hefur verið sýnt fram á að stuttur eða langur svefn orsaki heilsubrest.80,81 Svefn- venjur eru hluti af lífsstíl. Seinir og óreglulegir svefntímar, óreglu- legar matarvenjur, óhollt fæði og lítil hreyfing fylgjast iðulega að og eru hluti lífsstíls sem einkennir áhættuhegðun, hegðun sem oft tengist geðrænni og líkamlegri vanheilsu og stundum vímu- efnaneyslu. Slíkri áhættuhegðun þarf að bregðast við heildstætt, ekki síst meðal unglinga.75,76 Í ljósi þessa samspils er varasamt að einskorða umræðuna við einn þátt – svefn – án umfjöllunar um heildarmyndina. Verulegir fjárhagslegir hagsmunir og sölumennska lita um- ræðu um heilsu og þar er svefn engin undantekning. Einstaklingar og fyrirtæki nota sér áhuga fólks á svefni í auðgunarskyni, eins og áberandi auglýsingar í fjölmiðlum um tæki sem mæla svefn, svefnbætandi efni, bækur, dýnur og loforð um bættan svefn bera vitni um. Umræðan í fjölmiðlum beinist jafnvel að sárasjaldgæfum svefnsjúkdómum (til dæmis REM­behavior­disorder, fatal insomnia) sem vekja óhug. Yfirleitt liggja fáar vísindalegar rannsóknir að baki þessari sölumennsku þótt framsetning umfjöllunar gefi slíkt til kynna. Frískt og einkennalaust fólk hefur skiljanlega áhyggjur af því að svefn þeirra sé ekki eins og skyldi og stefni mögulega heilsu þeirra í hættu. Því til staðfestingar er algengt að vísað sé til mælinga úr vinsælum „svefnúrum“ í viðtali við lækni.96 Það er íhugunarefni hvort aukin sölumennska, alhæfingar um stutta svefnlengd og staðhæfingar um orsakasamband milli svefnlengd- ar og vanheilsu, valdi vanlíðan og kvíða og skapi jafnvel ótta með- al almennings um veikindi. Slíkt gæti mögulega leitt til aukinnar ásóknar í heilbrigðisþjónustu og til svefnlyfjanotkunar. Einnig er hún til þess fallin að draga athygli frá heildarmyndinni, lífsstíl þar sem fara saman óhollar matarvenjur, lítil hreyfing og óreglulegar svefnvenjur, sem hafa áhrif á heilsu, sem líkt og svefnleysi þarfn- ast atferlisbreytinga en ekki lyfja. Samantekt og ályktun Skilningur okkar á þýðingu þess sem lýtur að svefni grundvall- ast á langtíma vísindarannsóknum. Ekki eru til staðar vísindaleg rök fyrir því að svefnvenjur Íslendinga stefni heilsu þjóðarinnar í voða. Gott er að hafa í huga að lífslíkur Íslendinga (82,4 ár) og líkur á því að lifa heilbrigðu lífi eru með því hæsta sem gerist í heiminum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.97 Í löndunum í kringum okkur hefur svefnlengd fullorðinna ekki styst undanfarna áratugi. Eina langtímarannsóknin sem til er um svefnlengd og svefnvenj- ur Íslendinga sýndi að svefnlengd fullorðinna styttist ekki á ár- unum 1985-95, en líkt og erlendis styttist svefn íslenskra barna að 16 ára aldri á þessu tímabili. Ekki hefur þó verið sýnt fram á að þau sofi ekki nóg. Samanburðarrannsóknir sýna að svefnlengd Ís- lendinga, bæði fullorðinna og unglinga, er sambærileg og jafnvel lengri en víðast hvar í Evrópu. Svefntímar landans eru á hinn bóg- inn seinkaðir og skýringa á því má leita í misræmi milli dægur- klukku og staðarklukku og vegna norðlægrar hnattstöðu landsins. Mikilvægt er að umræða fagfólks um svefn sé ígrunduð og byggi á vísindalegum gögnum, en litist ekki af sjúkdómsvæðingu, órök- studdum staðhæfingum, sölumennsku og fjárhagslegum ávinningi. Greinin barst til blaðsins 21. nóvember 2021, samþykkt til birtingar 8. febrúar 2022. E N G L I S H S U M M A R Y Bryndís Benediktsdóttir1,2 Tinna Karen Árnadóttir3 Þórarinn Gíslason1,2 Jordan Cunningham1 Björg Þorleifsdóttir1 1Medical Faculty, University of Iceland, 2Department of Sleep, Landspitali University Hospital Reykjavík, Iceland, 3Primary Care of the Capital Area. Correspondence: Bryndís Benediktsdóttir, brynben@hi.is Key words: sleep duration, sleep time, circadian rhythm, sleep and health, sleep of Icelanders. Is Icelanders' sleep duration getting shorter? Review on sleep duration and sleeping habits Sleep health promotion is an ever-increasing subject of public discourse in Iceland. Prominent claims made include that the duration of sleep among Icelanders is shortening, and that changing sleeping habits constitute a significant public health risk. Like many aspects of healthcare, commercial interests and sales hype can skew perception. This review article will seek to shed light on the scientific background of these statements. International meta-analysis suggests there has been little change in sleep duration in adults over the past century. The duration of childrens sleep has shortened, but the consequences of this are not yet well established. Significant shortening of the sleep of adult Icelanders has not been demonstrated. No difference in sleep duration is found between Icelandic adults and adolescents and comparable groups in neighboring countries. The measurement methods that are used when comparing sleep studies are variable and can lead to different results. Associations have been established between sleep duration and adverse health outcomes, both physical and mental, but causality has not yet been established, and potential important mediators of the relationships are discussed. The circadian sleep phase of Icelanders is generally delayed relative to neighbors, likely related to Iceland‘s diurnal length variation at sub-Arctic latitudes and longitudinal discrepancies between natural light and local time. doi 10.17992/lbl.2022.04.687
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.