Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 15
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 231
R A N N S Ó K N
Umræður
Þessi rannsókn sýnir að algengi og nýgengi sykursýki hefur auk-
ist hröðum skrefum á Íslandi undanfarin ár. Helstu niðurstöður
eru að algengi sykursýki 2 hjá körlum var 2,3% árið 2005 en 4,1%
árið 2018 (18-99 ára) og samsvarandi hjá konum, 1,7% og 3,5%. Ný-
gengi sykursýki 2 hjá 18-79 ára (körlum og konum saman) jókst
um 2,8% á ári frá 2005 til 2018. Fólk með sykursýki á Íslandi var
10.600 manns árið 2018 og hafði fjölgað 2,5-falt frá árinu 2005 þegar
fjöldinn var um 4200 manns. Árið 2018 voru 5600 karlar og um
5000 konur (18-99 ára) með sykursýki 2 á Íslandi. Haldi fólki með
sykursýki áfram að fjölga með svipuðum hraða og var á árun-
um 2005 til 2018, verður fjöldi fólks með sykursýki kominn í tæp
24.000 manns árið 2040 (að teknu tilliti til ógreindra).
Athyglisvert er að konum með sykursýki virðist fjölga hraðar
en körlum með sykursýki og munur á algengi karla og kvenna
er minni árið 2018 en sést hefur áður í rannsóknum Hjartavernd-
ar.7,10 Hluti af skýringunni felst sennilega í því að þessi rann-
sókn oftelji sykursýki 2 hjá ungum konum, því sykursýkilyfið
metformín er bæði notað við meðgöngusykursýki og fjölblöðru-
eggjastokkaheilkenni og skýrir það væntanlega mest af notkun
metformíns hjá ungum konum. Í töflu I sést engu að síður mikil
aukning á algengi sykursýki 2 í öllum aldurshópum kvenna, sem
gefur til kynna að sykursýki 2 muni geta haft alvarleg áhrif á
lýðheilsu kvenna í framtíðinni. Æskilegt væri að sannreyna eða
hrekja þessar niðurstöður í nýrri Áhættuþáttakönnun.
Helstu takmarkanir þeirrar rannsóknaraðferðar sem beitt var
í rannsókninni snúa að því hvort hlutfall greindra með sykursýki
á móti hlutfalli meðhöndlaðra við sykursýki breytist á tímabilinu.
Líklegt er að aukin umfjöllun og vitund um sykursýkivandann,
bæði meðal lækna og almennings, hafi ýtt undir greiningu og
meðferð við sjúkdómnum á tímabili rannsóknarinnar. Þannig
getur vangreiningum hafa fækkað, sem kemur fram sem fjölg-
un sykursjúkra í rannsókninni. Þó er ólíklegt að bætt greining
skýri nema hluta af þessari miklu aukningu í algengi sykursýki
sem kemur fram í rannsókninni. Notkun lyfjagagnagrunna getur
á hinn bóginn einnig vangreint fjölda sykursjúkra. Þegar niður-
stöður úr hóprannsókn Hjartaverndar frá 2005 og frá 2011 voru
notaðar til að bera saman við Lyfjagagnagrunninn sáum við að
nýgengið var 22% lægra hjá körlum og 12% lægra hjá konum
þegar byggt var á Lyfjagagnagrunninum (mynd 3). Í rannsóknum
Hjartaverndar voru þátttakendur spurðir um notkun á sykursýki-
lyfjum og hvort þeir hefðu greinst með sykursýki, auk þess sem
gerðar voru mælingar á blóðsykri hjá þátttakendum. Það gefur
þannig réttari mynd af sykursýkivandanum að nýta gögn úr hóp-
rannsóknum en að byggja á gögnum um lyfjanotkun eingöngu.
Sambærilegur munur á algengi milli lyfjaskráa og hóprannsókna
á fólki hefur sést í rannsóknum erlendis.11
Rannsókn sem byggir á lyfjagagnagrunni nær eðlilega ekki til
þeirra sem hafa vangreinda eða óþekkta sykursýki. Í hóprannsókn
Hjartaverndar árið 2007 voru 2/3 sykursjúkra þátttakenda með
áður óþekkta sykursýki en 1/3 með þekkta sykursýki12 og ógreind
sykursýki sást hjá um 7% einstaklinga með bráðan kransæðasjúk-
dóm.8
Sé algengi sykursýki 2 á Íslandi árið 2018 borið saman við al-
gengi í Bandaríkjunum um 1990 sést að algengi sykursýki 2 þar
(18-79 ára) var þá 3,5%9 sem er svipað og var á Íslandi árið 2018,
3,75%. Algengi sykursýki 2 jókst svo hratt í Bandaríkjunum frá
1992 til 2008, eða í um 8%. Hraði þessa vaxtar var svipaður og hraði
vaxtar í sykursýki 2 á Íslandi frá 2005 til 2018, það er um meira en
tvöföldun á fjölda einstaklinga með sykursýki 2 á 14 árum. Vöxtur
í algengi sykursýki 2 virðist hins vegar hafa stöðvast í Bandaríkj-
unum og hefur hlutfall fólks með sykursýki þar í landi verið um
8% frá árinu 2008. Vöxtur er í algengi sykursýki 2 á Íslandi, þótt
enn sé það um helmingi lægra en í Bandaríkjunum.9
Samkvæmt okkar rannsókn jókst nýgengi sykursýki 2 hratt á
Íslandi á árunum 2005 til 2018. Aukningin á þessum árum var um
2,8% á ári (meðaltals árleg prósentubreyting (AAPC) (95% 0,1;5,7)
p-gildi<0,001) fyrir bæði kynin 18-79 ára. Samanburður við tölur
frá Bandaríkjunum sýna að aukning á nýgengi var með svipuð-
um hætti 15 árum fyrr. Á árunum 1990-2007, þegar aukningin var
hröðust í Bandaríkjunum, jókst nýgengi sykursýki 2 þar um 4,4%
á ári.9
Í grein frá 2019 var leitast við að greina leitni í nýgengi sykur-
sýki í heiminum síðastliðna áratugi. Flestar rannsóknir (66%) hafa
20
05
20
18Ártal Ísland
0
2
4
6
8
10
Á
hv
er
ja
1
00
0
íb
úa
á
á
ri
19
80
19
84
19
88
19
92
19
96
20
00
20
04
20
08
20
12
20
16
Ár
Nýgengi
20
05
20
18Ártal Ísland
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
%
19
80
19
84
19
88
19
92
19
96
20
00
20
04
20
08
20
12
20
16
Ár
BNA
Ísland
Algengi
Mynd 4. Samanburður á algengi og nýgengi sykursýki á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Tölur fyrir Bandaríkin eru fyrir tímabilið 1980-2017 og tölur fyrir Ísland úr Lyfja-
gagnagrunni árin 2005-2018. Íslensku algengistölurnar voru leiðréttar fyrir hlutfalli
ógreindrar sykursýki eins og það var metið í Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar
(REFINE). Íslenskum tölum var hliðrað á x-ási til að sýna sambærileg tímabil í þróun
sykursýki. Bandarískar tölur eru fengnar (með leyfi) úr Benoit SR et al. New directions
in incidence and prevalence of diagnosed diabetes in the USA. BMJ Open Diab Res
Care 2019.