Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 24
240 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
Fituæxli í hjarta
Sjúkratilfelli
Á G R I P
Fituæxli í hjarta eru góðkynja hægvaxandi æxli sem oftast eru ein-
kennalaus og greinast gjarnan fyrir tilviljun við læknisfræðilega mynd-
greiningu. Hér er lýst tilfelli 82 ára gamallar konu með sykursýki sem
leitaði á sjúkrahús vegna lélegrar sykurstjórnunar. Við hjartaómun
vegna takttruflana og vægrar hjartabilunar kom í ljós fyrirferð í hægri
gátt hjartans sem þrýsti verulega á efri holæð. Hún hafði þó engin ein-
kenni eða teikn efri holæðarheilkennis. Staðsetning og útlit fyrirferðar
á hjartaómun og tölvusneiðmynd samræmdist stóru fituæxli.
Ása Unnur Bergmann1 læknir
Helga Þórunn Óttarsdóttir1 læknir
Björn Flygenring1,3 læknir
Helgi Már Jónsson2 læknir
Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir1,3 læknir
1Hjartadeild, 2röntgendeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands.
Fyrirspurnum svarar Ása Unnur Bergmann, asaunnur@gmail.com
Tilfelli
82 ára kona með sögu um sykursýki og minnisskerðingu var
send af heimahjúkrun á bráðamóttöku Landspítala vegna lélegrar
sykurstjórnunar með of háum blóðsykri. Hún var einkennalaus
við komu en með blóðsykur 31 mmól/L. Daginn eftir innlögn fékk
hún tíð aukaslög frá gáttum og tímabundið gáttatif og fór að sýna
einkenni hjartabilunar með mæði og lækkaðri súrefnismettun. Því
var fengin hjartaómun þar sem sást að hægri gátt var í víðara lagi
með um þriggja sentimetra, nokkuð hreyfanlegri, kúlulaga fyrir-
ferð sem virtist vaxin frá gáttarþakinu. Vinstri slegill var þykkn-
aður en með varðveittan samdrátt, útstreymisbrot 55% (mynd 1 a
og b). Sjúklingurinn fór þá í tölvusneiðmynd af hjarta til frekari
uppvinnslu sem sýndi stækkandi fyrirferð í hægri gátt samanbor-
ið við rannsókn frá árinu 2014. Fyrirferðin mældist allt að 3,9 senti-
metrar og fyllti að miklu leyti upp í hægri gátt og þrengdi verulega
að efri holæð, en væg skuggaefnisfylling sást í efri holæðinni en
ekki veruleg víkkun.
Árið 2014 var talið að um væri að ræða fituofstækkun milli-
Höfundar fengu samþykki sjúklingsins fyrir þessari umfjöllun
og birtingu.