Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 47
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 263 B R É F T I L B L A Ð S I N S hjarta- og æðasjúkdóma. Þrátt fyrir að mælt sé gegn því að nota quetiapine í meðferð við svefnleysi, hefur notkun í þeim tilgangi aukist („off-label use”).3 Í samantekt frá Kanada kemur fram að þar varð tíföld aukning í notkun quetiapíns við svefnleysi á árunum 2005-2014 og var þessi aukning að mestu í notkun á 25 mg-skömmtum sem ávísað var innan heilsugæslunnar.6 Hvort það sama gildir um notkun lyfsins á Íslandi er ekki mögu- legt að lesa úr gögnum Lyfjastofnunar, en athyglisvert er að samhliða aukningu á notkun á quetiapín hefur notkun á Z-lyfj- um dregist saman. Vekur þetta mynstur spurningar um hvort samhengi sé þar á milli og hvort aukin notkun á quetiapíni í lágum skömmtum geti tengst greiðslu- fyrirkomulagi lyfja. Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í greiðslu fyrir notkun melatóníns og quetiapíns meðan nánast allur kostnaður af BDZ- og Z-lyfjum falla í hlut sjúklings. Þegar greiðslufyrirkomu- lagi í Hollandi var breytt og ekki lengur greitt með BDZ- og Z-lyfjum, mátti sjá sambærilegar breytingar í notkunar- mynstri quetiapín-lyfja.7 Mikilvægt er að læknar séu meðvitaðir um að svefnleysi er ekki skráð ábending fyrir notkun quetiapíns og þeir því ábyrgir fyrir þeim aukaverkunum og ávanahættu sem slík notkun getur haft í för með sér.5 Vegna þessarar auknu notkunar á quetiapíni og melatóníni sem sést þegar gögn Lyfjastofnunar eru skoðuð og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í öðrum löndum, væri áhugavert að skoða gögn Lyfjagagnagrunns með tilliti til þess hvaða ástæður liggja að baki þessari aukningu og hvort hún sé bundin við ákveðna aldurshópa. Einnig væri fróðlegt að skoða hvort þessi notkun tengist með einhverjum hætti notkun á öðrum svefn- lyfjum svo sem BDZ- og Z-lyfjum. Heimildir 1. Einarsson ÓE, Möller AD. Embætti landlælknis, 37. pistill. Bensódíazepín og Z-lyf, ólíkar ábendingar en sama verk- un. Læknablaðið 2021; 107: 158. 2. landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item35978/ margir-sem-ofnota-svefnlyf-a-islandi - apríl 2021. 3. Everitt H, Baldwin DS, Stuart B, et al. Antidepressants for insomnia in adults. Cochrane Database Syst Rev 2018; 5: CD010753. 4. Gjerden P, Bramness JG, Tvete IF, et al. The antipsychot- ic agent quetiapine is increasingly not used as such: dispensed prescriptions in Norway 2004-2015. Eur J Clin Pharmacol 2017; 73) : 1173-9. 5. Cornelis C, Van Gastel A, Dumont G, et al. A case of dose escalation of quetiapine in persistent insomnia disorder. Acta Clin Belg 2017; 72: 346-8. 6. Pringsheim T, Gardner DM. Dispensed prescriptions for quetiapine and other second-generation antipsychotics in Canada from 2005 to 2012: a descriptive study. CMAJ Open 2014; 2: E225-32. 7. Kamphuis J, Taxis K, Schuiling-Veninga CC, et al. Off-Label Prescriptions of Low-Dose Quetiapine and Mirtazapine for Insomnia in The Netherlands. J Clin Psychopharmacol 2015; 35: 468-70. Mynd 1. Breytingar í notkun lyfja sem skráð eru við meðferð á svefnleysi (bensódíazepín-lyf, bensódíazepínskyld lyf, melatónín) og lyfja sem innihalda quetiapín. Slævandi áhrif quetiapíns hjálpa til við að innleiða svefn og þekkt er að lyfið sé án samþykkis lyfja eftirlits („off-label”) við meðferð á svefnleysi. Y-ás sýnir fjölda lyfjaskammta sem seldir voru hvert ár. Bensódíazepín-skyld lyf (zolpiclonum, zolpidemum). Bensódíazepín-lyf (diazepamum, chlordíazepoxidum, oxazepamum, triazolamum, midazolamum, alprazolamum). Melatónín-lyf (melatónín, circadín). Queatiapín (quetiapín). *Lyfjastofnun. Seld lyf, byggt á vörunúmerum 2016-2019. sjukra.is/lyf-og-hjalpartaeki/lyf/veltutolur-og-fleira-fyrir-lyfsala-og-adra/ Mynd 2. Hlutfall seldra skammta af quetiapíni miðað miðað við styrkleika (mg).* *Lyfjastofnun. Seld lyf, byggt á vörunúmerum 2016-2019. sjukra.is/lyf-og-hjalpartaeki/lyf/veltutolur-og-fleira-fyrir-lyfsala-og-adra/

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.