Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 14
230 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
R A N N S Ó K N
virðist aukið í yngri aldurshópunum árið 2018 borið saman við
2005, einkum hjá konum.
Mynd 2 sýnir þróun í fjölda fólks með sykursýki á aldrinum 18-
79 ára á tímabilinu frá 2005 til 2018 og spár fyrir fjölda fólks með
sykursýki á Íslandi árin 2030 og 2040. Ljósari hluti súlnanna sýnir
fjöldann ef áætlaður er fjöldi einstaklinga með ógreinda sykur-
sýki í sama hlutfalli og sést í rannsóknum Hjartaverndar (29% hjá
körlum og konum). Annars vegar er gert ráð fyrir óbreyttri algeng-
isprósentu sykursýki miðað við árið 2018 en að fjölgun fólks með
sykursýki fylgi mannfjöldaspá fram til 2030 og 2040 (appelsínu-
gular súlur). Hins vegar er gert ráð fyrir að þróun í algengi sykur-
sýki verði með svipuðum hætti og var á tímabilinu frá 2005 til 2018
(rauðar súlur). Samkvæmt síðari spánni fjölgar fólki með sykur-
sýki næstu tvo áratugi mjög mikið, eða úr 13.000 árið 2018 í um
24.000 árið 2040 (18-79 ára).
Mynd 3 sýnir nýgengi sykursýki 2 á árunum 2005-2018 fyrir
50-69 ára karla annars vegar (blátt) og konur hins vegar (rautt)
(samkvæmt fyrstu ávísun á hvern einstakling af sykursýkilyfjum
í Lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis). Á mynd 3 sést einnig
hvert nýgengi sykursýki 2 var í Áhættuþáttakönnun Hjartavernd-
ar árið 2011 (tíglar) (samkvæmt ávísunum sykursýkilyfja, blóð-
sykurmælingum og spurningalista). Niðurstöður Áhættuþátta-
könnunarinnar sýna að nýgengið var 6,4 árið 2011 hjá konum en
11,1 hjá körlum (á hverja 1000 íbúa 50-69 ára). Þá var nýgengið sam-
kvæmt Lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis (samkvæmt ávís-
un sýkursýkilyfja eingöngu) 5,6 hjá konum en 8,7 hjá körlum eða
um 22% lægra hjá körlum og 12% lægra hjá konum en niðurstöður
Áhættuþáttakönnunarinnar gefa til kynna.
Árleg prósentubreyting (APC) árin 2005-2015 var 0,4% aukn-
ing (95%CI -1,5;2,3), p-gildi=0,6. Árleg prósentubreyting (APC)
árin 2015-2018 var 11,3% (95% -1,4;25,7, p-gildi=0,1. Samkvæmt
Joinpoint-líkani varð breyting í leitni nýgengi sykursýki árið 2015
p=0,006. Í heild var marktæk hækkun í meðaltals árlegri prósentu-
breytingu (AAPC) yfir allt tímabilið, eða 2,8% aukning á ári (95%
0,1;5,7) p-gildi<0,001.
Samanburður við bandaríska rannsókn
Í tímaritinu British Medical Journal Open Diabetes Research & Care
birtist árið 2019 grein um þróun á algengi og nýgengi sykursýki í
Bandaríkjunum fyrir konur og karla á aldrinum 18-79 ára á árun-
um 1980-2016.9 Algengi sykursýki jókst þar frá 1990 til 2009 en stóð
svo í stað frá 2009 til 2016. Nýgengi fór að aukast á sama tíma (um
1990) en svo fór að draga úr nýgengi 2007.9
Á mynd 4 sést nýgengi og algengi í Bandaríkjunum frá 1980 til
2016 (bláir hringir). Á myndinni eru einnig sýndar tölur um al-
gengi sykursýki 2 hjá báðum kynjum 18-79 ára á Íslandi á árunum
2005-2018 (appelsínugul X), borið saman við jafnlangt árabil (árin
1984-1997) í Bandaríkjunum. Nýgengi sykursýki á Íslandi árið 2005
var svipað og nýgengi sykursýki árið 1984 í Bandaríkjunum og
aukning í nýgenginu var svipuð næstu 14 árin. Sama má segja um
algengi sykursýki 2 á Íslandi sem var árið 2005 svipað og algengi
í Bandaríkjunum árið 1984 og jókst með svipuðum hraða næstu
14 árin.
0
5000
10000
15000
20000
25000
Fj
öl
di
m
eð
s
yk
ur
sý
ki
2005 2018 2030 2040
Óbreytt algengi Áframhaldandi hækkun á algengi
Mynd 2. Áætlaður fjöldi einstaklinga með sykursýki 2 á Íslandi árin 2005 og 2018,
metið með algengisprósentu samkvæmt Lyfjagagnagrunni og mannfjöldatölum frá
Hagstofu Íslands (grænir dálkar). Miðgildis-mannfjöldaspá Hagstofunnar var notuð til
að meta þróun í fjölda einstaklinga með sykursýki árin 2030 og 2040. Spáð var annars
vegar út frá óbreyttri algengisprósentu (appelsínugulir dálkar) og hins vegar út frá
áframhaldandi hækkun á algengi (rauðir dálkar). Ljósari hluti á súlum sýnir leiðréttingu
fyrir hlutfalli ógreindrar sykursýki eins og það var metið í Áhættuþáttakönnun Hjarta-
verndar (REFINE).
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
N
ýg
en
gi
\
10
00
íb
úa
á
á
ri
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
20
14
20
15
20
16
20
17
20
18
Ár
Karlar Konur
Mynd 3. Aldursstaðlað nýgengi sykursýki samkvæmt Lyfjagagnagrunni, fyrir karla og
konur í aldurshópnum 50-69 ára yfir tímabilið 2005-2018. Opnir tíglar eru nýgengi í
Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar (REFINE) árið 2011.
/