Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 44
260 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
utfall
53 500 studenter och 6 500 medarbetare gör Göteborgs
universitet till en stor och inspirerande arbetsplats. Stark
forskning och attraktiva utbildningar lockar forskare och
studenter från hela världen. Med ny kunskap och nya
perspektiv bidrar vi till en bättre framtid.
UNIVERSITETS-
LEKTOR
i allmänmedicin, förenad med
befattning som specialistläkare
(1-2 tjänster)
Ref nr: PAR 2021/403
Sista ansökningsdag: 2021-05-25
För mer information se Göteborgs universitets hemsida:
www.gu.se/omuniversitetet/aktuellt/lediga-jobb
Ertu með hugmynd að
dagskrá fyrir Læknadaga
17.- 21. janúar 2022?
Þeir sem vilja leggja til efni í dagskrá
Læknadaga eru beðnir að
fylla út umsóknarblað á innra neti
Læknafélags Íslands og senda til
Margrétar Aðalsteinsdóttur – margret@lis.is
fyrir 15. maí næstkomandi.
Efnisyfirlit
ársins 2020
Einsog venja er með tímarit hefur hverjum ár-
gangi Læknablaðsins fylgt ítarleg efnisskrá og
höfundaskrá brotin um í stærð blaðsins, allt frá
árinu 1915.
Þrátt fyrir rekjanleikann í nútímanum og
skipulagsgáfu netsins og gúglsins halda flest
blöð þessari skráningu enn við lýði, – enda geta
net framtíðarinnar rifnað, excelskjöl hrunið og
rafmagn orðið fallvalt. Efnisyfirlit blaðsins fyrir
árið 2020 liggur fyrir inni á heimasíðunni, efst í
árganginum.
Áhugasamir lesendur geta fundið hverja örðu
í öllum tölublöðum árgangsins þarna inni, - lista
yfir höfunda, upplýsingar um myndir á kápunni
og þarna eru tíunduð þau fylgirit sem Lækna-
blaðið gaf út á árinu.
VS
Læknablaðið kallar eftir
umfjöllun um sjúkratilfelli
Ritstjórn vill virkja lækna í öllum greinum til að senda blaðinu for-
vitnileg og lærdómsrík sjúkratilfelli. Sjúkratilfellin fara í gegnum
ScholarOne, fá ritrýni, vísindalega viðurkenningu, doi-númer og
skráningu á PubMed.
Sjúkratilfelli
Sjúkratilfelli eru fyrst og fremst vettvangur til að kynna fátíða sjúkdóma eða sjaldgæfa birtin-
garmynd sjúkdóma og meðferð við þeim. Mikilvægt er að tilfellið sé lærdómsríkt og hafi ken-
nslugildi fyrir hinn almenna lækni fremur en þröngan hóp sérfræðinga. Æskilegt er að auðga
kynninguna með myndefni, verði því við komið. Sjúkratilfellum er oftast skipt í þrjá kafla, a)
ágrip, bæði á íslensku og ensku, b) stuttan inngang, c) tilfellið sjálft og c) umræðu. Í lýsingu á
tilfellinu þarf að greina frá birtingarmynd og einkennum sjúklingsins, helstu atriðum í sögu
og skoðun, niðurstöðum rannsókna og í hverju meðferðin fólst. Einnig er mikilvægt að nefna
hvernig sjúklingnum reiddi af. Í umræðukaflanum þarf að útskýra af hverju þetta tiltekna tilfelli
var valið til birtingar. Umræðuna þarf að tengja tilfellinu og draga fram sérstöðu þess með
vísun í aðrar rannsóknir eða tilfelli. Koma þarf skýrt fram hvað hægt sé að læra af þessu tilfelli.
Sjúkratilfelli mega ekki vera lengri en 2500 orð og ágripið skal ekki vera lengra en 100 orð.
Hægt er að birta samtals 5 myndir og/eða töflur og vísa í allt að 15 heimildir. Sjúkratilfellum
þurfa að fylgja 4-6 lykilorð á ensku.
Handritaviðtökukerfi Læknablaðsins í ScholarOne:
https://mc.manuscriptcentral.com/laeknabladid
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO