Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 40
fjögurra rúma líknarrými við 18 rúma lyf- lækningadeildina. „Það er ánægjulegt að fólk geti legið banaleguna hér ef það er of veikt til að vera í heimahjúkrun.“ Spurður um þróunina á landsbyggð- inni segir hann hana oft ekki mjög stefnu- miðaða heldur bundna við þann lækni sem þar sé hverju sinni. „Við höfum talað um það hérna að þetta fari eftir persónum og leikendum. Hér hefur krabbameins- þjónustan vaxið af því að ég er krabba- meinslæknir. Ef ég væri eitthvað annað hefði annað sérsvið vaxið,“ bendir hann á. Fólk af höfuðborgarsvæðinu hafi sóst eftir þjónustunni hjá þeim. „En það er orðið það fullt hjá okkur að við viljum einbeita okkur að Sunn- lendingum. Ég hef því heldur hvatt fólk til þess að vera í sinni meðferð í bænum.“ Þá skipti staðsetningin máli. Heilbrigð- isstofnun Suðurlands búi að því að vera nálægt höfuðborginni en finni fyrir því um leið. „Hvað varðar fólksfjölda erum við hér á Árborgarsvæðinu að nálgast Eyjafjarðar- svæðið. Um leið erum við langt frá því að nálgast sjúkrahúsið á Akureyri. Það er út af nálægðinni við Landspítala. Við erum aðeins í 45 mínútna fjarlægð. Það spilar inn í,“ segir hann. Sjúkrahúsið sé því sniðið að nálægðinni við Landspítala. „Við bjóðum praktíska þjónustu,“ segir hann. „Það er rosalegur tímasparnaður og hagræði fyrir fólk að geta sótt algenga þjónustu heima fyrir.“ Með eigin leikvöll? Sigurður hefur marga hatta á sjúkrastofn- uninni og Læknablaðið stenst ekki mátið að spyrja hvort hann sé kominn með eigin dótakassa, spítala, sem hann geti nú mót- að eftir eigin höfði með yfirmönnum þar? „Ég segi það nú ekki,“ segir hann og hlær. Honum finnist gaman að vera krabba- meinslæknir og að koma að stefnumótun. „Trikkið er að finna leið til að sameina það.“ Þótt Sigurður sjái víða tækifæri til þróunar er nostalgían ekki langt undan. Hann ólst upp á Búrfelli í Grímsnesi. Foreldrar hans voru bændur. „Þetta var huggulegur sveitabær með kýr, kindur, hesta, hænur, nokkra ketti og hund,“ segir hann. „Kósý, ólíkt verksmiðjubúunum sem nú eru.“ En hvers vegna varð hann þá læknir? „Já, ég veit það ekki almennilega. Ég velti því fyrir mér hvort ég yrði læknir eða lögfræðingur.“ En fékk hann mikla hvatningu heima- fyrir? „Já, þegar ég hugsa mig um þá man ég að bæði mamma og pabbi hvöttu mig til náms. Ég man að einhvern tíma þegar ég var um 15 ára var ég orðinn þreyttur á náminu og talaði um að fara á sjóinn. Þá hvatti pabbi mig til að halda áfram í skól- anum og sagði: „Mennt er máttur“.“ Uppeldið hafi verið gott og hann verji tíma í hverri viku hjá móður sinni á Búrfelli og grípi þá jafnvel í skák eins og forðum daga, en nú á netinu. „Vinnufélagi minn plataði mig á skákæfingu í Fischer- setri hér á Selfossi svo skákdellan hefur verið endurvakin,“ lýsir hann og brosir. „Ég sagði kollegunum frá því í gær að ég hefði dottið í að tefla kvöldinu áður. Tefldi 16 skákir, vann 10, tapaði 5 og eitt jafntefli,“ segir hann og viðurkennir að klukkan hafi verið að ganga eitt um nótt þegar hann hafi á endanum lokað tölv- unni, búinn að vinda ofan af deginum. Netið stytti vegalendir Við spyrjum Sigurð að lokum hvernig gangi að halda sér við í faginu á ekki stærra sjúkrahúsi? „Heimurinn er orðinn svo lítill. Ég er í töluverðu sambandi við kollega mína í Bandaríkjunum og leita þangað ef ég þarf ráðgjöf,“ segir hann en einnig að NCCN-klínísku leiðbeiningarn- ar séu hans ær og kýr í faginu. „Ef læknar fylgja þeim geta þeir verið vissir um að veita standard meðferð hvort heldur sem meðferðin er veitt á Selfossi eða í Seattle.“ En ætlar hann að flytja á Árborgar- svæðið? „Ég hef nefnt það en konan mín segir að við séum búin að flytja nóg. Við höfum sest að í Hafnarfirði og planið er að vera þar eitthvað áfram. En ég er mikið hér í sveitinni minni, fer og heilsa uppá múttu mína á Búrfelli og fæ þar jafnvel kjötbollur ef ég haga mér vel.“ 256 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 „Heimurinn er orðinn svo lítill. Ég er í tölu- verðu sambandi við kollega mína í Banda- ríkjunum og leita þangað ef ég þarf ráðgjöf,“ segir Sigurður.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.