Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 36
252 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 V I Ð T A L og sérkennurum. Dregið var úr öllum úrræðum sem voru til áður fyrir börn sem glíma við sérþarfir.“ Hann vitnar í skýrslu Kennarasambandsins frá 2015 þar sem farið er yfir hvernig úthlutuðum kennslu- stundum var fækkað. „Vikulegur kennslutími nemenda er skertur, næðisstundum fækkað, kennslu- skylduhámark kennara fullnýtt og sam- kennsla aukin.“ Dregið hafi úr yfirvinnu og forfallakennslu. Skólaliðum, stuðnings- fulltrúum og skólasafnskennurum hafi verið fækkað. Dregið hafi verið úr kostn- aði við endur- og símenntun starfsfólks. „Við læknar finnum þetta í starfi okk- ar. Það hefur komið skellur síðustu ár því með niðurskurði sem þessum aukum við geðrænan vanda ungmenna nokkrum árum seinna,“ segir hann. „Finnar vöruðu við að spara í skóla- kerfinu. En það var gert hér og hefur haft afleiðingar þrátt fyrir velvilja og mikla fyrirhöfn kennara og skólastjórnanda.“ Nær aldarfjórðung á Íslandi Bertrand er Frakki og ólst upp í norður- hluta landsins. Hann stundaði háskóla- nám frá 17 ára aldri í Lille, stórborg í Norður-Frakklandi, stutt frá París. Einka- barn og ári á undan í skóla. Af hverju? „Nú, foreldrar mínir,“ segir hann og hlær. Hann hefur búið á Íslandi frá árinu 1998 þegar honum fannst tímabært að kynnast landi konu sinnar, Hönnu Guð- laugar Guðmundsdóttur listfræðings, þá til 7 ára nú 30. Þau eiga þrjár dætur. Hann lauk doktorsprófi í líf- og læknavísindum frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2011 og hefur verið lektor frá 2013 og síðan dósent við læknadeild Háskóla Íslands. „Kollegar mínir hérna tóku mjög vel á móti mér. Ég var ráðinn tímabundið til árs og leið vel og hélt áfram,“ segir hann. Íslenskan, sem hann hefur náð undraverð- um tökum á, hafi reynst honum snúin og menningin önnur en hann þekkti. „Allt var nýtt,“ lýsir hann. „Fagið var ólíkt og ég lærði mjög mikið.“ Hann sé afar ánægður að hafa ekki þurft að byrja starfsferill sinn að nýju heldur hafi getað haldið á sömu braut og hann hafi byggt upp í starfi í Frakklandi. Hann sakni fjöl- skyldunnar. Sérstaklega núna á COVID- tímum. „Það er skrítið og frústrerandi að kom- ast ekki til Frakklands. Svo sakna ég fjöl- breytninnar en hér er svo mikið að gera að maður hefur ekki mikinn tíma til að hugsa,“ segir hann. „Hér er mikil klínísk vinna en ég hef líka unnið í rannsóknum og kennslu. En við höfum því miður ekki nægilegan tíma til rannsókna, sem þyrfti að vera hér á BUGL þar sem við erum háskóla- sjúkrahús,“ segir hann. Samkeppnin mikil hér á landi En hefur umhverfið og vandinn breyst hér á landi á þessum 23 árum sem hann hefur starfað hér? „Já, mjög mikið. Tvennt þá sérstaklega,“ segir hann og lýsir því hvernig hann hafi haft píp-tæki á bak- vöktum hér áður sem aldrei pípti. Nú sé ásóknin stöðug. „Bráðatilfelli eru að gleypa okkur. Þau taka frá okkur alla orku og tíma og því er minna um langtíma- meðferðir og forvarnir.“ Aðgengi að heilbrigðisþjónustu, al- mennt sem og geðheilbrigðisþjónustu, hafi þó aukist í gegnum árin. „En eft- irspurnin hefur hins vegar stóraukist.“ Hana reki hann til niðurskurðarins í kjölfar hrunsins. Svo sé það snjallsíminn. „Hann kom 2007. Síðan þá sofa börnin okkar miklu minna, sumir segja tveimur tímum skemur að meðaltali en þau gerðu. Áhrifin á svefninn eru gífurleg.“ Að ánetjast skjám sé stór áhættuþáttur fyrir geðraskanir. Vive la France! Bertrand verður dreyminn þegar hann talar um fjölskylduhúsið í Frakklandi, góða matinn og menninguna. En hefur hann ekki búið of lengi hér til að vera heimamaður í Frakklandi? „Nei, öfugt við hér breytist lítið þar,“ segir hann. „Hér er alltaf allt að breytast. Kannski of mikill hraði og samkeppni. Það er streituþáttur fyrir íslenska unglinga. En í Frakklandi gerast hlutirnir frekar hægt,“ segir hann. „Þótt margt breytist með tím- anum breytast til dæmis símanúmerin aldrei í Frakklandi.“ Bertrand verður dreyminn þegar hann talar um fjölskylduhúsið í Frakklandi, góða matinn og menninguna.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.