Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 39
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 255 Sigurður segir að þetta þýði að sumar heilsugæslustöðvar, eins og sú á Selfossi, fái aukið fjármagn en Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur, sem séu 700 manna heilsugæslustofnanir, gætu fengið minna og lent í fjárhagserfiðleikum vegna óhag- kvæmni rekstursins. „Þetta verður öðruvísi landslag en mér finnst breytingin spennandi. Hún gefur okkur tækifæri til að byggja upp sérfræði- þjónustu á svæðinu.“ Hann sér fyrir sér öflugri göngudeildarstarfsemi og að til þeirra komi læknar úr flestum sérgreinum til að þjónusta íbúa. Forsvarsmenn stofn- unarinnar hafi þegar fundað bæði með Sjúkratryggingum Íslands og heilbrigðis- ráðuneytinu. „Þetta er allt í vinnslu. Það er verið að búa til gjaldskrár fyrir þessa þjónustu,“ segir hann, því bæta verði læknum upp þann tíma sem taki þá að koma á svæðið. Það sé samfélagslegur sparnaður af því að læknar mæti á svæðið í stað þess að tugir sjúklinga ferðist af svæðinu til að hitta lækna. Sérfræðilæknarnir muni svo blanda þjónustu sinni saman við fjarlækn- ingar. Kominn aftur á heimaslóðir „Ég er náttúrulega sveitamaður,“ svarar Sigurður spurður hvort skoðun hans hafi þróast á þessum árum sem hann hefur varið á Selfossi. Hann þekki frá Wisconsin að ferðast frá „móðursjúkra- húsinu“ á minni héraðssjúkrahús. „Allir sérfræðingar þurftu að fara í outreach einu sinni í viku og vera þar með móttöku. Það gat tekið einn til tvo tíma að keyra fram og til baka.“ Það er ljóst á spjalli okkar að Sigurður horfir á skipulagið, vinnuafköstin og í kostnaðinn. Hann vill miklu breyta, segir mönnun ágæta á Suðurlandi en hann vilji sjá lækna fastráðna í heilsugæslunni í stað verktakasamninga. „Svo vantar okkur unglækna og að- stoðarlækna. Við höfum byggt upp mjög gott samband við íslenska læknanema í Slóvakíu og Ungverjalandi sem eru afar duglegir. Þau hafa fengið verknám og við aðstoðarlækna. Það hefur því verið ávinn- ingur á báða bóga,“ segir hann. „Við viljum einnig rækta sambandið við læknadeild og Landspítala til að fá hingað kandídata, læknanema og sér- námslækna í lyflækningar sem og fólk í öðru heilbrigðisnámi, því hér er hægt að læra góða hluti á öllum sviðum.“ Endurnýjuð sjúkrastofnun Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands starfa 600 manns og er stefnt að því að hún standi endurnýjuð að fjórum árum liðnum. En nægja þrír milljarðar? Þarf ekki meira til? „Örugglega.“ Spítalinn fékk einnig leyfi í september til að opna Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands starfa 600 manns og er stefnt að því að hún standi endurnýjuð að fjórum árum liðnum, segir Sigurður Böðvarsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.