Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 3
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 219 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Hulda María Einarsdóttir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Magnús Haraldsson Margrét Ólafía Tómasdóttir Ólafur Árni Sveinsson Theódór Skúli Sigurðsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Sólveig Jóhannsdóttir solveig@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 1900 Prentun og bókband Litróf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík Áskrift 21.900,- m. vsk. Lausasala 2190,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scop- us og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Sænskir straumar á nýju Brjóstamiðstöðinni Ný kynslóð sérfræðinga í brjóstaskurðlækningum hefur hreiðrað um sig í glænýrri Brjóstamiðstöð á Landspítala sem opnuð var í apríl. Allt nýtt. Aðstaðan til fyrirmyndar og þau ánægð ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Við ætlum að gera konum auðveldara að leita til okkar vegna allra vandamála frá brjóstum,“ seg- ir Svanheiður Lóa Rafnsdóttir sem ásamt þeim Eyrúnu Valsdóttur og Hafsteini Inga Péturssyni eru í 100% stöðu sem brjóstaskurðlæknar á Landspítala. Öll eru þau komin heim frá Svíþjóð, Svanheið- ur fyrir þremur árum, Eyrún í mars í fyrra og Hafsteinn Ingi nú í október. Kóvíd? „Já, bæði og,“ svarar hann. „Það var kominn tími. Ég var tilbú- inn að koma heim.“ Eyrún tekur undir: „Já, ég sé ekki eftir því að hafa komið heim. Alls ekki.“ Öll voru þau deildarlæknar á svipuðum tíma fyrir sérnámið. Nú aftur sameinuð ná þau rétt í skottið á skurðlæknunum Þorvaldi Jónssyni og Höskuldi Kristvinssyni sem hafa verið með hníf- ana á lofti og haldið uppi þjónustu Landspítala í brjóstaskurðlækningum í áratugi. Þorvaldur enn í 50% starfi. „Það er tómlegt án Höskuldar og við höldum dauðahaldi í Þorvald,“ segir Eyrún. „Þeir búa yfir svo mikilli þekkingu og margt hægt að læra af þeim.“ Öll þrjú lærðu þau til læknis hvert á sínum staðnum. Eyrún í Danmörku, Svanheiður í Þýskalandi og Hafsteinn hér heima. Sérnámið stunduðu þau í Svíþjóð og ber framtíðarsýn Brjóstamiðstöðvarinnar merki þess. „Við stefnum að því fyrirkomulagi sem þar var,“ segir Svanheiður sem kom að uppsetningu brjóstamiðstöðvar í Svíþjóð en á Brjóstamiðstöð- inni hér sameinast á einn stað þjónusta skurð- lækna, krabbameinslækna, röntgenlækna og hjúkrunarfræðinga frá 10E og 11B við Hringbraut. Þau eru sammála um að með sænsku áhrif- unum takist að að bjóða persónulegri og einstak- lingsmiðaðri þjónustu hér. „Nándin er meiri, sem er af hinu góða,“ segir Svanheiður. Aðgengi að sérfræðingum sé mikið. „Ég er ekki frá því að við tökum fram úr miðstöðvum annars staðar. Við höfum allar forsendur til þess.“ Hafsteinn bendir einnig á að fókusinn sé víðari hér. Í Svíþjóð hafi áherslan helst ver- ið á illkynja mein og þeim góðkynja sé sinnt á einkastofum. Svanheiður bendir á að nýja Brjóstamiðstöðin sinni einnig erfðaráðgjöf og áhættuminnkandi þjónustu fyrir konur með BRCA-gen og aðrar hááhættustökkbreytingar, ásamt þeim sem þurfi lagfæringar á brjóstum af ýmsum ástæðum. „Hér bjóðum við heildræna lausn.“ Þau eru öll sammála um að Brjóstamiðstöðin sé mikil framför í þjónustu við konur. „Í sjálfu sér skiptir ekki máli hvar skimað er, svo framar- lega sem það er framkvæmt og því fylgt eftir af fagmennsku eins og hér hefur verið gert. En und- ir einu þaki næst betri samvinna milli sérgreina,“ segir Svanheiður. „Kosturinn við einn stað er líka meiri fyrir konurnar sem tékka sig inn, fara í myndatöku og hitta lækna á einum stað, þarfnist þær meðferðar.“ Spurð um aldurstakmörk í skimanir, sem var mikið þrætuepli í vetur, segja þau þá umræðu eiga eftir að þróast mikið. Í framtíðinni verði sú þjónusta einstaklingsmiðuð enn frekar, til dæmis út frá ættarsögu og áhættuþáttum. Mikilvægast sé að konur mæti í skimun en um 240 konur greinast árlega með brjóstakrabbamein. „Konur á Íslandi þurfa að bæta sig þar,“ segja þau. Eyrún slær lokatóninn. „Þær mega heldur ekki gleyma að skoða brjóst sín, fínt í sturtunni – einu sinni í mánuði.“ Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, Hafsteinn Ingi Pétursson og Eyrún Valsdóttir á skurðstofu nýju Brjóstamiðstöðvarinnar við Eiríksgötu. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.