Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 25
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 241
S J Ú K R A T I L F E L L I
gáttaskiptar (lipomatous hypertrophy of the interatrial septum) en nú
var þéttleiki og ásýnd æxlisins í samræmi við fituæxli (myndir 2 a
og b). Saga og skoðun var endurtekin út frá þessum niðurstöðum.
Hún hafði engin teikn um efri holæðarheilkenni (superior vena cava
syndrome). Eina einkennið sem hún greindi frá var einstaka þung-
ur hjartsláttur sem mætti hugsanlega rekja til ertingar í hægri gátt.
Þar sem sjúklingur var einkennalaus og hafði aðra sjúkdóma
voru ífarandi inngrip eða aðgerðir ekki taldar viðeigandi, en æxlið
hafði vaxið hægt á þeim 6 árum sem liðið höfðu frá síðustu tölvu-
sneiðmynd.
Sjúklingurinn útskrifaðist heim eftir innstillingu á sykursýkis-
meðferð og viðeigandi meðferð við hjartabilun. Hún var einnig
sett á lyf við hjartsláttartruflunum og blóðþynningu vegna gátta-
tifs sem jafnframt gæti hugsanlega dregið úr hættu á segamyndun
í bláæðum vegna stasa. Hún fékk svo tíma til eftirlits hjá hjarta-
lækni.
Umræða
Fituæxli eru góðkynja mjúkvefjaæxli, mynduð af þroskuðum
fitufrumum og afmörkuð með bandvefshimnu. Fituæxli geta verið
úr einni eða fleiri afmörkuðum fyrirferðum. Í hjarta geta þau verið
vaxin frá gollurshúsi eða innan hjartans sem vöxtur frá hjartaþeli
eða hjartalokum. Mikilvægt er að greina fituæxli í hjarta frá fitu-
ofstækkun milligáttaskiptar sem getur sést hjá offitusjúklingum
og eldri einstaklingum.3
Fituæxli í hjarta koma oftast fram í fullorðnum en geta komið
fram á öllum aldri.4 Þau eru oft einkennalaus og tilviljanafundur
við myndgreiningu. Fæst eru meira en nokkrir sentimetrar að stærð
innan hjartahólfa en 4,8 kg fituæxli hefur verið lýst í gollurshúsi.5
Þrátt fyrir að vera góðkynja geta þau valdið alvarlegum einkennum
eftir stærð og staðsetningu. Þau geta valdið hjartsláttaróreglu,
Mynd 2 a og b. Tölvusneiðmynd af hjarta sjúklings sýnir lágþéttniæxli (fitu-
æxli) í hægri gátt (RA) og þrengingu að efri holæð (SVC).
Mynd 1 a og b. Hjartaómun sjúklings sem sýnir ómþétt marglaga æxli (fituæxli)
í hægri gátt (RA). Hægri slegill (RV), vinstri slegill (LV) og vinstri gátt (LA) eru
merkt inn á mynd til glöggvunar. Örvar benda á fituæxlið.