Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 31
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 247
Aldrei bjóst ég við því, nýútskrifaður
læknir og blaut á bak við eyrun, að orðin
„flæði“ og „plássastaða“ yrðu svo fyrir-
ferðarmikil í framtíðarstarfi mínu. En
raunin er sú að daglega eru bæði „macro“
og „micro“ fundir um plássastöðu innan
veggja spítalans. Flest starfsfólk man ekki
þá tíð þegar Landspítali var ekki á óvissu-
stigi – hvað svo sem það þýðir. Laust rúm
á deild í meira en tvo tíma er jafnvel orðið
þjóðsagnakennt fyrirbæri eins og skugga-
baldur. Starfsfólk er sett í þá ómögulegu
stöðu að velja hver þarf mest á dýrmætu
plássi halda og útskrifa þann sem er
minnst veikur. Sumir lenda á gangi og
aðrir í kompum en þeir allra heppnustu fá
einstaklingsherbergi. Í hreinskilni sagt er
vinningur í Víkingalottói líklegri. Svona
ganga dagarnir – upplifun starfsfólks að
einungis þurfi að gera rétt svo nægilega
mikið til þess að viðkomandi sé útskriftar-
fær og vonast síðan til að þetta reddist.
Fyrirframreiknaðar formúlur hversu lengi
viðkomandi má liggja inni eftir ákveðna
aðgerð eða meðferð. Verst að veikindi
og sjúkdómar fara bara ekki alltaf eftir
formúlunni og þá stöðvast tannhjólið.
Staðreyndin er sú að leguplássum á
Landspítala hefur fækkað um 165 frá ár-
inu 2007. Stundum þurfa einstaklingar á
innlögn að halda í öruggu umhverfi, þrátt
fyrir að búið sé að styrkja heimahjúkrun
og göngudeildir – hvað sem því líður
þarf að útskrifa – prógrammið þarf að
ganga. Örvæntingarfullir aðstandendur
sem hvorki hafa skilning né þekkingu á
sjúkdómum og meðferð þeirra – hvað þá
kerfinu – eru settir í ömurlegar aðstæður
við að koma hinum veika á milli Heródes-
ar og Pílatusar – allir vísa á næsta. Tíminn
með sjúklingum er þannig oft naumt
skammtaður. Það vantar bara gamla góða
píptestið – pípið inn á stofurnar til að
halda okkur innan tímarammans. Tilfinn-
Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A
FAL
Berglind Bergmann
Indriði Einar Reynisson
FÍH
Salóme Ásta Arnardóttir
Jörundur Kristinsson
FSL
María I. Gunnbjörnsdóttir
Guðrún Dóra Bjarnadóttir
LR
Þórarinn Guðnason
Alma Gunnarsdóttir
Stjórn Læknafélags Íslands
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO
Þegar flæðið ræður för
Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta
þeir eigin skoðanir en ekki félagsins.
Reynir Arngrímsson formaður
geðlæknir
gudrundb@landspitali.is
Guðrún Dóra Bjarnadóttir
ingin er að pípið komi alltaf rétt áður en
við náum línunni og ventólínið er löngu
hætt að virka. Raunveruleikinn er sá að
daglega sinna læknar mörgum „póstum“
samtímis – vaktinni, ráðgjöf og legu- og
göngudeildum. Togarasteikin er gleypt
fyrir framan tölvuna á meðan lyfseðlar
eru sendir rafrænt – öll lyf á lyfseðlinum
verða að innihalda ábendingu. Erum við
orðin of meðvirk kerfinu? Er núverandi
ástand ásættanlegt eða raunsætt? Eða
þurfum við bara að leana meira – leana
betur (straumlínustjórna) allt í þágu
framleiðni? Íslensk könnun meðal lækna
árið 2018 leiddi í ljós að um 65% af 700
læknum upplifa streitu og að þeir séu
undir of miklu álagi, þar að auki höfðu
35% íhugað að hætta störfum vegna álags.
Tæplega 60% greina frá verulegum skorti
á að geta uppfyllt kröfur eða vinna í
tímaþröng (Ævarsson ÓÞ. Íslenski lækn-
irinn: Könnun á líðan og starfsaðstæðum.
Læknafélag Íslands. 2019, óbirt könnun).
Fagmennskan líður fyrir flæðisvanda
heilbrigðiskerfisins. Flæðið er í forgangi
eitt.
Mannlegi þáttur starfsins fer þverrandi.
Mannlega elementið, ástæða þess að flest
okkar fóru í fagið – viljann til að lækna og
líkna. Það er hins vegar sjaldan talað um
hversu mörgum Landspítali kemur aftur
á fætur og út á vinnumarkaðinn til að
halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Góð
heilbrigðisþjónusta kostar vissulega sitt en
hún borgar jafnframt vel til baka. Það er
nú víst þannig að maður fær það sem mað-
ur greiðir fyrir.
Flæðið er harður húsbóndi. Það tromp-
ar þarfir sjúklings þrátt fyrir að þær séu
settar í öndvegi í hinum góða þríhyrningi
á starfsmannatölvunni. Hann er hægt að
sýna og vísa í á tyllidögum.
Það dýrmætasta sem heilbrigðiskerfið
á er mannauðurinn og í hann þurfum við
að halda. Heilbrigðisstarfsmennirnir sem
vinna baki brotnu við að hjúkra og lækna.
Þvílík fagmennska, þvílíkur fítonskraftur
sem maður verður vitni að á hverjum degi.
Við vinnum kannski aldrei Júróvisjón en
við eigum frábæra heilbrigðisstarfsmenn,
fagfólk á heimsmælikvarða sem stendur
vaktina allan sólarhringinn – allan ársins
hring.
Það væri óskandi að við bærum gæfu
til að hætta að setja flæði í forgrunn frem-
ur en velferð þjóðar.