Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 10
10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 Aldursdreifing eftir kyni Sé aldursdreifing skoðað út frá kyni má sjá að hlutfall karla er hæst á aldursbilinu 40-49 ára, eða 29,8%, en kvenna á aldursbilinu 30-39 ára, eða 34,7%. Aldursdreifing út frá starfsvettvangi Sé aldursdreifing skoðuð út frá starfsvettvangi félagsmanna má sjá umtalsverðan mun milli kynja og á það sérstaklega við í aldurshópnum undir 50 ára. Þannig starfa 56% karla undir 50 ára sjálfstætt á móti 26% kvenna í sama aldurshópi. Dæmið snýst hins vegar við hjá innanhússlögmönnum þar sem 21% karla undir 50 ára starfa sem innanhússlögmenn samanborið við 44% kvenna. Munurinn er hins vegar umtalsvert minni þegar skoðað er hlutfall þessa aldurshóps sem starfar sem fulltrúar á lögmannsstofum, þar sem 23% karla fylla þann hóp samanborið við 30% kvenna. Munurinn milli kynja er töluvert minni þegar horft er til starfsvettvangs lögmanna sem komnir eru yfir miðjan aldur. Þannig eru 64% karla 50 ára eldri sjálfstætt starfandi og 66% kvenna. Hlutfall lögmanna í umræddum aldurhópi sem starfa sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna er 4% hjá körlum en 3% hjá konum. Mesti munurinn kemur hins vegar fram hjá innanhússlögmönnum en nú starfa 18% karla 50 ára og eldri sem innanhússlögmenn samanborið við 27% kvenna. Ingimar Ingason Hlutfall félaga yngri en 50 ára árið 2022 eftir því hvar þeir starfa. Hlutfall félaga 50 ára og eldri árið 2022 eftir því hvar þeir starfa. Reykjavík • London

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.