Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 27
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 27 ástæðulausu. Árið 2011 biðu hvorki fleiri né færri en 161.000 kærumál afgreiðslu. Þessi gríðarlegi málafjöldi hamlaði dómstólnum að afgreiða alvarlegustu málin innan hæfilegs tíma; kærumál sem vörðuðu alvarleg mannréttindabrot eða sem vörpuðu fram áleitnum spurningum um túlkun MSE. Þörf var á frekari umbótum og var þeim hrint af stað með Interlaken-ferlinu (the Interlaken Process) svokallaða, sem dregur nafn sitt af ráðherrafundi er haldinn var í samnefndri borg í Sviss 18. og 19. febrúar 2010. Þetta ferli stefndi að því að endurskipuleggja eftirlitskerfið og auka framleiðni þess. Umbæturnar urðu þó að standa vörð um rétt einstaklinga til að kæra mál til dómstólsins, enda er sá kæruréttur hornsteinn kerfisins. Interlaken-áratugurinn, sem hófst árið 2011, var afar veigamikill fyrir þróun MDE og árangurinn af honum var umtalsverður. Meðan á honum stóð ítrekuðu aðildarríkin skuldbindingu sína gagnvart sáttmálanum og dómstólnum á ráðherrafundum í Izmir (2011), Brighton (2012), Brussel (2015) og Kaupmannahöfn (2018). Þrír viðaukar við sáttmálann litu dagsins ljós á þessu tímabili. Annars vegar voru það 14. og 15. viðauki, sem tóku gildi 1. júní 2010 og 1. ágúst 2021 og gerðu breytingar á málsmeðferð fyrir dómstólnum. Hins vegar var það hinn valkvæði 16. viðauki, sem tók gildi 1. ágúst 2018 í kjölfar þess að tíu aðildarríki höfðu fullgilt hann. Sextándi viðauki heimilar æðstu dómstólum aðildarríkjanna að leita ráðgefandi álits dómstólsins á spurningum sem varða túlkun og beitingu MSE. Í dag hafa alls sextán aðildarríki fullgilt viðaukann. Er það von núverandi forseta MDE að ekki sé langt að bíða þess að Ísland verði þeirra á meðal. Breyttar starfsaðferðir til að mæta breyttum tímum Allt frá upphafi Interlaken-ferlisins hefur það verið forgangsmál hjá MDE að breyta málsmeðferðarkerfi dómstólsins þannig að kerfið verði skilvirkara og gæði þess aukist. Sett var á fót sérstök deild til að sía ný mál (filtering section), verkferlar voru endurbættir og hagrætt var í meðferð mála til að auka skilvirkni og til að vinna úr þeim mikla fjölda kæra sem safnast höfðu upp. Jafnframt greip dómstóllinn til ýmissa aðgerða til að kynna grundvallarreglur sáttmálans betur í aðildarríkjunum og bæta upplýsingagjöf, til að mynda útgáfu samantekta um einstök svið dómaframkvæmdarinnar og útgáfu umfangsmikilla leiðbeiningarbæklinga um hvert ákvæði sáttmálans fyrir sig. Bæði eru þetta gagnleg tól fyrir lögfræðinga og aðra sem starfa við mannréttindavernd. Af þeim breytingum sem nýst hafa hvað best til að takast á við aukinn fjölda kærumála má sérstaklega nefna máls- meðferð fyrir stökum dómara (single judge), sem kynnt var til sögunnar með áðurnefndum 14. viðauka um mitt ár 2010, og leiðsögudóma (pilot cases), að ógleymdri nútímavæðingu starfsaðferða dómstólsins. Allt hafa þetta verið ómissandi tæki til að takast á við gríðarlega fjölgun kærumála. Interlaken-ferlið, sem hófst 2010 og lauk formlega í Aþenu í nóvember 2020, hafði mikil áhrif til hins betra hvað varðar

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.