Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 22
22 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 Málsmeðferðartími Málshraði kom talsvert til umfjöllunar á málþinginu en Almar sagði að vinna þyrfti upp málshraðann í öllum málum. Til dæmis mætti athuga hvort unnt væri að lögfesta einhvern tímaramma fyrir lögreglu við rannsókn mála eða skilgreina rýmri heimildir fyrir lögreglu til niðurfellingar mála ef hún teldi greinilegt að þau yrðu felld niður síðar. Ævar sagði að rannsókn gríðarlegs fjölda kynferðisbrotamála hvíldi á tiltölulega fáum starfsmönnum og í raun þyrfti að forgangsraða málum innan forgangsmála. Inga Lillý sagði að í kerfinu væru of fáar hendur og langur málsmeðferðartími væri stærsta vandamálið. Þolendur upplifðu oft skelfingu á þessum tímapunkti, jafnvel lífshótandi aðstæður, en svo tæki við alltof langur viðbragðstími og upplifun þolenda væri að mál þeirra væru ekki tekið alvarlega. Opin þinghöld Ævar sagði að mikil áhersla væri lögð á að koma vel fram við alla aðila máls hjá lögreglu en neikvæð umfjöllun fengi almennt miklu meira vægi í fjölmiðlum heldur en jákvæð. Inga Lillý sagðist upplifa að fólk innan kerfisins reyndi að koma til móts við brotaþola. Kerfið gæti virkað kalt og ýmsar rannsóknaraðgerðir sem gripið væri til og beindust að brotaþola eða hans aðstæðum gætu verið mjög þungbærar. Það vantaði að hafa brotaþola meira með í ráðum þannig að gagnsæið yrði betra. Halldóra sagði það oft gleymast að upphaflega ástæðan fyrir lokuðum þinghöldum væri að vernda hagsmuni brotaþola. Það væri nýtilkomið með MeToo bylgjunum að brotaþolar vildu skila skömminni og hafa þinghöld opin. Nú væri spurning í ljósi breytts landslags hvort laga ætti meginreglur um opinbera málsmeðferð í þessum málaflokki eftir vilja brotaþolans. Kristín kvað það grundvallarreglu í samfélaginu að málsmeðferð fyrir dómstólum væri opinber og með betra aðgengi að upplýsingum myndi traust til réttarkerfisins aukast. Í lokin Þátttakendur voru almennt sammála um að frumvarpsdrög dómsmálaráðherra fælu í sér margvíslegar réttarbætur fyrir brotaþola en ítrekað kom fram hve langur málsmeð- ferðartími væri í kynferðisbrotamálum og hversu íþyngjandi hann væri fyrir brotaþola. Hátt í 150 lögfræðingar sóttu þingið sem var haldið í Iðnó. Arnar Vilhjálmur Arnarsson og Eyrún Ingadóttir tóku saman. Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík Sími 414 4100 · www.law.is Borgartúni 26 IS 105 Reykjavík +354 580 4400 www.juris.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.