Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 30
30 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 FORMSKILYRÐI KÆRU TIL MDE OG ALGENG MISTÖK VIÐ FRÁGANG HENNAR RANNVEIG STEFÁNSDÓTTIR FV. LÖGFRÆÐINGUR MDE hvort kæran uppfylli formskilyrði og hvort mál sé tækt til efnismeðferðar. Skrifa skal læsilega og skiljanlega. Leitast skal við að vera skýr og gagnorður og sleppa öllum óþarfa útskýringum eða atvikum sem ekki skipta máli. Þá skulu vera upprunalegar undirskriftir í öllum liðum þar sem undirritunar er krafist. Með kærueyðublaðinu skal senda öll skjöl sem styðja málsatvikalýsingu, sem sýna fram á tæmingu réttarúrræða í viðkomandi aðildarríki og um að kæra sé send til dómstólsins innan kærufrests. Þá þarf að póstleggja kæruna í bréfpósti, í frumriti, ásamt öllum fylgiskjölum til dómstólsins, innan kærufrestsins sem kemur fram í 1. Mgr. 35. Gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Ef kæra er send til dómstólsins á annan máta t.d. gegnum bréfsíma, kemur það ekki í veg fyrir að kærufrestur renni út. Á kærueyðublaðinu sjálfu eru skýringar um útfyllingu þess. Þar að auki hefur dómstóllinn gefið út ítarlegar skýringar, varðandi útfyllingu eyðublaðsins, þar sem farið er yfir hvernig skuli fylla út sérhvern hluta þess. Kærueyðublaðið og þessar skýringar eru nú fáanlegar á íslensku og eru birtar á heimasíðu dómstólsins. Þrátt fyrir þetta virðast mistök við útfyllingu kæra, sem berast dómstólnum, enn verða í töluverðum mæli ef miðað er við þann fjölda kæra sem vísað er frá dómstólnum árlega. Árið 2016 gaf dómstóllinn út lista yfir algengustu mistök er varða formskilyrði sem gerð eru við frágang kæra. Hvað varðar kæruna sjálfa er algengt að kærueyðublað dómstólsins sé ekki notað eða ekki nýjasta útgáfa þess. Önnur algeng mistök varða einstaka hluta eyðublaðsins. Eitt af algengustu mistökum sem dómstóllinn telur til er að ekki er hakað við það eða þau aðildarríki sem kæra beinist að. Árlega berast Mannréttindadómstól Evrópu tugþúsundir kæra gegn aðilarríkjum Evrópu- ráðsins. Fjölda þessara kæra er vísað frá dómstólnum vegna þess að þær uppfylla ekki formskilyrði fyrir kærur samkvæmt reglum dómstólsins. Í árslok 2013 voru gerðar breytingar á reglu 47 í reglum dómstólsins þar sem tekin voru upp strangari skilyrði um form og efni kæra en breytingarnar tóku gildi í ársbyrjun 2014. Í reglu 47 eru settar fram ítarlegar kröfur sem kæra þarf að uppfylla til að teljast fullnægjandi en þetta var gert til að auka skilvirkni dómstólsins. Eftir að breytingarnar tóku gildi hafa allt að 23% af árlegum heildarfjölda kæra verið vísað frá dómstólnum þar sem þær uppfylltu ekki formskilyrði. Árið 2015 var 52% af heildarfjölda kæra sem bárust gegn Íslandi vísað frá dómstólnum og má leiða líkum að því að ástæðan hafi verið sé sú að kærendur og lögmenn höfðu ekki aðlagast hinum nýju reglum.1 Formskilyrði Helstu formskilyrði fyrir gildri kæru eru að nota skal nýjustu útgáfu kærueyðublaðs sem dómstóllinn gefur út. Fylla þarf út alla liði eyðublaðsins sem eiga við um viðkomandi kæranda og allar upplýsingar skulu koma fram á eyðublaðinu sjálfu, ekki meðfylgjandi skjölum. Þær upplýsingar sem koma fram á kærueyðublaðinu eiga að vera nægar til að meta 1 Hlutfall kæra sem hefur verið vísað frá var 32% árið 2016, 20% árið 2017, 8% árið 2018, 15% árið 2019, 4% árið 2020 og 14% árið 2021.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.