Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 26
26 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU: NÝTT MÁLSMEÐFERÐAR­ KERFI FYRIR NÝJAN ÁRATUG Áratugurinn sem nú fer í hönd markar tímamót í sögu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Nú um stundir, þegar sjálfstæði dómsvaldsins á víðast hvar undir högg að sækja og tiltrú borgaranna á dómskerfinu skiptir því sífellt meira máli í aðildarríkjum Evrópuráðsins, er mikilvægt að evrópska mannréttindakerfið standi undir væntingum, bæði hvað varðar þann tíma sem það tekur dómstólinn að leysa úr málum og hvað varðar gæði dómsúrlausna. Í tíð núverandi forseta MDE var því tekið til við að endurskoða málsmeðferðarkerfi MDE í heild sinni. Afrakstur af þeirri vinnu var nýtt kerfi sem ýtt var úr vör í ársbyrjun 2021 og fjallað verður um í þessari grein. Til að útskýra hið nýja kerfi er mikilvægt að byrja á sögulegu yfirliti. Frá hinum gamla Mannréttindadómstól til hins nýja Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE) var undirritaður árið 1950. Með honum var komið á fót alþjóðlegu eftirlitskerfi til að tryggja að aðildarríkin virtu skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum. Þetta kerfi fól í sér nýjung að þjóðarétti í Evrópu eftirstríðsáranna og var stórt skref í átt að vernd mannréttinda í álfunni. Fyrstu fjörutíu ár starfseminnar var kerfið greint í tvo hluta: Þau mál sem bárust fóru fyrst í gegnum mannréttindanefnd Evrópuráðsins sem síaði og vísaði hluta þeirra áfram til dómstólsins sem borgararnir höfðu þannig ekki beinan aðgang að. Í kjölfar inngöngu fjölda ríkja Mið- og Austur-Evrópu í Evrópuráðið eftir fall Berlínarmúrsins á árinu 1989 var tekið til við að gera umbætur á eftirlitskerfinu. Í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar hófust viðræður milli aðildarríkjanna sem leiddu til samþykktar 11. viðauka við sáttmálann. Tilgangurinn með honum var tvíþættur: Annars vegar að gera réttinn til að kæra mál beint til dómstólsins að órjúfanlegum hluta kerfisins með því að gera hann að föstum, varanlegum dómstól, skipuðum dómurum í fullu starfi, og hins vegar að leggja af þátttöku mannréttindanefndarinnar í málsmeðferðinni. Að fenginni tæplega fjörutíu ára reynslu af MSE þótti nauðsynlegt að gera lögsögu dómstólsins skyldubundna fyrir aðildar- ríkin og gera kærendur jafnsetta aðildarríkjunum í máls- meðferð fyrir dómstólnum. Fram að þessu hafði gangv- erk mannréttindakerfisins verið afar flókið og snerust breytingarnar að vissu leyti um að gera kerfið lýðræðislegra og gegnsærra. Hinn „nýi“ Mannréttindadómstóll Evrópu (the New Court), eins og hann er gjarnan kallaður, tók til starfa árið 1998. Þetta var fyrsta heildarendurskoðun mannréttindakerfisins frá stofnun MDE árið 1959. Áskoranir í starfsemi hins nýja dómstóls Á fyrstu tíu árum starfsemi hins nýja MDE fjölgaði bæði nýjum kærumálum (úr 8.400 árið 1999 í næstum 50.000 ný kærumál árið 2008) og einnig þeim kærum sem biðu afgreiðslu fyrir dómstólnum (næstum 100.000 í árslok 2008). Þannig tífaldaðist fjöldi kærumála sem biðu afgreiðslu dómstólsins á tíu ára tímabili. Dómstólnum mættu fljótt ýmsar áskoranir. Fjöldi nýrra kærumála sem honum bárust varð fljótt slíkur að í kringum árið 2010 var algengt að heyra því kastað fram að dómstóllinn væri fórnarlamb eigin velgengni – og ekki að EFTIR RÓBERT R. SPANÓ, FORSETA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU, OG HILDI HJÖRVAR, LÖGFRÆÐING HJÁ DÓMSTÓLNUM

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.