Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 21 réttarstöðu eftirlifenda með sama hætti og þar var gert. Almar taldi breytingarnar skynsamlegar umbætur á réttarstöðu þolenda og að með þeim væri staða þeirra sem lykilvitna í málum viðurkennd án þess að það væri gert á kostnað sakborninga eða ákærðu. Inga Lillý sagðist hefði viljað sjá meiri aðkomu brotaþola að áfrýjun mála en fagnaði sérstaklega auknu aðgengi þeirra að gögnum og rekstri mála. Ævar sagði að mörg atriði sem skiptu brotaþola miklu væru sett í lög líkt og skylda til að tilkynna brotaþola um gæsluvarðhald yfir sakborningi. Framgangur réttlætisins Kolbrún var spurð um til hvaða úrræða væri hægt að grípa til svo hærra hlutfall brotaþola upplifði réttlæti. Kvað hún margt hafa verið gert til að bæta úr þessu en að hægt væri að gera betur og tók sem dæmi tilhögun á skýrslutöku af börnum undir 15 ára aldri. Ísland væri eina landið þar sem enn væru teknar skýrslur fyrir dómi af börnum á rannsóknarstigi sem sakborningur fengi að hlýða á áður en hann gæfi sína skýrslu í máli en þetta skekkti verulega stöðu brotaþola. Þá sagði hún mikilvægt að eiga samtal við brotaþola þegar kynferðisbrot væru felld niður svo hann skildi betur niðurstöðuna. Sáttamiðlun hefði verið notuð til dæmis í stafrænum kynferðisbrotamálum með góðum árangri en hún kæmi hins vegar ekki til greina í alvarlegustu kynferðisbrotamálunum nema þá hugsanlega samhliða saksókn. Hátt hlutfall sakfellingar Halldóra sagði að í þeim málum sem kæmu fyrir dóm væri sakfellingarhlutfallið hátt. Sem dæmi nefndi hún dóma Hæstaréttar 2015-2018 en af 25 málum, þar sem ákært var fyrir nauðgun samkvæmt 194. gr. almennra hegningarlaga, hafi 21 þeirra lokið með sakfellingu. Það væri um 85% hlutfall. Í Landsrétti væri hlutfallið nokkru lægra en þó hátt. Vandinn fælist fremur í háu niðurfellingarhlutfalli á rannsóknarstigi þar sem við ofurefli meginreglna sakamálaréttarfars væri að etja. Á meðan fjallað væri um það að sönnunarkröfurnar væru of ríkar væri Ísland að fá á sig áfellisdóma fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þar sem réttindi sakborninga hefðu verið talin fyrir borð borin og því væri þetta flókin staða þar sem finna þyrfti ákveðið jafnvægi. Þó væri mikilvægt að bæta upplifun brotaþola af kerfinu, svo sem varðandi aðgang að gögnum, og eins að hraða meðferð mála kynferðisbrotamála í auknum mæli. Sönnunarstaða í málaflokknum væri erfið og mikilvægt væri að reyna að lágmarka skaðann fyrir brotaþola og tryggja að langur málsmeðferðartími bættist ekki ofan á erfiða sönnunarbyrði. Sigurður Tómas Magnússon. Halldóra Þorsteinsdóttir. Kristín Benediktsdóttir. Almar Þór Möller. Kolbrún Benediktsdóttir. Ævar Pálmi Pálmarsson. Lillý Brynjólfsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.