Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 13 með yfirlýsingar sem fela í sér staðhæfingu um refsiverðan verknað. MeToo eru viðbrögð við þeirri staðreynd að réttarkerfið virkar ekki sem andsvar við kynbundnu ofbeldi. Kynferðis- ofbeldi hefur alltaf afleiðingar og hingað til hafa þolendur að meginstefnu borið þær. Með MeToo verða einnig afleiðingar fyrir gerendur og jafnvel þó að einstaklingur sé ekki dæmdur fyrir brot sín má hann alltaf eiga von á því að hann missi mannorð sitt og jafnvel afkomu sína. MeToo fylgja því veruleg varnaðaráhrif. Þá hefur með MeToo orðið algjör bylting að því er varðar skömmina sem fylgja þessum brotum. Það eru ekki þolendur þessara brota sem eiga að skammast sín heldur gerendur. MeToo byltingin er þó ekki gallalaus. Ekki er hægt að útiloka að saklaus maður sé að ósekju sviptur mannorði sínu og jafnvel afkomu. Mun algengara vandamál er hins vegar að stundum virðist vera gerður of lítill greinarmunur í umræðunni á alvarlegum brotum og óviðeigandi hegðun. Það er ekki sami hlutur að sýna af sér ósæmilega hegðun annars vegar og/eða að beita konur líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi hins vegar. Þá má velta því upp hvenær gerandi er búinn að taka út sína refsingu. Er það eðlileg refsing fyrir ósæmilega hegðun að menn geti aldrei sinnt atvinnu sinni? Við verðum að taka samtalið. Sem samfélag viljum við að menn sýni iðrun, biðjist afsökunar og bæti ráð sitt og því verður samfélagið einnig að vera tilbúið að fyrirgefa. Það þarf byltingu til að ýta samtalinu af stað en það þarf samtal til að festa breytingarnar í sessi. Um sögulegan kynjahalla í réttarvernd og birtingarmyndir í nútímanum Dr. María Rún Bjarnadóttir setti spurningarmerki við það að lögin væru eina svarið við samfélagslegum álitaefnum á borð við kynbundið ofbeldi. Það skipti máli hvernig lögin tala við aðra þætti samfélagsins þannig að það sé öruggt að þau uppfylli það hlutverk sem þau eiga að gegna í samfélagi eins og við viljum búa í. Kynjakerfi, kvenfyrirlitning, kynjamismunun; þetta eru lykilhugtök sem eru viðurkennd í flestum fræðikerfum en lögfræðin hefur ekki einblínt á þessa þætti. Ef horft er til helstu réttarheimspekinga þá er áhugavert að sjá hversu rótgróið feðraveldið er í tengslum við það hvernig við notum, hugsum og byggjum upp lögin. Aristóleles sagði að líta ætti á konuna eins og einhvers konar vansköpun, sem samt sem áður var sköpuð við náttúrulegar aðstæður, en F.v. Margrét Einarsdóttir, Guðný Hjaltadóttir fundarstjóri, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir og María Rún Bjarnadóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.