Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 38

Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 38
38 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 NOKKUR ORÐ UM SLIT SÉRSTAKRAR SAMEIGNAR MEÐ NAUÐUNGARSÖLU UNNUR LILJA HERMANNSDÓTTIR LÖGMAÐUR grundvelli landskiptalaga nr. 46/1941, að nánari skilyrðum uppfylltum, eða með því að fá slík skipti viðurkennd fyrir dómstólum. Lokaniðurstaðan er sú að hver sameigenda fær til umráða og eignar hluta sameignarinnar, í samræmi við eignarhlut sinn. Sé ekki unnt að slíta sérstakri sameign með því að skipta henni upp er mögulegt að krefjast nauðungarsölu, á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Áður en nauðungarsala fer fram skal sá sem krefst hennar sýna fram á að hann hafi skorað á aðra sameigendur að ganga til samninga við sig um slit á sameigninni, með minnst eins mánaðar fyrirvara. Takist ekki samningar og sé sýnt að ekki sé unnt að skipta sameigninni upp, skal eignin í heild seld hæstbjóðanda á uppboði. Allir, ekki bara sameigendur, geta tekið þátt í slíku uppboði og boðið í eignina. Samkvæmt nauðungarsölulögum er sá varnagli hins vegar settur við nauðungarsölu á sérstakri sameign að fyrirmæli annarra laga og samnings mega ekki standa í vegi fyrir því að nauðungarsalan nái fram að ganga. Úrskurður Landsréttar í máli nr. 664/2021 Nýlega var kveðinn upp úrskurður í Landsrétti í máli nr. 664/2021, þar sem reyndi á heimild til að ná fram nauðungarsölu á vegstæði en því var haldið fram í málinu að vegstæðið, sem lá í og við mörk tveggja landareigna, væri í sérstakri sameign fjögurra aðila. Landsréttur taldi að ekki stæði heimild til þess af tveimur ástæðum. Samkvæmt skilgreiningu er sérstök sameign fasteign eða hlutur í eigu tveggja eða fleiri, þannig að hver og einn nýtur allra réttinda sem um ræðir yfir eigninni í heild, með þeim takmörkunum sem gera verður vegna hagsmuna annarra sameigenda.1 Marg vís leg vandkvæði geta komið upp í slíku sam eigin- legu eignarhaldi og kann hluti eigenda að vilja losna undan því eða nýta sam eignina á annan hátt, án þess að aðrir vilji gera breytingar þar á. Ýmsar leiðir eru færar til knýja fram slit á sérstakri sameign svo sem rakið verður. Þá hafa nokkur fjöldi dómsmála verið rekin um sérstaka sameign, þ.m.t. um möguleg slit þeirra, en til að eyða óvissu og skerpa á reglum sem gilda um sameign er það mat höfundar að tímabært sé að huga að endurskoðun og setningu laga á þessu sviði. Samkvæmt meginreglu eignaréttar getur hver sameigenda krafist slita á sérstakri sameign, ef unnt er að skipta henni án þess að tjón hljótist af. Ýmsar leiðir eru færar til þess, svo sem með samningum, með kvaðningu úttektarmanna á 1 Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Víðir Smári Petersen: Eignaréttur I, bls. 293.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.