Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 11 UM #METOO OG RÉTTARKERFIÐ Á undanförnum misserum hefur MeToo og réttarkerfið verið í kastljósinu og krafa um bætta meðferð kynferðisbrotamála verið hávær. Rætt hefur verið um að lagaumgjörðin taki ekki mið af veruleika þolenda kynbundins ofbeldis og að réttarkerfið virki ekki sem skyldi. Í þessari grein verður fjallað um tvö málþing sem haldin hafa verið nýlega um efnið; annars vegar „#MeToo og réttarkerfið“, sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík 20. janúar sl. þar sem Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður, dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og dr. María Rún Bjarnadóttir fluttu erindi, og hins vegar málþingið „Brotaþoli sem aðili sakamáls?“ sem haldið var í Háskólann á Akureyri 9. febrúar sl. en þar voru framsögumenn dr. Hildur Fjóla Antonsdóttir, aðjúnkt við félagsfræði- mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, Lilja Margrét Olsen lögmaður og Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Hvers vegna kærðu níu konur íslenska ríkið til MDE? Í erindi Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur var farið yfir mál níu kvenna sem hafa kært íslenska ríkið til MDE vegna málsmeðferðar er varða kynferðisofbeldi en þau fengu ekki ákærumeðferð. Stígamót leituðu til Sigrúnar Ingibjargar en í ársskýrslum Stígamóta kom fram að einungis lítið brot þeirra sem leituðu til samtakanna kærðu kynferðisbrotamál til lögreglu en í þeim, sem þó voru kærð, var niðurfellingarhlutfall lögreglu hátt. Sem dæmi má nefna þá var gerð rannsókn á árunum 2008 og 2009 sem sýndi að einungis 13% nauðgunarmála, sem voru kærð til lögreglu, enduðu með sakfellingu. Árið 2016 gerði nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW) athugasemd við hátt hlutfall niðurfellinga og skort á greiningu um ástæður þess. Nefndin gerði einnig athugasemdir við skort á aðgerðaráætlun og löggjöf en á þeim tíma vantaði ákvæði í hegningarlög sem tók á andlegu ofbeldi, sem nú hefur að einhverju marki verið brugðist við. Þolendur og réttargæslumenn hafa einnig lýst vonbrigðum sínum með kerfið og var vilji til þess að fara með þessi mál lengra. Við undirbúning málsóknar fyrir hönd kvennanna níu kom í ljós að ýmislegt mátti betur fara. Þannig var mjög oft óskilgreind bið á málum, jafnvel þó svo að búið væri að afla allra sönnunargagna. Oft var löng bið eftir skýrslu af sakborningi, í alvarlegasta tilvikinu með þeim afleiðingum að brot fyrndist í fórum lögreglu. Við skoðun sást jafnframt

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.