Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 15
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 15 dómi um einkaréttarkröfur skjólstæðings síns. Þó má hann tjá sig um réttarfarsatriði ef þau snúa sérstaklega að skjólstæðingi. Samkvæmt jafnræðisreglu sakamálaréttarfars er litið svo á að sakborningur standi höllum fæti í samanburði við ákæruvaldið og því skuli tryggja sakborningi ýmis réttarfarshagræði til að koma í veg fyrir að saklaus maður verði dæmdur sekur. Sjónarmið hafa verið uppi um að styrkari staða brotaþola leiði sjálfkrafa til veikari stöðu sakbornings, ríkið og brotaþoli á móti sakborningi, en Anne Robberstad lögfræðingur og prófessor við Óslóarháskóla hefur gagnrýnt þessa túlkun á jafnræðisreglunni og segir að hún byggi á þeirri hugmynd að réttarhöld séu eins konar einvígi eða íþróttaleikur þar sem tvö lið séu að keppa. Robberstad greindi dóma MDE og færði rök fyrir því að jafnræðisreglan komi ekki í veg fyrir að styrkja megi réttarfarslega stöðu brotaþola, svo lengi sem réttur ákærða sé ekki skertur. Réttarstaða brotaþola á Norðurlöndum Á meðfylgjandi mynd er borin saman réttarstaða brotaþola á Norðurlöndum. T.a.m. hafa brotaþolar í Finnlandi og Svíþjóð rétt á að gerast aðilar að sakamáli og almennan rétt á að hefja einkarefsimál ef saksóknari ákveður að láta málið niður falla. Þá geta þeir lagt fram eigið ákæruskjal og sönnunagögn, spurt ákærða og vitni spurninga og áfrýjað máli. Í Finnlandi er almennt litið á brotaþola sem málsaðila frá upphafi og hafa þeir aðgang að gögnum máls á rannsóknarstigi en í Svíþjóð geta brotaþolar aðeins gerst aðilar máls ef og þegar saksóknari gefur út ákæru. Frá 2008 hefur réttarstaða brotaþola í Noregi verið styrkt. T.d. er lögreglu og ákæruvaldi skylt að upplýsa brotaþola um framgang málsins, þeir hafa almennan aðgang að gögnum á meðan á lögreglurannsókn stendur nema að lögregla telji það geti skaðað rannsókn málsins. Brotaþolar bera nú vitni fyrir dómi á undan ákærða og geta því setið inni í réttarsal í gegnum öll réttarhöldin. Þá eiga brotaþolar rétt á að taka þátt í réttarhöldunum í gegnum réttargæslumann sinn, t.d. leggja fram viðbótar sönnunargögn og spyrja ákærða og vitni til viðbótar spurninga á eftir saksóknara og verjanda, auk þess að ávarpa dóminn. Samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna um brotaþola og réttarkerfið þá er viðmót fagaðila innan réttarkerfisins, og hvernig mál er meðhöndlað, afar mikilvægt fyrir andlega og líkamlega heilsu þeirra sem kæra brot. Þá er einnig mikilvægt fyrir brotaþola að vera mætt með skilningi og virðingu af fagaðilum innan réttarkerfisins, fá upplýsingar um hvernig kerfið virkar og máli miðar innan þess sem og að hafa val um að taka þátt í réttarferlinu. Samkvæmt tillögum stýrihóps forsætisráðherra er lagt til að brotaþolar fái flest þau réttindi sem aðilar máls hafa á hinum Norðurlöndunum, t.d. aðild að sakamáli. Þá ber að tryggja að brotaþolum sé ekki mismunað að neinu leyti samanber tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2012/296/EU. Lagður er til aukinn réttur til upplýsinga og þátttöku á rannsóknarstigi sem og á ákæru- og dómstigi. Einnig er lagt til aukinn réttur til upplýsinga að dómi loknum. Hildur sagði að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðferðsakamála og lögum um fullnustu

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.