Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 6
6 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21 www.audi.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Bílakjarninn Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Fylgdu okkur! @audi Veldu uppáhaldsbílinn og taktu hann frá á www.hekla.is/audisalur Rafmagnaður Innifalinn ávinningur 1.270.000 kr. Aukabúnaður í Advanced er meðal annars: 20" álfelgur, lyklalaust aðgengi, dökkar rúður að aftan, bakkmyndavél, rafdrifin framsæti með minnisstillingum f. bílstjóra, hiti í stýri, rafmagnsopnun- og lokun á afturhlera, fjarhitun, geymslupakki, leiðsögukerfi og stillanleg loftpúðafjöðrun. Audi e-tron 50 quattro er drifinn aflgjafa íslenskrar náttúru. 100% rafdrifinn sportjeppi með allt að 341 km drægni sem kemur þér í rafmagnað samband við landið allt. Með 600 lítra farangursrými að aftan að viðbættum 60 lítrum að framan tekurðu með þér það sem þig langar. Fjórhjóladrifinn rífur hann sig í hundraðið á undir sjö sekúndum og nýtur fulltingis allra nýjustu tækni og aðstoðarkerfa sem halda þér á jörðinni. Audi e-tron 50 quattro Advanced – Verð 9.590.000 kr. BYRGISHUGARFARIÐ Í þekktum dægurlagatexta Kristjáns frá Djúpalæk segir: „Köld mín hyggja varð með vetri, vorið gerði úr mér betri mann.“ Eftir langan vetur í skugga kórónuveirunnar og samkomutakmarkana getum við tekið undir með skáldinu. Og þá er það sérstakt fagnaðarefni ef svo fer fram sem á horfir að þá verði bólusetningum flestra lokið um mitt sumar þannig að vonandi sé unnt að létta samkomutakmörkum. Flest erum við orðin leið á þessu ástandi öllu og takmörkunum. Margir þeirra sem hafa meira og minna starfað heima hjá sér frá því að faraldurinn kom hlakka til þess að komast aftur í rútínu vinnudagsins og að hitta fólk öðruvísi en á fjarfundum. Fyrir aðra sem eru innhverfari hefur þetta ástand ef til vill hentað betur þar sem samskipti hafa getað verið ópersónulegri. Ýmsir sem þurfa að mæta aftur í vinnu finna fyrir einhvers konar skrifstofukvíða þ.e. að geta ekki lengur unnið heima í gegnum internetið. Það kann nefnilega að vera erfitt að koma út úr stafræna byrginu þegar ástandinu léttir en það er samt öllum hollt og nauðsynlegt. Dæmin sýna nefnilega að þegar við lokum okkur af og hættum að líta út fyrir að því fylgir byrgishugarfar (bunker mentality). Hvort sem um er að ræða í rekstri fyrirtækja, stjórnmálum, persónulegum samskiptum eða í lögmennsku er oft sú tilhneiging að horfa ekki í kringum sig heldur tileinka sér þröngt sjónarhorn og umkringja sig jáfólki. Við lögmenn þurfum að gæta að þessu sérstaklega þ.e. að gæta að sjálfstæði okkar þegar umbjóðandinn hefur þröngt og einhliða sjónarhorn á hagsmuni sína. Hér reynir á þá gamalkunnu meginreglu siðareglna lögmanna að samsama sig ekki umbjóðanda sínum. Þetta getur verið vandasamt í því sérstaka trúnaðarsambandi sem samband lögmanns og skjólstæðings er, sérstaklega þegar um mikilsverða hagsmuni er um að ræða eða málefni sem er hjartans mál skjólstæðingsins. Það er hins vegar ekki hlutverk lögmannsins að vera klapp- stýra eða loka sig inni í byrgi með umbjóðandanum og taka undir allt sem hann segir. Öðruvísi er hætt við því að ráðgjöf lögmannsins komi að litlu haldi eða geri jafnvel illt verra. Í þessu tölublaði kennir ýmissa grasa venju samkvæmt. Nýkjörinn formaður Lögmannfélagsins, Sigurður Örn Hilmarsson, sem er fyrsti fulltrúi hinnar svokölluðu þúsaldar kynslóðar sem stendur þar í stafni, er til viðtals í þessu tölublaði. Hann víkur að því að lögmenn séu fyrst og síðast þjónar réttarríkisins. Sigurður ræðir í viðtalinu um um pro bono vinnu lögmanna og að hann vilji auka umræðu innan félagsins um þessi mál og skoða þau frekar til að hvetja lögmenn til þess að gera meira af slíku. Í blaðinu skiptast lögmenn á hugleiðingum um nýfallinn dóm Hæstaréttar þar sem reyndi á svokallaða hlutfalls- reglu skaðabótaréttar. Þá er greint frá félagsfundi í Lögmannafélaginu 21. maí sl. og tillögur að breytingum á siðareglum lögmanna og athugasemdir sem gerðar voru við þær. Í blaðinu er að finna áhugavert viðtal við Garðar Garðarsson lögmann sem hætti lögmennsku í maílok eftir hálfrar aldar farsæl störf þar sem hann fer meðal annars yfir farinn veg. Á léttari nótum er síðan fjallað um lögmenn sem sinna alls konar skemmtilegum og skrýtnum aukastörfum. Með það í huga óskum við lesendum öllum gleðilegs sumars. ARI KARLSSON LÖGMAÐUR RITSTJÓRI

x

Lögmannablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2689
Tungumál:
Árgangar:
30
Fjöldi tölublaða/hefta:
116
Skráðar greinar:
699
Gefið út:
1995-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá Lögmannafélagi Íslands og er sent til allra félagsmanna. Útgáfudagar blaðsins eru í mars, júní, október og desember

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (2021)
https://timarit.is/issue/423812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (2021)

Aðgerðir: