Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 9
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21 9
Sjálfkjörið í stjórn
Samkvæmt samþykktum Lögmannafélagsins skulu þeir
sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn eða varastjórn
félagsins tilkynna það til stjórnar eigi síðar en sjö dögum
fyrir aðalfund. Að þessu sinni var sjálfkjörið í öll embætti
á vegum félagsins.
Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður var kosinn formaður
en hann var varaformaður á síðasta starfsári. Eva Bryndís
Helgadóttir lögmaður og Geir Gestsson lögmaður voru
kosin í stjórn til tveggja ára en fyrir sitja í stjórn næsta
starfs árið þær Birna Hlín Káradóttir lögmaður og Kristín
Edwald lögmaður.
Þrír lögmenn buðu sig fram sem varamenn í stjórn, þau
Eva Halldórsdóttir lögmaður, Tómas Eiríksson lögmaður
og Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, og voru sjálfkjörin.
Af starfi úrskurðarnefndar
Á aðalfundinum var enn fremur flutt skýrsla úrskurðar-
nefndar en árið 2020 bárust nefndinni 34 mál. Þar af
voru fjögur mál afturkölluð en einu var vísað frá. Nefndin
úrskurðaði í 14 þessara mála á árinu og lauk auk þess við að
úrskurða í 11 málum sem borist höfðu árið 2019. Nefndin
taldi ástæðu til að finna að störfum lögmanna í átta þessara
mála en tveir lögmenn hlutu áminningu vegna framgöngu
sinnar í starfi.
EI
Áhugavert milli aðalfunda
• Félagsmenn LMFÍ eru nú 1056, eða fjórum fleiri
en á síðasta aðalfundi. Þar af eru konur 329 og
karlar 727.
• Nýir félagsmenn voru 52 en þar af leystu 28 til sín
eldri málflutningsréttindi.
• Alls eru 690 lögmenn með réttindi til málflutnings
fyrir héraðsdómstólum.
• Níu félagsmenn öðluðust réttindi til málflutnings
fyrir Landsrétti og eru nú 56.
• 308 lögmenn eru með réttindi til málflutnings
fyrir öllum þremur dómstigunum.
• Tveir félagsmenn starfa á grundvelli erlendra
málflutningsréttinda skv. staðfestutilskipun EU.
• Réttindi þriggja lögmanna voru felld niður á
starfsárinu vegna vanskila á fjárvörsluyfirlýsingum.
Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík
Sími 414 4100 · www.law.is
F.v. Ingimar Ingason, Hjördís Halldórsdóttir, Darri Sigþórsson, Berglind Svavarsdóttir, Sigurður Örn Hilmarsson, Kristín Edwald og Viðar Lúðvíksson.