Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21 21 framkvæmd við mat á miska, enda sé slík grundvallar breyting ekki í samræmi við skaðabótalög. Dómurinn í máli nr. 5/2021 kann að hafa töluvert almennt gildi í ljósi þess að undanfarin ár hafa tryggingafélögin ítrekað borið fyrir sig hlutfallsreglu til lækkunar bóta. Í það minnsta í þeim tilfellum þar sem metið hefur verið eftir miskatöflum örorkunefndar frá árinu 2006 og bætur verið lækkaðar með vísan til hlutfallsreglu kunna einstaklingar að eiga rétt á bótum sem nema lækkuninni. Til stuðnings áfrýjunarbeiðni sinni til Hæstaréttar lagði Vörður fram bréf frá Sjúkratryggingum Íslands. Í því bréfi kom fram að stofnunin hefði beitt hlutfallsreglu við ákvörðun um varanlega læknisfræðilega örorku allt frá árinu 2012. Stofnunin liti á hlutfallsregluna sem meginreglu í matsfræðum og henni væri ávallt beitt við ákvörðun um varanlega læknisfræðilega örorku og miska. Nú hefur Hæstiréttur eins og áður segir kveðið upp dóm þess efnis að hlutfallsreglan sé ekki meginregla í matsfræðum. Í ljósi eðlis og tilgangs slysatrygginga almannatrygginga telja greinarhöfundar að stofnuninni sé skylt að endurupptaka að eigin frumkvæði þau mál þar sem hlutfallsreglu hefur verið beitt, sbr. einkum 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1999. Þá er það von greinarhöfunda að dómur Hæstaréttar í máli nr. 5/2021 verði til þess að matsmenn í líkamstjónamálum hverfi af þeirri braut að lækka möt sín með vísan til ,,reglu‘‘ sem Hæstiréttur hefur kveðið skýrt á um að er ekki meginregla í matsfræðum. GÖNGUFERÐ FÉLAGSDEILDAR LMFÍ LAUGARDAGINN 14. ÁGÚST 2021 GRÆNIHRYGGUR FÉLAGSDEILD LMFÍ STENDUR FYRIR GÖNGU Á GRÆNAHRYGG LAUGARDAGINN 14. ÁGÚST 2021 FYRIR FÉLAGSMENN OG FJÖLSKYLDUR ÞEIRRA Lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 7.00 að morgni á eigin jeppum að Kirkjufelli við Kýlingavatn nærri Landmannalaugum. Þeim sem ráða ekki yfir slíkum bílakosti verður reynt að útvega far. Gangan Gangan er um 15 km löng og tekur um 6-8 klukku- stundir. Gengið verður inn og uppúr Halldórsgili og síðan niður í Jökulgilið en vaða þarf Jökulgilskvíslina a.m.k. fjórum sinnum áður en komið er að hinum stórkostlega Grænahrygg. Best er að taka létta gönguskó, t.d. íþróttaskó sem mega blotna, til að ganga í síðustu kílómetrana þegar jökulkvíslarnar eru þveraðar. Gangan er krefjandi og gerð er sú krafa til þátttakenda að þeir séu í góðu gönguformi. Gott viðmið er að geta gengið upp að Steini á Esju á einni klukkustund. Kostnaður kr. 12.000,- fyrir félagsmenn félagsdeildar og fjölskyldur en kr. 18.000,- fyrir aðra. Skráning á www.lmfi.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.