Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 18
18 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21 HLUTFALLS­ REGLAN Hæstiréttur kvað upp dóm þann 3. júní sl. um svokallaða hlutfallsreglu í vátryggingarétti. Í dóminum var talið að skilmálar tiltekins vátryggingasamnings fjölluðu ekki nægi lega skýrlega um regluna þannig að hún gæti gilt við uppgjör úr vátryggingasamningnum. Þótt dómsorð Landsréttar sé staðfest eru forsendur Hæstaréttar töluvert breyttar frá dómi Landsrétttar, sem kvað mun sterkar að orði og nálgaðist álitaefnið á allt öðrum forsendum. Þá féllst Hæstiréttur á það að umfjöllun Landsréttar um miskatöflur Örorkunefndar frá júní 2019 væri án tilefnis. Þess skal getið að dómur Landsréttar olli ákveðnu uppnámi í framkvæmd Sjúkratrygginga Íslands. Fordæmisgefandi dómur? Með dómi Hæstaréttar er tekið af skarið um að beiting hlutfallsreglu í vátryggingamálum er heimil svo fremi sem skilmálar vátryggingarsamnings séu skýrir um að reglunni sé beitt við mat á læknisfræðilegri varanlegri örorku eða miska. Hæstiréttur tók í dómi sínum enga afstöðu til framkvæmdar Sjúkratrygginga Íslands þar sem dómurinn taldi réttarstöðu aðila vátryggingarsamnings allt aðra en þeirra sem krefjast bóta úr hendi úr lögmæltri slysa- eða sjúklingatryggingu. Má því fullyrða að dómurinn getur ekki talist fordæmis- gefandi hvað varðar Sjúkratryggingar Íslands. Hæstaréttarmálið fjallar afmarkað um tiltekinn vátrygginga- samning en ekki um uppgjör á skaðabótakröfu samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá var vátrygginga- samningurinn gerður í tíð eldri miskatöflu Örorkunefndar sem hafði ekki að geyma umfjöllun um beitingu hlutfalls- reglu. Hæstiréttur vísar til þess í forsendum sínum að í framkvæmd hafi verið litið til danskrar miskatöflu þegar þeirri íslensku sleppir. Í dönsku miskatöflunni er umfjöllun um mat á heildarmiska vegna fjöláverka og að þeir skuli ekki lagðir saman sjálfkrafa heldur skuli það ráðast af mati á því hvort einstakir áverkar magni upp afleiðingar hver annars eða séu óháðir. Hæstiréttur taldi beitingu hlutfallsreglu ekki fá stoð í dönsku miskatöflunni og vísaði til þess að HUGLEIÐINGAR VEGNA DÓMS HÆSTARÉTTAR Í MÁLI NR. 5/2021 EVA BRYNDÍS HELGADÓTTIR LÖGMAÐUR

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.