Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21 25 veitt slíkt samþykki. Þá væri freistnivandi til staðar þar sem hætta væri á að lögmaður yrði fyrir þrýstingi af hendi eins skjólstæðings og léti hagsmuni hinna til hliðar: „Með þessari tillögu er verið að opna Pandórubox þar sem þær nánast gengisfella mikilvægan þátt í trúnaðarskyldum lögmanna og eru óheppilegar fyrir ásýnd stéttar,“ sagði hann og lagði til að 4. mgr. yrði felld út. Óttar svaraði því til að markmið nefndarinnar væri að útbúa betri leiðbeiningar gegn hagsmunaárekstrum fyrir lögmenn. Hann tók ekki undir að ákvæðið væri óskýrara en í gildandi siðareglum né að það fæli í sér vægari vernd. Í ljósi smæðar landsins væri ekki rétt að taka alfarið fyrir að lögmenn á sömu stofu gættu hagsmuna mótherja ef að skjólstæðingar sættu sig við það: „Ef að lögmaður getur ekki tryggt það, og aflað upplýsts samþykkis, þá gæti hann ekki sinnt hagsmunagæslunni,“ sagði hann. Um lögmannsstofur Siðareglunefnd þótti ástæða til að árétta það að siðareglur lögmanna gilda jafnt um lögmenn innan fyrirtækja sem sjálfstætt starfandi. Eins var lagt til að fella á brott ákvæði um að firmanafn lögmannsstofu skuli tilgreina fullt nafn og starfstitil þess lögmanns eða lögmanna sem hana eiga enda illframkvæmanlegt. Í staðinn er lagt til að lögmenn skuli hafa aðgengilegar upplýsingar um hverjir séu eigendur lögmannsstofa og beri ábyrgð á lögmannsstörfum sem unnin eru á vegum þeirra. Endurmenntun Lagt er til að við 40. gr. bætist ný grein um að lögmanni sé Grein er varðar hagsmunaárekstra sem lagt er til að breyta: 11. gr. [1] Lögmaður má ekki fara með hagsmuni tveggja eða fleiri skjólstæðinga í sama máli, þegar hagsmunir þeirra eru andstæðir eða veruleg hætta er á slíku. Ákvæðið hindrar þó ekki að lögmaður leiti sátta með deiluaðilum, með samþykki beggja. [2] Lögmaður skal jafnframt varast að taka að sér nýjan skjólstæðing, ef hagsmunir hans og þeirra skjólstæðinga lögmannsins, sem fyrir eru, fá ekki samrýmst eða hætta getur verið á slíku. Sama gildir um lögmenn sem hafa samstarf um rekstur lögmannsstofa eða reka lögmannsstofu í félagi. - Í staðinn myndi greinin orðast svo: [1] Lögmaður skal ekki aðstoða eða fara með hagsmuni tveggja eða fleiri skjólstæðinga í sama máli ef hagsmunir þeirra rekast á, eða fara með hagsmuni skjólstæðings ef hagsmunir skjólstæðingsins rekast á við hagsmuni lögmannsins, nema ákvæði 4. mgr. eigi við. Hið sama gildir ef veruleg hætta er á hagsmunaárekstrum. [2] Lögmaður skal ekki fara með hagsmuni skjólstæðings þannig að fari í bága við trúnaðarskyldu hans gagnvart fyrrverandi skjólstæðingi. [3] Lögmanni er á hverjum tíma skylt að leggja mat á hættu á hagsmunaárekstrum. [4] Lögmanni er heimilt að aðstoða eða fara með hagsmuni skjólstæðinga þrátt fyrir hagsmunaárekstra eða mögulega hagsmunaárekstra í skilningi 1. mgr. ef: (a) skjólstæðingarnir hafa gefið upplýst samþykki sitt; og (b) gerðar eru tilhlýðilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að brotið sé gegn trúnaðarskyldu lögmannsins; og (c) lögmaðurinn metur það svo að hagsmunaárekstrar eða mögulegir hagsmunaárekstrar komi ekki í veg fyrir að hann gæti hagsmuna skjólstæðinganna af einurð. [5] Komi upp hagsmunaárekstrar í störfum lögmanns eða skilyrði 4. mgr. eru ekki lengur fyrir hendi skal lögmaður án tafar gera ráðstafanir til úrbóta, eftir atvikum með því að láta af viðkomandi störfum fyrir þá skjólstæðinga sem í hlut eiga. [6] Ákvæðum þessarar greinar skal beitt um lögmenn sem reka lögmannstofu í félagi eða hafa með sér annars konar samstarf um rekstur lögmannsstofu. Grein er varðar lögmannsstofur sem lagt er til að breyta: 38. gr. [1]Lögmaður ber persónulega ábyrgð á lögmannsstörfum sínum og fulltrúa sinna. [2] Við firmanafn lögmannsskrifstofu skal ávallt tilgreina fullt nafn og starfstitil þess eða þeirra lögmanna, sem hana eiga og ábyrgð bera á lögmannsstörfum hennar. [3] Firmanafn lögmannsskrifstofu má ekki gefa í skyn að þar sé veitt nein önnur þjónusta en lögmanns- og fasteignaþjónusta. [4] Lögmaður skal tilkynna stjórn LMFÍ hverjir séu eigendur félags um rekstur lögmannsstofu. [5] Skal lögmaður sérstaklega gæta þess, að óheimilt er að stunda lögmannsstörf nema á skrifstofu, sem rekin er af lögmanni, sbr. 19. gr. laga um lögmenn, nr. 77/1998, nema undanþága hafi verið veitt skv. 12. gr. laganna. Lagt er til að 1. mgr. 38. gr. falli brott og í stað 2. mgr. 38. gr. kemur ný málsgrein er orðast svo: Hafi lögmenn með sér félag um rekstur sinn er þeim skylt að hafa aðgengilegar upplýsingar um hverjir eru eigendur félagsins og bera ábyrgð á lögmannsstörfum sem unnin eru á þess vegum. Slíkar upplýsingar skulu liggja fyrir á starfsstöð eða birtar á heimasíðu félagsins. Í stað orðanna „lögmanns- og fasteignaþjónusta“ í 3. mgr. 38. gr. kemur „lögmannsþjónusta“. Orðið „stjórn“ fellur brott úr 4. mgr. 38. gr. 5. mgr. 38. gr. fellur brott.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.