Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 29
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21 29 ER HÆTTUR Á BRÁÐAVAKTINNI LITIÐ YFIR FARINN VEG „Ég taldi það góðan tímapunkt að hætta lögmannsstörfum hálfri öld eftir að ég opnaði eigin lögmannsstofu, sagði Garðar þegar blaðamenn Lögmannablaðsins bönkuðu upp á skömmu fyrir starfslokin; „ég er þó ekki alveg sestur í helgan stein því ég á eftir að ljúka ýmsum málum og sit enn í stjórnum nokkurra fyrirtækja.“ Hvers vegna fórst þú að læra lögfræði? „Það var bara vel ígrunduð ákvörðun sem ég tók á síðasta ári í menntaskóla. Ég er stúdent úr stærðfræðideild og var að velta fyrir mér að fara í verkfræði en það var eitthvað sem dró mig að lögfræðinni.“ Hvað kom til að þú opnaðir strax lögmannsstofu að loknu námi? „Þetta tækifæri kom upp í hendurnar á mér en ég keypti aðstöðu af fyrrverandi fulltrúa bæjarfógetans í Keflavík. Ég hafði ekki unnið á lögmannsstofu með námi en einkaréttur lögmanna náði ekki til Keflavíkur á þessum tíma. Benedikt Blöndal, sem var formaður Lögmannafélagsins, var mér innan handar en hann var afskaplega hjálplegur og elskulegur. Síðan aflaði ég mér lögmannsréttinda.“ Hefur eðli starfsins breyst á hálfri öld? „Já, bæði verkefnin og allt starfsumhverfið. Þegar ég byrjaði þá var til ein ljósritunarvél í allri Keflavík. Þegar gerðir voru Þann 31. maí síðastliðinn hætti Garðar Garðarsson í lögmennsku eftir 50 ára starf. Nákvæmlega upp á dag. Hann hóf rekstur eigin málflutningsskrifstofu í Keflavík 1. júní 1971, þá nýútskrifaður, en árið 1980 fór hann í félag við Vilhjálm H. Vilhjálmsson lögmann. Síðar opnuðu þeir útibú í Reykjavík, fengu svo fleiri lögmenn til liðs við sig og stofnuðu lögmannsstofuna Landslög sem hefur um árabil verið ein af stærstu lögmannsstofum landsins. Garðar, sem á einkar farsælan feril að baki, segir listina að byggja upp farsæla lögmannsstofu að raða miklu hæfara fólki í kringum sig. Nú tekur nýr tími við hjá Garðari sem segist í gríni vera hættur á bráðavaktinni, sem lögmannsstarfið krefst, og ætla að einbeita sér að því að ala upp köttinn.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.