Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 17
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21 17 lagadeildinni. Enn spila ég eitthvað á gítarinn á hverjum degi en það er sammerkt með tónlistinni og lögmennskunni, að betra er að þekkja „lögin“ vel áður en menn ríða á vaðið.“ Tekur þú ennþá að þér „gigg“? „Já, fyrir vini og vandamenn þótt lítið hafi verið um það á tímum Covid. Reyndar var ég fenginn til að spila á balli hjá KPMG fyrir tveimur árum sem var mjög skemmtilegt. Maður er ekkert að auglýsa sig og ég get ekki sagt að ég sitji við símann og bíði eftir því að fá „ góð gigg“ þótt það sé alltaf gaman að fá símtalið.“ ÉG ER … KNATTSPYRNUDÓMARI Arnar Þór Stefánsson lögmaður hjá LEX er landsdómari í fótbolta. Hann hefur réttindi til að dæma í öllum deildum en dæmir aðallega í næstefstu deild karla. Á síðasta leikári dæmdi hann um 40 leiki og í sumar stefnir í svipað ef hann verður án meiðsla. Flestir leikirnir eru á sumrin þegar það er rólegra í lögmennskunni en það er helst maímánuður sem er annasamur á báðum stöðum. Hvernig fer saman að vera lögmaður og knattspyrnudómari? „Dómgæslan er hvíld frá lögmannsstörfum, ég sóna inn í annan heim í þessar 90 mínútur sem leikurinn stendur og gleymi öllu nema því sem gerist á vellinum, þetta er mitt jóga.“ Kemur lögmannsreynslan sér vel á vellinum? „Nei, kannski má segja að dómarareynslan styðji frekar við lögmannsstarfið þar sem þarf að vera reiðubúinn að bregðast strax við hinu óvænta. En þessi tvö störf eiga það sameiginlegt að maður þarf að kunna að lesa rétt í aðstæður og bregðast hratt við. Auk þess verður maður að standa staffírugur á velli með sama hætti og í dómsal. Það þýðir hvorki að dæma fótboltaleik né flytja mál boginn í baki eða með hálfum hug. Þá hverfur trúverðugleikinn.“ Hefur þú hug á því að reyna fyrir þér sem dómari hjá dómstólunum? „Ekkert endilega, það heillar mig ekki í augnablikinu.“ EI Arnar Þór Stefánsson bregst strax við hinu óvænta á knattspyrnuvellinum jafnt sem í dómsalnum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.