Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 30
30 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21 langir og flóknir samningar, sem var t.d. í skipasölu sem ég sinnti mikið á þessum tíma, þá þurfti að vélrita allt aftur ef það þurfti að breyta einni tölu. Svo voru örfáar konur í lögmannastéttinni og þær sinntu aðallega fjölskyldumálum, sifjamálum og slíku. Það er mjög ánægjulegt að konur hafa á undanförum áratugum fundir sér starfsvettvang i lögmennsku Lögmannsstofurnar hafa líka stækkað og viðskiptalífið kallar eftir aukinni þjónustu. Sérhæfingin er orðin mjög mikil.“ Kom heim með nýja sýn Þú fórst í framhaldsnám til Minnesota árið 1983-1984 í alþjóðlegum viðskiptarétti, tókst próf í rekstrarfræðum frá HÍ 1995 og varst í framhaldsnámi þar 2001-2002. Af hverju lagðir þú áherslu á rekstur og viðskipti í þinni framhaldsmenntun? „Ég hef alla tíð sinnt viðskiptalífinu, áhugasviðið lá þar sem kannski sýnir að ég hafi verið á rangri hillu í 50 ár,“ segir Garðar kíminn: „Ég sótti nám í alþjóðlegum viðskiptarétti þegar ég fylgdi eiginkonu minni út í doktorsnám til Minnesota. Samnemendur mínir þar úti voru allir að stefna á að vera með tvær háskólagráður og ég kom hreinlega aftur heim með nýja sýn. Ég fór meðal annars upp í háskóla og ræddi við stjórnendur lagadeildar um að bjóða upp á fjölbreyttara laganám og að lagaprófinu yrði skipt upp í BA og meistaragráðu. Það raungerðist ekki fyrr en tæplega 20 árum síðar. Þetta nám styrkti mig í að sinna fyrirtækjalögfræði en ég kynntist líka tölvunum á þessum tíma lagði mikla áherslu á að kynna mér þá nýjung. Síðan þá hafa hugbúnaðarfyrirtæki verið áhugamál hjá mér og ég setið í stjórnum nokkurra þeirra.“ Þú komst að þjálfun íslenska liðsins í norrænu málflutnings- keppninni um árabil, hvernig kom það til? „Við Vilhjálmur höfðum þá hugsjón að okkur bæri að sinna kennslu og vorum mjög duglegir alla tíð að taka laganema á kúrsus. Það vantaði upphaflega lögmann til að aðstoða laganemana og ég gerði það fyrstu fjögur árin sem var mjög gaman. Næstu 20 árin hlustaði ég á þau æfa sig fyrir málflutninginn og gaf góð ráð. Ég held að þessi málflutningskeppni hafi opnað alveg nýja umræðu um mannréttindamál á Íslandi og varð smám saman almennur partur af lögfræðinni hérna.“

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.