Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 23
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21 23 Þagnarskylda Til að varpa skýrara ljósi á hvað felst í þagnarskyldu lögmanna er lagt til að 6. grein gildandi siðareglna verði felld niður en breyta og bæta við 17. grein. Með þessu er ekki verið að breyta eðli eða inntaki trúnaðar- og þagnarskyldu lögmanna heldur verið að árétta að lögmaður sé bundinn þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingi sínum og það gildi um öll lögmannsstörf, hvort um sé að ræða rekstur dómsmála eða önnur verkefni. Þá er áréttað að allar upplýsingar um skjólstæðing, eða málefni hans, sem lögmaður verður áskynja í starfi sínu séu háðar þagnarskyldu og hún gildi ótímabundið. Undantekningar á þagnarskyldu snúa að skýlausu lagaboði; endanlegri dómsúrlausn í þágu skjólstæðings eða að hans ósk, enda standi lög því ekki í vegi. Eins er gert ráð fyrir undanþágu frá þagnarskyldu í ágreiningsmálum milli lögmanns og skjólstæðings séu upplýsingarnar nauðsynlegar málarekstrinum. Á fundinum gerði Marteinn Másson athugasemd við að 6. gr. yrði felld brott, enda væri ákvæðið þörf og ágæt brýning til lögmanna um að fara varlega með upplýsingar í starfi sínu. Gerði Marteinn að tillögu sinni að ákvæðið yrði látið standa óbreytt. Þá taldi Marteinn að skoða þyrfti betur 5. mgr. 17. gr., þar sem fjallað er um í hvaða tilvikum lögmanni er heimilt að miðla áfram upplýsingum. Leggja þyrfti meiri áherslu á að það yrði að vera háð mati lögmannsins þar sem skjólstæðingur gæti verið undir þrýstingi. Óttar Pálsson svaraði því til að nefndin hefði viljað tryggja samræmi í notkun hugtaka og til dæmis ekki nota orðið „trúnaðarskylda“ í grein sem fjallaði sérstaklega um þagnarskyldu. Þóknun Mörg mál sem úrskurðarnefnd lögmanna fær til meðferðar lúta með einum eða öðrum hætti að ágreiningi um þóknun. Nokkrar af fyrri greinum siðareglna fjölluðu um þóknun lögmanna en í tillögum siðareglunefndar hafa þær verið felldar undir sömu grein til að skýra og skerpa inntak þeirra. Í tillögunni er talið upp hvað sé mat á hæfilegri þóknun fyrir störf lögmanna með tilliti til umfangs og eðlis máls, undirliggjandi hagsmuna, þýðingu fyrir Þær greinar siðareglna varðandi þagnarskyldu sem lagt er til að breyta: 6. gr. Upplýsingum, sem lögmaður fær í starfi, skal haldið frá óviðkomandi, þótt lögboðin þagnarskylda banni ekki. Þá reglu skal lögmaður brýna fyrir starfsfólki sínu. – Fellur niður. 17. gr. [1] Lögmaður skal aldrei án endanlegs dómsúrskurðar, sem beint er að honum sjálfum, eða skýlauss lagaboðs, láta óviðkomandi aðilum í té gögn og upplýsingar, sem lögmaður hefur fengið í starfi um skjólstæðing sinn eða fyrrverandi skjólstæðing. [2] Sama gildir um fulltrúa lögmanns og annað starfslið svo og félaga lögmanns að lögmannsskrifstofu og starfslið hans. [3] Lögmaður getur að beiðni skjólstæðings afhent gögn þau eða upplýsingar, sem um getur í 1. mgr., enda krefjist augljósir hagsmunir skjólstæðings þess. [4] Trúnaðarskyldan helst þótt verki sé lokið. - Fellur niður en í staðinn orðast greinin svo: [1] Lögmaður er bundinn þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingi sínum vegna starfa sinna. [2] Þagnarskyldan gildir ótímabundið. [3] Allar upplýsingar um skjólstæðing eða málefni hans sem lögmaður tekur við eða verður áskynja í starfi eru háðar þagnarskyldu óháð því hvaðan upplýsingarnar eru komnar. [4] Öll skjöl og önnur gögn sem lögmaður útbýr eða afhendir skjólstæðing sínum eru háð þagnarskyldu. [5] Þrátt fyrir þagnarskyldu er lögmanni heimilt að miðla upplýsingum sem ella væru háðar þagnarskyldu: a) Á grundvelli skýlauss lagaboðs eða til að verða við endanlegri dómsúrlausn; b) Í þágu skjólstæðings eða að hans ósk enda standi lög því ekki í vegi; eða c) Í ágreiningsmálum milli lögmanns og skjólstæðings enda séu upplýsingarnar nauðsynlegar málarekstrinum. Málarekstur á hér við um ágreiningsmál sem rekin eru fyrir dómstólum, gerðardómi, stjórnvöldum, úrskurðarnefnd lögmanna eða öðrum. [6] Lögmaður skal gera tilhlýðilegar ráðstafanir til að tryggja að löglærðir fulltrúar sem starfa í hans umboði, starfsfólk á lögmannsstofu hans eða aðrir sem hann leitar til eða á samstarf við í tengslum við lögmannsstörfin gæti þagnarskyldu með sama hætti.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.