Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21 ÉG ER … SJÚKRAFLUTNINGAMAÐUR Ívar Pálsson lögmaður var að ljúka prófi í sjúkraflutningum (EMT) og hefur lokið fjórum vöktum á sjúkrabíl og einni á bráðamóttöku. Hvað með lögmennskuna, ertu að hætta? „Maður veit aldrei, ég skilgreini mig ekki endilega út frá því að vera lögmaður. Líklega er ég frekar veiðimaður þó tímanum sé skipt í öfugum hlutföllum.“ Af hverju fórstu í þetta nám? „Ég hef alltaf haft áhuga á sjúkraflutningum og bráðaaðstoð. Á sínum tíma sótti ég um sumarstarf í slökkviliðinu. Ég fór í þrekpróf og uppfyllti öll skilyrði, meirapróf og þess háttar. Þannig hittist á að hefði ég verið tekinn inn þá var þriggja daga námskeið, sem mér hefði verið skylt að taka, haldið þremur dögum fyrir próf í almennu lögfræðinni. Ég ætlaði að stökkva á það en þá hætti einn við að hætta í slökkviliðinu svo ég komst ekki að. Ég fór í prófið í almennunni og náði. Restin er eins og við þekkjum. Ég var reyndar á tímabili í laganáminu að velta fyrir mér að skipta yfir í hjúkrun en hætti við það.“ Hvað ertu búinn að læra? „Ég er búinn að læra heilmikið um líkamann, einstök líkamskerfi og hvernig á að aðstoða eða bjarga fólki við alls konar aðstæður og áföll. Þetta var töluvert nám í fjarkennslu, um 30 fyrirlestrar, massífur amerískur doðrantur og 5 þriggja daga verklegar lotur. Mjög skemmtilegt nám og frábær hópur sem ég var með. Þá hef ég auðvitað kynnst því hvað við eigum frábært sjúkraflutningafólk hér á Íslandi. Hægt er að bæta við námið framhaldsnámi og svo auðvitað bráðatæknanámi. Þetta er frábær þekking að hafa, tala nú ekki um þegar maður er í útivist og veiði og oft langt í aðstoð. Ég hef sjálfur þurft að beita skyndihjálp nokkrum sinnum, m.a. við málflutning í Hæstarétti. Svona nám veitir manni auðvitað meira öryggi í að bregðast við komi til þess að maður þurfi að gera það aftur.“ Aðspurður kvaðst Ívar sposkur reikna með því að halda áfram í lögmennsku þrátt fyrir hina nýju prófgráðu. Ívar Pálsson sjúkraflutningamaður á vakt. Hann lét gamlan draum rætast. ÉG ER … TÓNLISTARMAÐUR Fjölnir Vilhjálmsson lögmaður hjá Lögmönnum Árbæ byrjaði ungur að spila á gítar og vann fyrir sér meðfram námi í lagadeildinni með því að troða upp á hinum ýmsu mannamótum. Þótt framtíðardraumarnir snúist ekki um að slá í gegn og öðlast frægð og frama með gítar í hönd þá finnst honum alltaf gaman að vera beðinn um að „taka í gítarinn“. „Ég byrjaði að æfa á gítar 13 ára gamall og hef spilað nær daglega síðan. Í gegnum Fannar, tvíburabróður minn, kynntist ég Carli Möller píanóleikara og tónlistarkennara sem kveikti mikinn djass áhuga hjá okkur bræðrum. Upp frá því hófust stífar æfingar við að reyna að apa eftir helstu hetjum á þessu sviði, s.s. Joe Pass, Oscar Peterson og Pat Metheny, o.s.frv. Í framhaldinu vorum við fengnir til að spila í veislum, brúðkaupum og kokteilboðum og þetta vatt upp á sig. Á skólaárunum náði ég að verða mér út um örlítinn vasapening með því að spila sem trúbador á öldurhúsum borgarinnar. Á síðustu árum hef ég verið fenginn til að spila undir borðhaldi eða fyrir dansi s.s. í brúðkaupum og afmælum en svo er ég í hinni goðsagnakenndu saumaklúbbshljómsveit Rokkhundunum ásamt æskufélögunum, sem spilar við hin ýmsu tækifæri.“ Þú hefur ekki hugleitt að leggja músíkina fyrir þig? „Mig skortir bæði vilja og getu til þess en þetta er skemmtilegt áhugamál og var frábært aukastarf þegar ég var í Fjölnir Vilhjálmsson segir það sameiginlegt með tónlistarbransanum og lögmennskunni að betra sé að þekkja lögin áður en stigið sé á svið.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.