Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 31

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 31
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21 31 Réttarkerfið Garðar segir réttarkerfið á Íslandi í dag vera mjög gott en hefur áhyggjur af því hve miklar mannbreytingar eru í dómstólunum. „Það er barist um að komast inn í dómarastörf og almennt eru umsækjendurnir úr hópi hæfustu lögfræðinga og það er bara af hinu góða. Ég tel mjög mikilvægt að dómarar komi ekki bara úr fræðimennsku heldur líka úr lögmannsstétt og hafi góða reynslu af viðskiptalífinu.“ Þú hefur aldrei íhugað að sækja um dómarastöðu? „Það hefur nú komið fyrir að mér hafi verið bent á lausar stöður en það hefur ekki komið til þess. Ég hef verið dómari í einstökum málum fyrir héraði og einu sinni í Hæstarétti og fannst það fróðlegt og nauðsynlegt líka. Ég lærði þá að undirbúa málið betur fyrir dómarann. Svo hef ég líka stýrt mörgum gerðardómum og var formaður Kjaradóms sáluga. En það á enginn að vera í lögmennskunni lengur en til fimmtugs, fólk á að gera eitthvað að viti eftir það,“ segir Garðar og hlær. Farið aftur í háskóla Þegar þú lítur yfir ferilinn, eru einhver sérstök mál eftirminnilegri en önnur? „Það er af ýmsu að taka. Það eru til dæmis mál sem snúast um fiskveiðiréttindi og mál sem tengdust bankahruninu. Síðan sat ég í aðskilnaðarnefnd sem undirbjó réttarfars- breytinguna árið 1992. Ég lærði mikið af því og sú breyting tókst gríðarlega vel. Svo var ég formaður samninganefndar heilbrigðisráðherra í sjö ár og gerði samninga við alla sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn. Þau verkefni færðust síðan til Sjúkratrygginga Íslands og eru mjög í brennidepli núna. .“ Ert þú til í að gefa ungum lögmönnum ráð? „Já, farið aftur í háskóla og lærið eitthvað tæknitengt.“ EI og UH Juris er leiðandi lögmannsstofa sem leggur áherslu á þjónustu á sviði viðskipta og fjármála. Stofan nýtur viðurkenningar fyrir þekkingu og reynslu lögmanna sinna sem kappkosta að veita snögga og hagnýta þjónustu með hliðsjón af viðskiptalegum hagsmunum viðskiptavinarins. Á skrifstofu Juris starfa íslenskir og enskir lögmenn, með lögmannsréttindi í báðum löndum, og þannig getur stofan veitt skilvirka og hagkvæma þjónustu til aðila sem hafa starfsemi í báðum ríkjum. Borgartúni 26 105 Reykjavík Sími 580 4400 www.juris.is Andri Árnason, lögmaður Andri Andrason, lögmaður, LL.M. Bjarni Aðalgeirsson, lögmaður Dr. Finnur Magnússon, lögmaður, LL.M. Edda Andradóttir, lögmaður, LL.M. Halldór Jónsson, lögmaður Lárus L. Blöndal, lögmaður Sigurbjörn Magnússon, lögmaður Simon David Knight, lögmaður Stefán A. Svensson, lögmaður, LL.M. Vífill Harðarson, lögmaður, LL.M. Hildur Þórarinsdóttir, lögmaður Hólmfríður Björk Sigurðardóttir, lögmaður Jenný Harðardóttir, lögmaður Katherine Nichols, sérfræðingur Sigrún Magnúsdóttir, lögfræðingur Sigurður Helgason, lögmaður

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.