Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 46
46 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2
„maður ólst upp við að éta allt,“
segir Friðrik Vilhjálmsson vél-
stjóri, sem nú er sestur í helgan
stein eftir áratugi á sjó. Þrátt
fyrir að hafa siglt til nærri allra
heimsálfa þykir honum íslenski
heimilismaturinn enn „langtum
bestur“ og þar er siginn fisk-
ur í sérstöku uppáhaldi, sem
Friðrik vill ekki hafa of kæstan.
nauðsynlegt sé þó að venj-
ast bragðinu og hvetur hann
foreldra til að kynna börnum
sínum siginn fisk frá unga aldri.
Þ rátt fyrir að fiskneysla sé á
undanhaldi segist Friðrik
vona að fiskur verði áfram á
borðum Íslendinga, enda sé hann
hollur og góður matur sem sé
nauðsynlegur fyrir alla.
Friðrik tók á móti blaðamanni
Sjómannadagsblaðsins á heimili
sínu í Kópavogi, en sá hafði heyrt að
Friðrik væri mikill matgæðingur og
manna fróðastur um matarkistuna
hafið. Sjálfur getur Friðrik ekki
tekið undir það, hann hafi einfald-
lega alist upp við það að borða það
sem fyrir hann var lagt. „Ef maður
át ekki matinn sem var á borðinu
gat maður bara farið frá borðinu,“
segir Friðrik. „Það var ekkert hægt
að hlaupa út í næstu búð og kaupa
hamborgara eða pizzu.“
Faðir Friðriks var sjómaður og
gerði út frá Þórshöfn á Langanesi,
þar sem Friðrik var búsettur til 16
ára aldurs. Friðrik segist hafa erft
sjómennskuna í beinan karllegg
og að faðir hans hafi dregið hann
með sér á sjó frá 11 ára aldri. „Ég
var óskaplega sjóveikur fyrst en
síðan rjátlaðist sjóveikin smám
saman af mér,“ segir Friðrik.
Fisk á minn disk
Það er því kannski ekki nema von
að hvers kyns fiskur hafi verið oft á
boðstólum á Þórshöfn; ekki síst ýsa,
steinbítur, lúða og þorskur. „Ýsa
er á undanhaldi í dag, en áður var
eins og það væri ekkert til annað
en ýsa. Hún er samt langt frá því að
vera besti fiskurinn, þorskurinn er
t.d. miklu betri,“ segir Friðrik.
„Það þótti fínt þegar ég var á
sjónum að setja fiskinn spriklandi
í pottinn, sem er algjört rugl. Þá
verður fiskurinn svo harður. Þegar
þú sýður hann strax svona nýjan
losnar lagið eins og það liggur í
flökunum og verður bara eins og
spil, losnar í sundur. Það þarf að
láta fiskinn liggja eins og annað
kjöt, það er ekkert varið í því að
elda þetta strax. Helst að láta
hann liggja í ís í tvo til þrjá daga,
þá verður hann svo miklu betri.
Þetta er bara og eins með lamba-
kjöt, þér dettur ekki í hug að slátra
rollu og éta hana um leið. Þetta
þarf að hanga og brjóta sig.“
Friðrik segir föður sinn hafa
alla jafna komið með slatta af fiski
heim úr dagróðrum og þá tóku þeir
feðgar sig oft til og gerðu siginn
fisk. Þorskurinn sé besta hráefnið.
„Þetta þarf að vera smærri þorskur,
án þess þó að vera mjög litlir titt-
ir sem ekkert er varið í. Það má
einnig nota ýsu og lýsu en þorsk-
urinn er samt alltaf bestur.“
Þeir spyrtu fiskinn saman og
hengdu upp, þó ekki áður en hann
hafði legið í nokkrar sólarhringa. „Í
dag látum við hann liggja í svona
fjóra til fimm daga í körfu áður en
við hengjum hann upp. Sumir láta
fiskinn liggja í viku en þá þykir mér
hann orðinn helst til kæstur,“ segir
Friðrik og bætir við að best sé að
signi fiskurinn hangi í svona tvær
til þrjár vikur áður en hans er neytt.
Hann verkar enn siginn fisk, en
þó ekki á svölunum hjá sér í Kópa-
vogi. „Nei, nei, það væri að vísu
hægt en það færi að leka á svalirnar
og því fylgir sóðaskapur. Það er ekki
boðlegt í heimahúsum, sérstaklega
því það getur komið smá lykt af
þessu,“ segir Friðrik. „Það er gott
að láta hann síga á sjó, þar er miklu
betra og ferskara loft tel ég.“ Hann
hafi gert það sjálfur en þó ekki yfir
sumarið, því að sögn Friðriks sé þá
yfirleitt of heitt, auk þess sem flugan
geti verið til ama. Betra sé því að láta
fiskinn síga yfir kaldari mánuðina.
Vildu ekki sjá
siginn fisk á páskum
Friðrik segir að siginn fiskur sé
hversdagsmatur hjá honum í dag,
hann borði oftar fisk en kjöt enda
þyki honum fiskurinn léttari og
betri í maga. „Siginn fiskur er með
besta mat sem ég fæ, ég viður-
kenni það. Maður er alltaf að éta
einhverjar steikur, til dæmis á
skipunum, og þess vegna er svo
gott að fá tilbreytingu. Bara gamla
góða torfkofa- og heimilismatinn.
Hann klikkar ekki.“ Hann geti
þannig vel ímyndað sér að bjóða
upp á siginn fisk til hátíðarbrigða,
oft við litla hrifningu annarra.
„Ég get alveg hugsað mér að borða
siginn fisk á jólunum. Ég man eftir
því þegar ég var um borð í Júpíter
að hafa stungið upp á því að við
fengjum okkur siginn fisk á pásk-
unum. Aðrir um borð fussuðu bara
og sögðust ekki vilja vera í fæði hjá
mér,“ segir Friðrik og hlær.
Það þurfi þó óneitanlega að
venjast bragðinu af signum fiski
og segir Friðrik að best væri ef
foreldrar kynntu hann fyrir börn-
um sínum strax frá unga aldri.
„Maður ólst strax upp við þetta,“
segir Friðrik og fyrir vikið þyki
honum þetta herramannsmatur í
dag. Sömu sögu sé að segja af sköt-
unni. „Mér þótti skata viðbjóður
þegar ég smakkaði hana fyrst. Ég
man að ég hugsaði hvurslags djöf-
ulsins óþokki þetta væri. Svo fór
ég að venjast henni og finnst hún
bara mjög góð í dag. Ég vil samt
ekki hafa hana of kæsta, þá er
þetta bara ammóníaksvæla.“
Hann hrósar íslenskum útgerð-
ar- og skipafélögum fyrir að bjóða
reglulega upp á fisk um borð. „Það
hefði örugglega verið ódýrara fyrir
félögin að kaupa kjúkling eða svín
í útlöndum á slikk, en hjá Eimskip
fengum við til að mynda fisk í
hádeginu allan daga, mjög góðan
fisk. Ég man eftir því að á laugar-
dögum fengum við oft siginn fisk,
skötu eða saltfisk. Hjá Hafskip var
það jafnframt hefð að menn fengu
sér kók og séníver fyrir matinn á
laugardögum, sem ég tel að sé gott
fyrir matarlystina.“
Matarhefðir gleymist ekki
Þrátt fyrir minnkandi fiskneyslu
þjóðarinnar vonar Friðrik að
fiskur verði áfram á borðum
Íslendinga. „Ég held að það sé
mikilvægt að við borðum fisk.
Í honum er mikil hollusta og
prótín sem er nauðsynlegt fyrir
alla. Það er líka hægt að borða
allan fiskinn, allan innmatinn,
sporð og ugga. Maður ólst upp
við það að borða allt og aldrei
henda neinu.“
Því sé það miður að fiskur sé í
mörgum tilfellum orðinn dýrari
en kjöt. „Fiskur er bara orðinn lúx-
usvara í dag. Þar spilar auðvitað
inn í að hráefnið er orðið miklu
betra en það var. Í gamla daga var
þetta oft bara togarafiskur, jafnvel
fjórtán til fimmtán daga gamall.
Núna eru breyttir tímar.“
Þannig kaupi fólk einna helst
flakaðan fisk í dag, en Friðrik
minnist þess að áður fyrr hafi fisk-
urinn nær alfarið verið þverskor-
inn. „Maður kunni að verka fiskinn.
Maður vissi hvar beinin voru og
kunni að hreinsa hann. Í dag eru
allir útivinnandi, hafa því minni
tíma til eldamennsku og kunna
hreinlega ekkert að verka fisk,
enda hefur fólki ekki verið kennt
að flaka. Mamma var alltaf heima
og hafði nægan tíma til að elda,
auk þess sem maður byrjaði sjálfur
snemma að flaka og fletja fisk.“
Þegar hann lítur til baka segir
Friðrik að skemmtilegir sjómenn
og nótaveiðarnar hafi verið minn-
isstæðust á löngum ferli. „Að sjá
skipið fyllast af loðnu á skömm-
um tíma og lyktinni sem henni
fylgir, þó svo að síldin sé alls ekki
brúkleg í siginn fisk,“ segir Friðrik
og hlær. - sój
Siginn fiskur er jólamatur
Friðrik Vilhjálmsson vélstjóri segir
að þrátt fyrir að hafa bragðað
margvíslegan mat um heim allan þyki
honum íslenski heimilismaturinn
alltaf bestur. Siginn fiskur er í
sérstöku uppáhaldi.
Ýsa er á undanhaldi í dag,
en áður var eins og það
væri ekkert til annað en
ýsa. Hún er samt langt frá
því að vera besti fiskurinn,
þorskurinn er til dæmis
miklu betri.