Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 33

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 33
A lmennt er litið svo á að sjórinn sé yfirráðasvæði karlmanna,“ segir Margaret Willson, mannfræðingur og að- stoðarprófessor við Washington- háskóla í Bandaríkjunum. Um leið kom fram á fyrirlestri hennar í Sjávarklasanum 31. mars sl. að svo hefði alls ekki alltaf verið. Margar- et hefur gert ítarlegar rannsóknir á sjósókn íslenskra kvenna allt frá landnámi og fjallaði um þær og nýja bók sína um Þuríði formann á viðburðinum, sem nefndist „Saga íslenskra sjókvenna“. Að sögust- undinni stóðu Félag kvenna í sjáv- arútvegi (KIS), Innviðaráðuneytið og Sjávarklasinn. Margaret hóf mál sitt á því að benda á hversu merkilegt það væri, þegar skoðuð væri saga kvenna á sjó, hvernig við mótuðum þessa sögu sjálf. „Við búum til söguna sem við speglum nútímann í. Sú tilfinning að sjórinn sé og hafi verið yfirráðasvæði karla endur- speglar það sem við höldum, mun fremur en raunveruleikann.“ Þessi ranghugmynd kæmi fram víða, svo sem í málverkum og annarri list, þar sem mestmegnis mætti sjá karla og baráttu þeirra við Ægi. Íslandsheimsókn kveikti neista Með rannsóknum sínum hefur Margaret hins vegar leitt annað í ljós, því sjómennska kvenna þótti sjálfsögð fram á miðja nítjándu öld. Rannsóknirnar segir hún að megi rekja til Íslandsheimsóknar fyrir allmörgum árum. „Sú heim- sókn breytti lífi mínu,“ segir hún, en á þeim tíma var hún við mann- fræðirannsóknir í Brasilíu. „Ég átti íslenska vinkonu úti í Seattle sem bauð mér hingað til Íslands.“ Þegar hún heimsótti Þuríðar- búð á Stokkseyri rann upp fyrir Margaret að skipstjórinn sem verið var að fræða hana um hefði verið kona. Henni fannst það merki- legt og tengdi við heimaslóðir við Kyrrahafið í norðvesturhluta Bandaríkjanna, þar sem fjölskyldur stunduðu sjóinn og hún hafði sem ung kona líka starfað við sjávar- útveg. „Eftir nokkurn tíma, árið 2008, tókst mér að verða mér úti um styrk til að snúa aftur til Íslands og kynna mér sögu sjókvenna hér.“ Niðurstöðurnar hefðu svo aftur komið mjög á óvart. „Við fundum Notar heimildir til að rétta af sýn nútímafólks á sjósókn kvenna Væntanleg er á ensku glæný bók eftir margaret Willson um Þuríði formann. Hún kynnti nýverið rannsóknir sínar á sjósókn íslenskra kvenna á fyrirlestri sem fram fór í Sjávarklasanum við granda- garð í reykjavík. gestir hennar voru fyrstir til að berja augum kápu væntanlegrar bókar. Fyrri bók hennar um sjósókn íslenskra kvenna hefur verið þýdd á fjölda tungumála en ekki enn á íslensku. margaret Willson er áfram um að bækur hennar, með rannsóknum á íslenskum sjó- konum og vænt- anleg bók um Þuríði formann, fáist þýddar á íslensku, en fyrri bók hennar hef- ur verið þýdd á fjölda tungumála og komið út um allan heim. M ynd /ókÁ 33 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 hfj.is/sjomannadagur Sjá dagskrá: Við fögnum Sjómannadegi með hátíðarhöldum á höfninni sem Hafnarfjörður er kenndur við. Skemmtidagskrá við Flensborgarhöfn, fiskasýning á Háabakka, sögusýning á Strandstíg, handverk og hönnun, vinalegir veitingastaðir og kósí kaffihús í hjarta Hafnarfjarðar. Gleðilegan Sjómannadag! Sjómannadagurinn 12. júní í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.